Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, January 30, 2005

Að blóta!!

Fór í þorrablót hjá stórfjölskyldunni í dag. Það dugar náttúrulega ekkert annað þegar hún kemur saman en að leigja stóran sal með öllu tilheyrandi því fjölskyldan telur næstum 70 manns ef allir myndu mæta. Í dag voru um það bil 50 manns mætt. Alltaf gaman þegar þessir stuðboltar koma saman, systurnar tuða og bræðurnir kíta í kross og bland svo glotta allir út í annað og hlægja svo af öllu saman. Ég borðaði yfir mig af harðfisk, kartöflumús og rauðrófusalati....hitt draslið lét ég eiga sig.

Náði loksins í fjallagarpinn Höllu og við plönuðum fjallaleiðangra í massavís, frábært þá kemst ég hjá því að treysta á Útivist og þá sem hugsanlega gætu ákveðið að birtast þar. Flott og frábært! Við ætlum að byrja á Esjunni næsta föstudag, svo er markið eitt fjall á viku! Ég missti reyndar af Akrafjalli á laugardaginn, vissi það of seint, hefði glöð viljað fara - en missi ekki af fleirum. Efst á óskalistanum mínum eru - Hafnarfjall, Baula og Hekla. Veit svo sem ekkert hvort sniðugt er að fara þau á þessum tíma...en þau eru samt efst á listanum.

Í allt kvöld er ég búin að vera að downloada myndir inn á myndasíðuna mína (myndir af mínum) - allt í möppu sem ég skírði: Ég - egó albúm. Svo skemmtilega vill til að í möppunni eru 22 myndir af mér :) og reyndar nokkrum í viðbót en alltaf af mér líka. Myndirnar ná yfir rúmlega tveggja ára tímabil, fullt af breytingum á þeim tíma. Hreinsaði til í tölvunni í leiðinni og henti fullt af drasli og ljótum minningum. Hefði viljað setja fleiri myndir inn en símasnúran var orðin svo þreytt á þessari misnotkun - hefur þú prófað að troða melónu inn í sítrónu :) og það aftur og aftur og aftur. Ég gef henni smástund til að jafna sig og byrja svo aftur.

Hvet ykkur til að lýsa skoðun ykkar í skoðanakönnuninni, kostar ekkert og gaman að sjá hvað ykkur finnst :) Ekki það að ég ætli neitt að lifa eftir því sem kemur út :)

Ég er stíf aftan í hálsinum, pínulítið flökurt, ljósið frá tölvunni pirrar mig, og hljóðið í útvarpinu er allt of hátt...! Það er því engin vafi: mígreniskast er í nálægð og hver að verða síðastur til að "dópa" sig. Ég bíð því bara góða nótt.

Saturday, January 29, 2005

Öskrað í vindinn!!

Ég var að koma yfir heiðina áðan í brjáluðum stormi og bullandi rigningu. Uppi á miðri heiði með þurrkurnar á fullu og báðar hendur á stýri að berjast við vindinn þá fékk ég allt í einu þessa hugmynd að stoppa, fara út, standa á móti storminum og öskra í vindinn!!! Segja honum að hætta þessum helv.. látum og athuga hvort það myndi ekki verða stilla með það sama. Ég hægði á mér og ætlaði út í kant, en ákvað að það væri ekkert góð hugmynd að stoppa þarna í svona veðri og bullandi umferð. Ég opnaði því bara gluggana sem snéru í vindinn og lét storminn berjast í bílnum...þetta var svona amatöra-útrás! Hefði samt verið svolítið töff að láta verða af þessu. Kannski er vindurinn bara að blása svona og berjast til að fá sína eigin útrás, ég ætla ekki að stöðva hann í því. Fyndið hvað manni finnst maður vera öruggur í svona blikkdós í gúmmísokkum í svona veðri - þar sem maður hefur litla sem enga stjórn á aðstæðum!

Ég fór í partý í gærkvöldi með samstarfsfólkinu úr skólanum. Það væri nú ekki leiðinlegt að halda til í Keflavík ef maður gæti gengið að svona mannfögnuðum reglulega. En það er nú víst ekki þannig. Til að byrja með var setið yfir Idol og sumir fögnuðu þegar úrslit lágu fyrir...nefnum engin nöfn...aðrir voru ekki alveg sammála en fögnuðu samt með þeim sem ekki skal nefndur. Síðan voru gluggar þvegnir í rassaköstum, dansað við tölvuna og sungið í Singstar. Ég lét meira að segja plata mig í syngja í kappi við meistarann sjálfan. Ósagt skal um árangur, en út úr þessu varð hin mesta skemmtun. Eftir marga tíma af söng og gleði og dansi og djammi var haldið niður í bæ í stórum hóp. Flestir fóru inn á helsta skemmtistað bæjarins og mældu gólfið. Ég stoppaði stutt, var orðin þreytt í tánum og labbaði því bara heim. Það stoppaði geðveikur bíll fyrir mér, með fallegum bílstjóra sem bauðst til að skutla mér heim akkúrat þegar ég var fyrir utan húsið mitt. Damm....þá hefði verið gott að búa í Njarðvík. Gengur bara betur næst...!

Aðeins bar á þynnku í morgun en ég renndi samt snemma (um hádegi) í bæinn til að hjálpa Öllu að flytja. Alla var soldið seinni en ég hélt og því fórum við Boli í smá Kringluferð á meðan. Lentum í hringuðu lokadags útsölunnar og áður en við vissum vorum við báðar komnar með sekk í hönd. Þar var á ferðinni eðal-sölumennska, við eiginlega keyptum án þess að vita af því. Við hjálpuðum Öllu svo með búslóðina inn og ég renndi hingað á Selfoss í hrossakjöt...mmmmm namm namm. Fyrirhuguð Guggu-stund kafnaði í letikasti undir teppi og sjónvarpsglápi um níuleytið í kvöld...ég knúsast bara í Guggunni á morgun :)

Ég fékk mjög svo spennandi póst frá þeim aðilum sem sérhæfa sig í að finna nám erlendis handa áhugasömum kandídötum. Það er hreinlega eitthvað að gerast í þessum málum og allt í einu hef ég marga námsmöguleika til að skoða og velja úr. Kannski það verði bara úr að maður stingi af frá landi ísa í haust og læri meira í öðrum löndum? Mest spennandi möguleikinn er í Noregi, já, já heija Norge. Fínt að slá þrjár flugur í einu höggi þ.e. að læra í skólanum, læra á skíði og um leið læra að verða nískur!! Cool! Ákvarðanir, ákvarðanir, alltof margar ákvarðanir, getið þið ekki bara ákveðið þetta fyrir mig?

Over and out...!

Thursday, January 27, 2005

Fréttir

Ég er ennþá með harðsperrur! Gat þó án teljandi vandræða lifað af spinning tímann í gær og svo aftur í dag!! Að þvo sér um hárið og greiða sér er aftur meira krefjandi og krefst mikilla átaka :) Maður hefur nú bara gott af þessu.

Ég las grein í fréttablaðinu í gær um eitthvert aumingjafólk sem fær ekki að vera saman eftir að hafa fundið ástina. Annar aðilinn er af erlendur bergi brotinn og hinn aðilinn er íslenskur. Mín skoðun, sem glataður rómantíkus, er að ef fólk er ástfangið á ekki að banna því að vera saman og að fólk frá öðrum menningarheimum kryddi bara okkar einangraða Ísland. Ég var því alveg tilbúin að kaupa það að sú ákvörðun að skipa þessum manni úr landi hafi ekki verið rétt, hann sem á bæði ungann son hér á landi sem hann fékk ekki einu sinni að kveðja og konu sem berst fyrir hann!!! Það er nú meira en mörg okkar geta státað okkur af.

En...svo heyrði ég og hreinlega þekkti hina hliðina á málinu, án þess að vera búin að tengja það saman. Gaurinn er 23 ára og konan sem elskar hann svona heitt er 36 ára. Gott og gillt með það, aldur hefur jú náttúrulega ekkert með tilfinningar að gera. Svo er það sonurinn sem hann fékk ekki einu sinni að kveðja!! Sonurinn á yndislega mömmu sem er fæddur og frábær Selfyssingur og hún hefur að mínu áliti ekkert að gera með þennan mann nálægt sér.

Nú segi ég bara, það var rétt að vísa honum úr landi. Það á ekki að veita fólki sem fer ekki að okkar lögum og stendur sig ekki í þeim hlutverkum sem þau hafa verið kosin til dvalarleyfi hér á landi....Ekki einu sinni þó að það hafi gift sig og eignast börn hér á landi - það verður samt að fylgja sömu lögum og við og hana nú!!!

...og enn og aftur er að koma helgi....algerlega ótrúlegt hversu fljótir dagarnir eru að líða. Gott en samt vont!!

Ég ætla nú að draga þessa spenntu skanka í rúmið og leiða hugann föstudeginum 28. janúar! Góður dagur :)

Wednesday, January 26, 2005

Ég get ekki....!

Ég gat ekki sofið,
ég gat ekki vaknað,
ég gat ekki burstað,
ég gat varla keyrt,
ég get varla hlegið,
ég get ekki reimað, rennt og flengt (ekki að ég geri það nokkurn tíma það bara rímaði núna).

Ég get varla gengið upp stiga,
ég get varla beygt mín hné,
ég get varla heilsað, heilsað,
né talað, né borðað né klappað.

Ég er með HARÐSPERRUR DAUÐANS....!

Ohhhh svo gott ;) Og bara nokkrir tímar í næsta tíma!!!

Tuesday, January 25, 2005

Dagarnir!

Annað blogg með sama titli!
Þessi titill er bara svo góður og lýsir svo vel því sem koma á að. Loksins, loksins eftir margra mánaða togstreitu var ég að koma máli frá mér, fann fyrir þvílíkum létti í gær. Í dag kom svo bakslag í málið og Janus litli var ekki enn nógur mikill bógur til að taka á móti því aftur. Þetta gekk svo til baka að einhverju leyti, en ekki útséð hvað verður. Vonum það besta. Eymingjaskapur og herra Lúlli lýsir mér best í dag.

Það er því eins með persónur og dagana. Hver dagur er óútreiknanlegur. Hver dagur ber með sér atburði sem við erum oft á tíðum óviðbúinn til að takast á við. Við vinnum ekki unnin leik (grrrrr) og við töpum ekki töpuðum leik (veiii). Því er best að spyrja að leikslokum. Áfram Ísland.

Húsnæði á Höfuðborgarsvæðinu eru nú undir smásjá - draumapóstnúmerið er 170 og/eða 200. Að auki er svæðið fyrir neðan Bústaðaveginn mjög spennandi. Veit ekki hvaða póstnúmer er þar, en göturnar heita allar eitthvað -lönd. Þau hverfi sem síst koma til greina eru 101, Árbærinn og Breiðholtið! Ákvarðanir, ákvarðanir endalaust - stundum óska ég þess að vera bara ennþá í bómul heima hjá foreldrum mínum. Þurfa ekki að hugsa um leigu, reikninga, mat eða hugsa yfirleitt um neitt annað en sjálfs míns bakhluta. Svo ég tali nú ekki um að þurfa bara að halda "einu" herbergi hreinu..! Munið hvað það var stundum þægilegt að láta þjóna sér svona??? Ekki það að ég öfundi þá sem komnir eru yfir tvítugt og búa ennþá heima, þvert á móti, en það sakar ekkert að hugsa svona.

Það var mjög fyndið að fara með og útskýra síðustu þrjá launaseðla fyrir starfsfólkinu í bankanum. Þeir eru náttúrulega ennþá allir í hönk vegna endurgreiðslna og bóta síðan úr verkfallinu. Með einum launaseðlinum fylgdu meira að segja útskýringar! Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu.

Nú er ég með geeeveikar harðsperrur um allan skrokk - fór í svona Body pump tíma og fór sennilega aðeins offari. Skaðinn kemur betur í ljós í fyrramálið. Eins og þið kannski vitið þá er ég búin að skipta um líkamsræktarstöð. Er hætt í Lífsstíl og farin að æfa í Perlunni. Kann mikið betur við mig í þessari stöð - það er einhvern vegin bjartara yfir henni, betri andar í svífa þar um. Kannski er það bara félagsskapurinn, það er alltaf skemmtilegra að vera tveir heldur en einn!! Spinning tímarnir verða þolanlegri með hverju skiptinu, það er varla orðið vont að sitja á þessum píningartækjum. Nú hjólar maður upp fock...Kambana og niður þá aftur án þess að blikka auga - nema þá til að passa að svitinn fari í það. Eitt verð ég þó að minnast á...ARMBEYGJUR Á SPINNINGHJÓLI! Skil ekki tilgang þess að reyna, hvernig á að vera hægt að gera armbeygjur á hjóli þar sem rassinn situr mikið neðar en hendurnar? Undarlegt! Ég er líka alveg komin á fremsta hlunn með að kalla fótur (eða fæti) þegar kennarinn segir "ýtið með annarri löpp"! Held þó aftur af mér því það er pottþétt ekki mitt að leiðrétta fullorðið fólk. Ég ýti því bara með annarri löpp og banka hausnum í stýrið í stanslausri baráttu við að gera armbeygjur á hjóli!

Prófaði að baka mér brauð áðan. Ekki þó skinkuhorn aftur, þau mistókust svo illa síðast (vantar svona Guggu-touch á það). Þetta brauð var með eplum, rúsínum, hunangi og þar af leiðandi engum sykri, svo náttúrulega fullt af öðru jukki. Brauðið er bara alveg þokkalegt svo ég segi sjálf frá. Mun fara með það á kennarastofuna í Gula á morgun og fá umsögn mér eldri kvenna!!!

Þannig fór um sjóferð þá.

Sunday, January 23, 2005

Kjúklingur a´la Ágúst

Geðveikur kjúklingaréttur!

2 kjúklingar steiktir og rifnir niður eða 4 bringur heilar (hægt að flýta fyrir sér með því að kaupa kjúklinginn steiktan í Hagkaup)
1 poki grænt salat
1 rauðlaukur sneiddur
3 tómatar sneiddir
1 mango sneitt
2 pk núðlur instant
1 hnefi saesamfræ
1 hnefi möndlur hakkaðar

sósa
1/4 bolli balasmik edik
1 bolli matarolía
3 msk sojasósa
2 msk sykur

1/2 flaska af sweet hot chillisauce (stór)

Salatið sett í botn á eldföstu móti rauðlauknum dreift yfir tómötunum raðað ofan á það ásamt mangóinu. Núðlurnar eru kramdar ofan á þurra pönnu og ristað góða stund (hráar) síðan er möndlunum og sesamfræunum stráð yfir og ristað með.

Síðan er sósan hituð í potti og hellt yfir núðlujukkið á pönnunni það er síðan sett yfir allt sem í fatinu er. Að lokum er kjúllinn settur á pönnu og hálfri flösku af sweet hot chillisause blandað við hann og látið krauma litla stund eða þangað til hann er orðin nógu heitur þá er honum hellt yfir allt sem er í fatinu. Fatinu stungið í ofn í nokkrar mínútur.

Rétturinn er góður með hrísgrjónum og/eða brauði og góðu rauðvíni eða bara bjór.
Athugið að uppskriftin er mjög stór (það væri alveg hægt að minnka skammtinn af kjúklingum en halda öðru hráefni í þessum hlutföllum).

Dagarnir!

Það er svo skrítið hvað dagarnir eru misjafnir. Sumir dagar líða of hratt, aðrir of hægt og enn aðrir bara líða án þess að við veitum því neitt sérstaka athygli. Við erum líka svo misjafnlega upplögð - og það endurspeglast í skrifunum okkar.

Anyways - dagurinn í gær var einn af þessum dögum sem leið án sérstakrar eftirtektar. Hann leið, fullkomin eins og hann var. Ég þreif íbúðina hátt og látt. Henti úldnu serjósi (íslensk þýðing), tók niður jólaskrautið (sé mikið eftir því). Skipti á rúminu, snéri dýnunni, ryksugaði, skúraði og endaði svo á því að fara í sturtu. Um sexleytið lagði ég svo af stað til Reykjavíkur. Kom til Ágústs frænda Söndru um sjöleytið og byrjuðum við að elda. Fleiri tímaskakkir bættust svo í hópinn upp úr átta. Við elduðum alveg ólýsanlega góðan kjúklingarétt. Ég ætla mér að sníkja uppskriftina hjá Ágústi og deila henni með ykkur við fyrsta tækifæri. Mmmmm nammi, namm. Í desert var svo nýbökuð súkkulaðikaka með ís. Það fór sem sagt ekki mikið fyrir aðhaldi þennan dag - enda engin ástæða til að neita sér um svona veislu.

Fleiri bættust síðan í hópinn og fórum við sjö manna hópur í bíó að sjá mynd sem heitir Sideways. Myndin átti einstaklega vel við eftir svona rólegheita kvöld. Frábær mynd sem líður hægt áfram, raunveruleiki í hverju horni, fyndin atriði í bland við drama. Ráðlegg öllum að sjá þessa mynd, þið verðið samt að búa ykkur undir það að fara á þessa mynd með slökun í huga, þetta er svona fullorðinsmynd sem hentar pottþétt ekki öllum.

Næsta stopp eftir bíó var Ölstofan - máltækið hátt til lofts og vítt til veggja eiga ekki við þennan litla og þrönga stað. Staðurinn allur er ábyggilega ekki mikið stærri en íbúðin mín. Inni var mikill hiti og tóbakið sveið í augun. Þessi staður má samt eiga það að fólkið sem hann sækir er bara svona venjulegt fólk. Fólk sem er að kíkja út til að spjalla og hitta aðra. Ekki "feitustu" djammarar borgarinnar á ferð. Við sátum þar inni og fylgdumst með þessari skemmtilegu flóru og drukkum vatn. Við sátum líka svona miðsvæðis og fólkið við borðið okkar var sífellt að skiptast út og nýtt að koma í staðinn. Klukkan var gengin langleiðina í fjögur þegar ég lagði á brautina. Kom heim og fór í sturtu því önnur eins tóbaksstækja hefur sjaldan verið af mér og það var hreint á rúminu. Svei mér þá ef ég finn ekki fyrir astmanum í dag.

Alla vega frábært kvöld, með góðum mat og frábærum félagsskap.

Pæling Ölstofunnar var þessi....og hér talar Janus hinn fanatíski! Í gær gat ég flokkað reykingarmenn Ölstofunnar í fjóra nokkuð vel aðgreinda flokka:

1. Reykingarmaður sem reykir án þess að hinn reyklausi taki eftir því. Nær einhvern vegin að koma því þannig fyrir að hinn reyklausi fær aldrei reykinn framan í sig. Þetta er alveg sérstök tækni sem ekki er á allra færi að ná völdum á. Þetta er reykingamaðurinn sem er alltaf að fara að hætta. Reykir að þörf en ekki unun.

2. Reykingarmaður sem nær ekki fullu valdi á tækni reykingarmanns númer 1, er samt alveg meðvitaður um hinn reyklausa og reynir að passa upp á stefnu reyksins. Þetta er reykingarmaðurinn sem sveiflar hendinni eða blæs á reykinn svo hann breyti um stefnu. Reykingarmaðurinn sem er meðvitaður um slæm áhrif reykinga en langar samt ekki að hætta, kannski tengir það við að hætta við eitthvað sérstakt, t.d. ég ætla að hætta að reykja þegar ég verð ólétt!

3. Reykingarmaður sem hugsar litið um hinn reyklausa. Hann skilur sígrettuna eftir í öskubakkanum meðan hann snýr sér við og spjallar. Gengur jafnvel í burtu og gleymir því að hann hafi verið að reykja. Kveikir sér í annarri án þess að muna eftir hinni, púar í allar áttir og nýtur þessa viðbjóðar út í ystu æsar. Reynir þó að passa sig þegar bón er beint til hans, en bara kann ekki að reykja í hina áttina.

4. Reykingarmaður sem hugsar ekkert um hinn reyklausa. Þetta er reykingarmaðurinn sem brennir gat á fötin hjá manni nú eða á sjálfa húðina. Þetta er reykingarmaðurinn sem reykir á dansgólfinu. Hann heldur sígrettunni í sömu hæð og andlit annarrra sitja þannig að reykurinn svíður í lungum hins reyklausa. Hann bregst ókvæða við bón um að færa sígrettuna örlítið fjær og jafnvel púar reyknum beint í andlit þess sem biður. Hefur þá flugu í höfðinu að það fullkomni hans ímyndaða töffaraskap að reykja. Hann kveikir í nýrri sígrettu með glóðunum úr þeirri á undan. Ég þekki ekki marga svona reykingarmenn því þeir drepast flestir sundurreyktir fyrir fimmtugt.

Svo er nú það - þessi flokkun er aðeins byggð á reynslu gærkvöldsins og á ekki við nein fræðileg rök að styðjast. Meira til gamans gert heldur en hitt. Ég bíð þó spennt eftir að nýju tóbaksvarnarlögin taki gildi á Íslandi þ.e. ef ráðamenn þora í týpu 4.

Ég er búin að setja fyrstu söguna á gamla bloggið. Mér þætti gaman að þið mynduð lesa hana, en skil samt alveg ef þið nennið því ekki. Hefði gaman af að heyra hvað ykkur finnst. Gamla bloggið heitir Söguslóð hérna í tenglunum við hliðina. Mér finnst sagan skemmtileg svo þið deyið ekki úr leiðindum við lestur hennar.

Helgin liðin, góð helgi þar sem ég kom ótrúlega miklu í verk. Aðeins fjögra daga barna-vinnuvika framundan og eins dags kennara-starfsdagur...!

Saturday, January 22, 2005

Margur heldur mig sig, eða sig mig!

Einu dagurinn á árinu sem karlmönnum finnst töff að vera "bóndi"! Aðra daga ársins virðist fólk því miður ekki bera mikla virðingu fyrir því ævistarfi.

Var að koma heim úr Idol-geimi þessa föstudagsins, svaf svo mikið í dag að það þýðir ekkert að reyna að smella sér í bælið strax....nema bara til að lesa um Radíó Selfoss - ætla mér að klára þessa bók þó hún sé ekki sú skemmtilegasta sem ég hef komist í. Var bara þokkalega sátt við þennan Idol-heim-dóm í kvöld, hefði samt ekkert grátið þó guli gallinn hefði horfið.

Ég hlakka svo til þegar vatni verður sprautað á þetta undarlega bál sem glefsar í mig núna svo það hverfi endanlega. Gersamlega tilgangslaust að velta sér í því. Ég er búin að sjá það að ég er algerlega ófær um að sjá út persónur. Hef hingað hef ég til talið mig ágætis mannþekkjara, en vegna stórra mistaka undanfarið er ég nú á öndverðrum eyði. Er það kannski bara þannig að allar manneskjur eru óútreiknanlegar? Þær sem maður heldur að séu svona eru hinsvegin og öfugt? Er þetta kannski bara spurning um tíma? Hvað verður maður að vera búin að umgangast/þekkja persónu lengi til að geta sagt að maður "viti og skilji" hana? Maður náttúrulega þekkir sína fjölskyldu út og inn, enda búin að umgangast hana alla ævi, suma hluti fær fjölskyldan samt ekki að vita, þess vegna eigum við vini. Ég man eftir máltæki sem hljómaði einhvern vegin svona "við eigum fjölskyldu, en veljum okkur vini". Sumt veit fjölskyldan og sumt vita vinirnir og sumt vita bæði, já og sumt veit engin nema við sjálf. Maður sjálfur stendur vörð um þessar persónur sem eru manni mikilvægastar og veit það á sama tíma að þær myndu gera það sama fyrir mann. Á sama tíma verður maður að passa að taka ekki ákvarðanir fyrir þessar persónur né gera þeim upp skoðanir. Því sama hversu vel við þekkjum þessar persónur, mun það aldrei leiða gott af sér að telja að við vitum hvernig þær hugsa, því stjórnar sem betur fer engin. Að finna samhljóm hjá öðrum er manni gríðarlega mikilvægt, að neyða persónu til að spila eftir sínu höfði, þýðir að lokum það að hljómurinn verður falskur og samleiðin engin. Svo ég vitni enn í miðilinn, sem skammaði mig fyrir að skella sálinni minni í lás þegar eitthvað bjátaði á og ætla mér að loka öll vandamál niðri í kassa og halda að með því myndu þau bara hverfa. Þá get ég ekki talið upp margar persónur sem mér finnst virkilega þekkja mig, hef því miður ekki haldið marga fyrirlestra um eigið ágæti. Foreldrar og systkini mín þekkja mig náttúrulega vel. Þar fyrir utan eru það Gugga og mamma Munda þó ég hafi ekki verið nógu dugleg að fara til hennar undanfarið, það breytist þegar Gugga flytur heim aftur. Þessar persónur eru allar búnar að vera stór hluti af lífi mínu síðan ég man eftir mér og fyrr, því ég man varla neitt fyrr en um tíu ára aldur :) Þessum persónum myndi ég treysta fyrir öllu og veit að þær myndu styðja mig með það. Fyrir utan þennan innsta hring stendur svo gríðarlega stór hópur af fólki sem maður kallar vini og kunningja. Ég hef undanfarið fundið mig sérstaklega vel meðal nokkurra þeirra og er hundfúl sjálfri mér fyrir að hafa ekki ræktað samband við þá betur, þetta eru til dæmis Inga, Alla, Edda, Halla, Sandra og Gurrý - algerir englar. Héðan í frá mun þetta breytast, nú selur Janus tilfinningar í heildsölu....! Já og hana nú. Veit ekki alveg hvað ég er að fara með þessum skrifum en vona að þetta sé ekki samhengislaust fyrir ykkur því það er það ekki fyrir mér. Hef bara þurft að styðja mig óvenjumikið við aðra en sjálfa mig undanfarið og hef fundið mikinn stuðning frá ykkur. Einhvern tíma geta hlutverkin snúist við (vona samt ekki) en þá mun borga ég fyrir mig með því að vera til staðar og hlusta og styðja. Með þessum orðum er ég kannski að reyna að segja ykkur hvað ég met ykkur mikils og já....bara takk fyrir að vera hluti af mér. Nú er gott að losa sig við öll þessu gömlu leiðindi og byrðar og byrja árið 2005 á opnum nótum með nýjum markmiðum.

Í framhaldi af þessu þá varð ég fyrir nettu áfalli í gær þegar ég fékk símreikning....! Úffff! eins gott að Guggan mín er að koma heim. Þegar álagið er mikið og besti og elsti sálufélaginn er í Grikklandi er hætta á stóóóóóórum reikningi :) Ég hef aldrei á allri ævinni minni fengið svona stóran reikning fyrir að tala og þetta var bara reikningur fyrir desember, janúar á eftir að verða stór líka. Ég get svarið það sálfræðingar fá varla svona gott tímakaup. Sé samt ekki eftir einni einustu krónu, því stundum verður maður og á að tala. Fyrir utan það að Gugga er náttúrulega alveg ótrúlega skemmtileg í gegnum síma eins og annars staðar. Ég mun þó minnka gsm-notkun um 3/4 frá og með næsta föstudegi.

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Það verður komið vor áður en við vitum af. Það er samt ennþá dimmt þegar börnin mín fara í frímínútur klukkan 9:30 í skólanum, en það breytist með hverjum degi sem líður því klukkan 9:50 þegar þau koma inn úr frímínútum er komin smá skíma. Það er líka svo miklu bjartara þegar snjór er yfir öllu. Ég hlakka svo til vorsins og sumarsins.

Það lítur hreinlega út að ég sé búin að finna mér félaga til að ganga með. Ég er ekki að ýja að því að þetta sé kærasti, þvert á móti, bara vinur sem deilir áhugamáli sem hann hefur ekki haft félaga í frekar en ég. Það er ennþá langt í land að ég hleypi annarri karlkyns veru nálægt mér, sennilega það eina góða sem ég lærði af Sigga, þ.e. ekki treysta karlmönnum, sérstaklega ekki þeim sem virðast vera góðir gæjar og traustsins verðir, þá eru þeir bara góðir leikarar, vááá hvað þetta hljómar biturt :). En þegar lagt er í dagana með svona viðhorf er engin hætta á að vera barinn niður. Ég mun byrja að blikka nýja félagann þegar líður að vori og teyma hann með mér á einhverja skemmtilega staði. Útivist býður reyndar alltaf upp á skemmtilegar og hressandi göngur á sunnudögum í allan vetur. Núna á sunnudaginn á til dæmis að fara í nokkurra tíma gönguferð yfir Hengilsvæðið. Veðurspáin er samt leiðinleg og Janus nennir ekki að labba í rigningu og roki. Prinsessur mega ekki blotna :) En það kemur sunnudagur eftir þennan sunnudag og nægur tími til stefnu.

Á morgun ætlum við að hittast nokkur saman og elda í tilefni þorra, já og degi bændanna eða bóndanna, reyndar bara einn bónda og margra bóndakvenna. Við hömpum því bara þessum eina bónda sérstaklega, hann verður bóndaður út í eitt! Í dag var reyndar einn nemandi minn stórhneykslaður á því að þau ættu virkilega að læra heima á bóndadegi!!! Þessi dagur er því greinilega mis-mikilvægur í hugum okkar.

Anyhú - hér lýkur þessari toga í allar áttir færslu -. Ég viðurkenni það alveg að þessi mun ekki beint falla í flokkinn með skemmtilegum færslum, frekar í flokk með of löngum færslum en stemmingin var bara svona í kvöld.

Friday, January 21, 2005

Nám erlendis

Það stóð ekki á viðbrögðum - Takk Daldís.
Ákvað að skella þessu hér ef einhverjir fleiri eru að spá.

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins aðstoðar fólk við að finna nám við hæfi erlendis.
http://www.ask.hi.is/id/1001068 http://www.ask.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?id=1001075

Góðar stundir.

Nýr bloggari!

Þá hefur enn einn gamall og skemmtilegur gagnfræðingur frá Selfossinu startað bloggi. Það er engin önnur en hún Guðríður Þórsdóttir, betur þekkt sem Gurrý, keflvíkingur og spinnari :)

Kíkjið á hana á http://gurryth.blogspot.com/

Helgin komin - margt og mikið plan ;)

Thursday, January 20, 2005

Das loðni fíll!

..hetjan sem vaknaði klukkan 8:01 í morgun og var mætt í vinnuna klukkan 8:12. Ég væri svoooo mikið til í að fara að sofa á nóttinni. Til að byrja með væri ein nótt i viku alveg kærkomin. Það hlýtur að komast regla á þetta eins og hitt.

Það eru heilir þrír sem eru búnir að kjósa í nýju skoðanakönnunni og þeim finnst þetta bull í mér skemmtilegt, ég held því ótrauð áfram.

Hinn dásamlegi fíll kom heim með fulla tösku af bókum í dag. Ég veit ég var búin að lofa sjálfri mér að taka ekki vinnuna með mér heim en ég bara kemst ekki yfir þetta á þesum tímaramma. Þetta myndi ganga upp ef ekki þyrfti að fara yfir bækur og verkefni eða gefa forskrift. Markið er samt sett á það að skilja vinnið eftir í vinnið og hafa heimið bara heima....!

Ég hringdi í Kapalvæðingu í dag. Kapalvæðing er fyrirtækið sem útvegar mér þessar 40 sjónvarpsstöðvar sem ég hef. Anyways - ég ætlaði sem sagt að segja upp þessari áskrift vegna þess að í þau fáu skipti sem ég horfi á sjónvarp þá horfi ég Skjá einn. Fyrir það er ég að borga um það bil 5000 krónur (RÚV og Kapalvæðing). En þetta var ekki svona einfalt skal ég segja ykkur því það er ekkert loftnet á húsinu mínu svo ef þeir taka kapalinn úr sambandi þá hef ég ekkert sjónvarp. Og ég vil hafa eitthvað sjónvarp! Gæti reyndar fengið mér svona innanhúsloftnet en miðað við skilyrðin á útvarpinu þá tel ég það ekki vænlegt til árangurs. Því er ekkert annað að gera en að halda áfram að borga þessar 5000 krónur um hver mánaðarmót fyrir sjónvarp sem sjaldan er horft á.

Aftur er komin helgi - var ekki mánudagur í gær?

Spinning reynsla dagsins - þetta er allt að koma, ég komst upp þessa brjáluðu brekku og flaug ekki af hjólinu þegar ég fór niður þessa sömu brjáluðu brekku - tónlistin er gersamlega ærandi og ég gleymi alltaf að taka með mér skúringagræju fyrir svitabúskapinn. Það er algerlega fáránlegt hvað maður svitnar mikið í þessum tímum!

Hjálp: hvar í andsk... finn ég upplýsingar um nám erlendis. Það hlýtur að vera einhver stofnun eða einstaklingur hér á landi sem sérhæfir sig í svona framhalds/meistaranámi erlendis. Ég segi því bara hjálp, ég er að falla á tíma!


Radíó Selfoss er ekki alveg að gera sig - alla vega ekki eins spennandi og matreiðslubókin sem ég fékk lánaða áðan :)

Góðar stundir og eitt heilræði í lokin...Hvað með það þó að við efumst stundum um sjálf okkur og getu okkar - við erum miklu greindari en öfgamennirnir sem eru alltaf sannfærðir um eigið ágæti. Mikið er ég feginn að vera ekki þannig.

Wednesday, January 19, 2005

Ég þarf að segja svo mikið!!

Ég er alltaf að reyna að stytta færslurnar mínar en ég hef bara svo mikið að segja. Kannski ég sleppi bara að gera bil á mili orðanna, þátakaþauminnapláss!! Anyways.

Það nýjasta sem umturnar allri eldamennsku hjá mér er sítróna, ef maður kreistir smá sítrónusafa yfir matinn þá fær maður algerlega nýjan rétt. Datt reyndar í það þegar ég bjó á Flórída að nota lime í allan mat - það voru svo hæg handtökin því það var limetré í garðinum - svo einhvern veginn gleymdi ég þessu bara þangað til núna - súrt er gott, dregur fram það sæta.

Ég hristi af mér tölvuleiðann í dag og kláraði allt sem ég átti að vera búin að gera. Er sem sagt búin að fylla út og senda umsóknina fyrir sumarið, búin að gera námsáætlun fyrir lestrarnámskeiðin sem byrja í næstu viku og stílabókar-sagan er öll að fæðast í tölvunni. Nú þarf ég ekki að fara í tölvið nema til að blogga næstu vikur :) jei!

Ég fór líka í klippingu í dag, er næstum því með stutt hár....alla vega langt síðan ég hef verið með svona stutt hár, ég þarf alveg að fara um það bil tíu ár aftur í tímann til að finna þessa sídd. Ástæðan er reyndar sú að ég hef ekki farið í klippingu síðan í september....það er því eiginlega verkfallinu að kenna að ég þurfti að láta klippa svona mikið af hárinu!!

Ég er byrjuð í blakinu aftur, er með brunasár og báðum hnjám og æðaslit á framhandleggjunum and I love it!! Það er alveg frábærlega skemmtilegt í blaki, maður fleygir sér og kýlir og hrópar og hlær!!! Það er líka eitthvað mót framundan og hlustið nú vel því ég ætla að njóta þess að segja þetta. Hann Janus er ekki nógu gamall til að taka þátt, (replay) hann Janus er ekki nógu gamall til að taka þátt! Það er nú ekki oft sem maður getur sagt þetta ha - aldurstakmarkið á þetta mót er nefnilega 30 ár....ég verð bara svona gogo pía á hliðarlínunni, kem með vatn og andlegan stuðning, eða verð sérlegur gólfþurrkari :)

Spinning, ég bara verð að ræða þetta aftur! Ég var beint á móti speglinum í dag á hjólhest sem var að liðast í sundur. Alla vega tónlist í botni og allir áttu að hjóla á fullu. Ég náttúrulega setti í overdriveið, í miðju lagi leit ég síðan upp og sá sjálfa mig í speglinum - rauð eins og epli og fnæsandi eins og loðfíll. Á þessu augnabliki flýgur hugsunin um það að ef hjólið myndi nú eitthvað klikka í gegnum hugann. Myndi ég ekki fara á 720 kílómetra hraða beint í spegilinn og í gegnum vegginn. DV-myndi segja: Eini rauði loðfíllinn sem vitað er um braust út úr sundlaug Reykjanesbæjar í kvöld á spinning hjóli. Það sást síðast til hans í Hvalfirðinum þar sem hann var enn að reyna að stoppa sig!!! Loðfíllinn er ekki talinn vera hættulegur mönnum. Þetta bjargaði alveg þessum tíma. Spinning=ekki mín uppáhaldsíþrótt :)

Kláraði að lesa Heimsins heimskasta pabba í gærkvöldi. Mjög sérstök bók þar á ferð, um mann sem búið er að sauma fyrir endaþarminn á svo allt hans "dót" fer poka. Hugsanir hans eru svo litaðar af kynlífi, þunglyndi, geðveiki og bulli. Samt ágætis afþreying sem hægt er að hafa mjög gaman af á köflum. Bókin á náttborðinu núna heitir Radío Selfoss - fjallar um tvo stráka sem búa í Hagahverfinu á Selfossi.
Já, ég skal, ég skal standa við þetta áramótaheit!!

...og þá er það komið. Á morgun mun ég segja ykkur meira af afrekum loðfílsins!

Tuesday, January 18, 2005

Í fréttum er þetta helst...

1. Ég fór í hraðbanka í gær, átti eftir að borga viðgerðina á bílnum og ætlaði ekki að láta það bíða lengur. Ég kem því hlaupandi inn í hraðbanka úr storminum sem var úti. Tek út pening, hleyp út í bíl og keyri sem leið liggur út í Njarðvík, drep á bílnum og tek veskið mitt. Uppgötva þá mér til mikillar skelfingar að ég gleymdi peningnum í hraðbankanum, tók kortið og kvittun en gleymdi seðlunum. Ég bruna því aftur í bankann og þar er náttúrulega enga peninga að sjá. Hvernig er þetta hægt? Fara í hraðbanka til að taka út pening og gleyma honum svo. Alla vega Gurrý bankastarfsmaður sagði mér svo að þetta væri sko ekki í fyrsta skipti sem fólk gerði þetta. Kosturinn er svo sá að þegar svona aular eins og ég gleyma peningunum í bankanum þá gleypir bankinn þá aftur og þeir fara aftur inn á reikninginn. Í dag fór ég því í hraðbanka og mundi eftir peningnum.

2. Um helgina gramsaði ég í tölvunni hjá bróðir mínum og fann fullt, fullt af tónlist sem ég brenndi á diska. Einn diskinn skýrði ég "þungur", sem sagt disk sem inniheldur tónlist sem Janus er ekki frægur fyrir að hlusta á t.d. lög með gömlum hljómsveitum eins og Metalica og Guns N roses. Þennan disk var ég svo að hlusta á þegar ég keyrði í gegnum bæinn á sunnudaginn á leið minni til Keflavíkur. Græjurnar náttúrulega hátt stilltar og söngur (hæfileikar) gríðarlegur :) Í miðju lagi þar sem allt er á fullu, er meira að segja að hnykkja til hausnum í takt við tónlistina, þá þarf ég að stoppa á rauðu ljósi. Eftir smá stund í rokkæðinu lít ég til hliðar í bílinn við hliðina á mér. Þar inni er heil fjölskylda í hláturskrampa yfir þessum töktum....! Vá! Hvað ég roðnaði mikið og mikið ógeðslega logaði þetta rauða ljós lengi. Var skapi næst að bruna yfir á rauðu.

3. Spinning, tilgangslausasta líkamsrækt sem til er! Hefur þó sína kosti þar sem maður svitnar meira að segja á bakvið eyrun. Ég get svarið það að ég þarf að sitja á púða því mér er svo illt í....ritskoðað. Eins gott að enginn karlmaður er í lífi mínu þessa dagana.

4. Morgunmatur - nú skal mataræðið tekið í gegn. Fékk leiðbeiningar um þennan danska kúr sem tröllríður öllu núna. Ætlaði mér að prófa þetta í smá stund og athuga hvort þetta virkar eitthvað. Ég entist nákvæmlega í einn dag - hvernig á að vera hægt að borða að minnsta kosti 600 grömm af grænmeti á hverjum degi!! Og það ofan á annan mat. Ég held ég hafi aldrei á allri ævinni minni borðað eins mikið og í gær, þó var ég langt frá því að borða allt sem ég átti að borða. Var ennþá með stein í maganum eftir þessa vitleysu í morgun. Markið mun því ekki vera sett á þennan danska kúr, í staðinn verða þau
a)borða morgunmat,
b) borða í kaffinu klukkan 9:30,
c)borða hádegismat, (það er óhollt að venja sig á að borða bara einu sinni á dag),
d) drekka um það bil 2 lítra af vatni á dag,
e) drekka ekki meira en 1/2 líter af gosi á dag.
Mér finnst þetta hljóma betur en heill kálgarður á hverjum degi. Ég held að ég sé meira að segja með harðsperrur í kjálkunum eftir að bryðja allt þetta græna dót í sundur.

5. Uppeldi - kostur þess að starfa með börnum alla daga er sá að maður verður sjálfur fullkomin uppalandi, lærir svo mikið af mistökum annarra!!!! NOT!!! Ég fór spes ferð út í 11/11 að kaupa kattamat handa kisu minni því henni finnst kattamaturinn úr Bónus svo vondur. Bíð spennt eftir að venja börnin mín á mat úr Bónus, eða 11/11 :)

6. Rannsókn - bandarísk rannsókn sem sýnir svo ekki verður um villst að ástarsorg hefur áhrif á starfsemi heilans. Þáttakendur í rannsókninni sem allir höfðu nýlega hætt í ástarsambandi voru allir með skerta starfsemi í þeim svæðum heilans sem tilfinningar búa. Ef ekki er svo rétt staðið af "bata" þessara einstaklinga getur þessi sorg þróast út í tilfinningalegan doða og í framhaldi af því þunglyndi! Merkilegt finnst ykkur ekki.

7. Kór - ég ákvað eftir viku umhugsun að fara ekkert á aðra kóræfingu. Var engan vegin að nenna að eyða peningum og tíma í eitthvað svona óspennandi. Á reyndar eftir að hringja og segja bless, geri það á morgun. Er því að leita að öðrum kór til að syngja með. Það virðist þó lítið annað en kirkjukórar í boði. Þetta á allt eftir að koma í ljós - heyrði reyndar að gospelkórinn væri að auglýsa eftir fólki. Veit samt ekki hvort söfnuðurinn sem hann tengist sé eitthvað sem ég vilji láta tengja mig við!

8. Lýsi - þó þeir búi til lýsi með sítrónubragði sem ég fæ mér áður en ég borða stóra máltíð ropa ég samt upp lýsi marga tíma á eftir. Lýsis-ropi-með-sítrónukeim - oj bara.

Er að skrifa fyrstu söguna mína - mun koma henni í pörtum á gömlu síðuna mína!!

Eitt gott heilræði úr bókinni minni "1000 ástæður hamingju og gleði".
Lífið er ekki kapphlaup. Einu verðlaunin sem eru þess virði að vinna eru ást og kærleikur fjölskyldu og vina.

Annað skemmtilegt...!

Kannski ég sé bara engill í dulargervi Jönu!

Eye
~*~Beautiful Soul~*~You're the type of person who is loving, giving,
sweet, generous, genuine, and optimistic. You
see the beauty around you and you admire it for
its faults, as well as perfections. Most likely
a dreamer, you are highly respected and liked.
People like to be around you because you make
them happy. You have a wonderful personality
and you're beautiful inside and out!

Sunday, January 16, 2005

Hádújúlækæsland...!

Skemmtilegur þáttur og gott framhald af því sem var á undan í dagskránni.

Eitt af mörgu góðu sem miðillinn talaði um þegar ég var hjá henni voru sögurnar niður í skúffu. Hún sagði meira segja "sögurnar þarna í náttborðinu" (alveg magnað). Ég skrifa mikið af sögum sem eru smekklega faldar í stílabók í náttborðinu, þá er ég ekki að meina dagbókina mína né heldur þessar bloggsíður sem ég hef verið að drita á. Heldur bara sögur. Þær eiga þó flestar eitthvað sameiginlegt með þeim atburðum sem upp á hafa komið í mínu daglega lífi, alveg tíu ár aftur í tímann.

Í þessum stílabókum er til dæmis að finna sögur um stelpuna í sveitinni, stelpuna í háskólanum, stelpuna í Ameríku, stelpuna sem var alltaf að hlaupa, ástarbréf til ýmissa aðila allt frá sauðkind til ökutækja, hin fullkomnu rifrildi, hinar fullkomnu afsökunarbeiðnir, drauma, áhyggjur og svo mætti lengi telja.

Nú! Miðillinn hvatti mig til að sýna þetta. Ég er búin að vera að fletta í gegnum þessar bækur mínar í kvöld og fann ekki eina einustu sögu sem ég vil deila með ykkur svona beint. Sögurnar eru allar skrifaðar í fyrstu persónu og allir aðilar í þeim eru nefndir með réttu nafni, sem sagt mjög persónulegar. Því fer ég ekki að smella þeim hér á, þó margar þessara sagna séu fyndnar og skemmtilegar. Ég tek þær frekar með mér í næstu partý með viðkomandi hóp.

Í staðinn hef ég ákveðið að byrja bara á grunni. Ég er því búin að breyta gamla blogginu mínu í sögubók - kalla það söguslóðir - þar ætla ég sem sagt að skrifa "sögur". Nýja bloggið mun áfram vera vettvangur þess sem á daga mína drífur í daglega lífinu :) (dagbók).Ykkur er svo í sjálfvald sett hvort þið viljið lesa hina síðuna, hún er mest fyrir mig. Veit ekki hvort þið hafið endilega gaman af því sem ég ætla mér að skrifa þar á...en þið tékkið á því.

Svona er nú það, nú eru einungis 11 dagar þangað til Gugga kemur heim. Það eru nokkrir klukkutímar þangað til Gurrý spinningfélagi og Keflavíkurtútta verður 28 ára, ekki gleyma Möggu Unni úti í Grikklandi sem líka verður 28 ára á morgun. Það eru bara 135 dagar þangað til ég ætla að vera flutt frá Keflavík, 158 dagar þangað til ég fer til Ameríku og nú eru aðeins nokkrar mínútur þangað til ég fer í rúmið til að halda áfram með að lesa Heimsins heimskasta pabba.

Gaman að því!

Hver af dauðasyndunum sjö ert þú?

Mér fannst þetta áhugavert!!!

Angel
You are... WAIT! - you're none of the Sins you're an Angel! Perfect, or close enough, and annoyingly so! Did you always behave so 'just right'. ARGHHH . You can annoy the hell outta people with your attitude, but no doubt your church is real happy with you. The positive side certainly outweighs the negative, after all, you do chores, are smart, are cute, do charity work. Least you know what a perfect saint you are. You just make the rest of us sinners vomit. Perhaps you could break the rules once in a while, go wild - Eat an extra cookie or something. However - congratulations on being the most pure, of the entire human race.

?? Which Of The Seven Deadly Sins Are You ??
brought to you by Quizilla

Saturday, January 15, 2005

Nóttin er komin!

Óhætt að segja að kvöldið hafi verið spes. Ég borðaði um það bil tvö kíló af mat, 2 lítra af vökva, 5 tímar af sjónvarpsglápi, 3 tímar af netflakki. Hið fullkomna klessukvöld.

Úti rignir.

Horfði á söfnunina í sjónvarpinu í kvöld. Var að hugsa um að hringja og bjóða bindið mitt til sölu - það er svona svart með teygju - hefði kannski getað fengið nokkur þúsund fyrir það sem ég hefði svo getað gefið með góðri samvisku í söfnunina. En ég lét ekki verða af sölunni og gaf því ekki neitt. Algjör slóði. Litla stelpan mín á Indlandi lenti ekki í flóðbylgjunni, henni líður vel á heimili Litlu ljósanna, sínu heimili. Á vissan hátt er ég því að styrkja þetta hamfarasvæði, ég er kannski ekki alger slóði!!!

Úti er stormur.

Ég flakkaði um allt á Amazon.com fyrr í kvöld. Mest selda bókin á Amazon er Harry Potter, já Harry Potter sem kemur út eftir nokkra mánuði....special price for you my friend. Ég ætla nú bara að bíða eftir að hún komi á bókasafnið. Lána Guggu hana kannski í nokkrar klukkkustundir svo hún geti lesið hana á mettíma eins og bók númer 5. Ef ég væri ríkur myndi ég fara í nám í USA. Námsefni og námsefnisgerð er á miklu, miklu, miklu hærra plani en ég hjá okkur, ég fékk reyndar alveg 100 hugmyndir við að skyggnast inn í bækurnar á Amazon. Mun eyða nokkrum klukkustundum í framleiðslu þeirra næstu vikurnar.

Úti er nótt.

Góður dagur, svefn, hvíld, át og rólegheit.
Gaman væri ef hægt væri að lengja helgina um nokkra daga.

Friday, January 14, 2005

10.000

Okei númer 10.000 kýs að vera ókunnugur - skiptir svo sem ekki máli - þá vinn ég bara verðlaunin sjálf.

Mig langaði til að veita ykkur sérstakan heiður með því að tilkynna ykkur á undan hinum...(fjölmiðlum) að lágfargjaldaflugleitarvélin og ferðaplannerinn fyrir Evrópu, er kominn í loftið:
www.dohop.com
Vona að dohop eigi eftir að koma sér vel fyrir ykkur ferðalangana.

Thursday, January 13, 2005

Miðillinn!

...og teljarinn stendur í 9.974! Nú fer það alveg, alveg að smella.

Ég fór til miðils í kvöld!
Hef ekki farið áður til svona "ókunnugs" miðils en hef nokkrum sinnum setið við eldhúsborð hjá "miðils" konum og hlustað á. Í stuttu máli sagt fannst mér eins og þessi elskulega kona hafi lyft af mér eins og 200 kílóum - hún þuldi upp allt sem búið er að ganga á hjá síðustu mánuði, næstum í smáatriðum, það var eins og hún væri inni í höfðinu á mér! Alveg ótrúlega þægilegt að losa sig þetta allt saman án þess að þurfa að segja það sjálf!! Alveg magnað.

Svo náttúrulega byggði hún alls konar skýjaborgir um framtíðina hvort heldur í karlamálum, húsnæðismálum, vinnumálum, námsmálum og barnamálum. Ég kýs að setja stórt spurningarmerki við það, framvegis ætla ég ekki að stökkva á neitt án þess að vera alveg viss um að eitthvað vit sé í því. Samt ekkert leiðinlegt að búa sér til smá dagdrauma út frá því. Miðilinn endaði svo á því að segja...það er ekkert að hjá þér...!
Ekki að ÉG hafi neitt verið í vafa um það, en samt gaman að heyra það svona frá ókunnugum.

Eins og miðillinn sagði - þá er betra að vera hreinskilin og trúr sinni sannfæringu heldur en að lifa í blekkingu við sjálfan sig. Það eru allt of margir sem lifa lífi sínu þannig. Ég hef ekkert reynt að fela það að síðasti mánuður hefur verið mjög erfiður, ég er heldur ekkert að fela hvers vegna hann er búin að vera erfiður, ég ætla heldur ekkert að fela það þegar sálartetrið fer að skríða saman aftur. Kvöldið í kvöld smellti mér alveg ótrúlega langt spor áfram, ef ekki bara nokkur löng spor áfram. Hún sagði: síðustu ár hefur þú verið að skríða yfir mjög hrjóstrugt landsvæði, en núna sér fyrir endan á því :)

Alla vega mæli ég alveg hiklaust með þessari konu, ætla kannski ekki að smella nafninu hennar hérna á síðuna hjá mér, en ef þið viljið vita meira skuluð þið hafa samband...!

Í kvöld er brjálað veður í Keflavík, það fýkur og rignir hundum og köttum, inni í tölvuherberginu var 15.4 gráðu hiti, ég kveikti á fína rafmagnsofninum, núna er hitinn 19.8 - alveg tær snilld að eiga svona færanlegan ofn :)

Sæl að sinni og kíkjið á teljarann!

Það líður að því...!

Nú stendur teljarinn í 9.917!!
Hver verður sá heppni?

Wednesday, January 12, 2005

Kertin!!

Ekki þau sem brennd eru heldur þau sem gera það að verkum að bíllinn fer í gang. Það kemur að því þegar maður liggur og telur kindur allar nætur að vekjaraklukkan hringir fyrir daufum eyrum. Það gerðist sem sagt í morgun, ég var ábyggilega búin að telja allar kindur í Biskupstungum fyrir riðuniðurskurð þegar ég sofnaði í nótt, einhvern tíma rúmlega þrjú. Ég get næstum svarið fyrir það að klukkan mín hringdi ekki í morgun, var vakin af ritaranum klukkan 8:20 og var ekki alveg að átta mig á hvað hún meinti eiginlega. Það getur svo sem komið fyrir alla að sofa yfir sig en að sofa yfir sig þegar foreldrar barnanna eru komnir á kynningu í skólanum...dammit (og ég blóta aldrei). Í fyrsta sinn á næstum tveimur árum sem ég hef sofið mig - ég er snillingur!!!

Það var því enginn tími fyrir sturtu, bara í föt, greiða, bursta, skór og út!! og þá víkur sögunni að kertunum. Þegar ég kom hlaupandi út í bíl orðin 20 mínútum of sein þá vildi bíllinn ekki í gang, sama hversu heitt ég bað hann, sagði meira að segja please og allt. Á einhvern undarlegan hátt náði ég að láta hann renna í gang aftur á bak úr innkeyrslunni, ég gat því bakkað honum smáspotta, þá stóð hann bara þversum á götunni og vildi ekki fara í gang þar. Á svona stundum kallar maður ósjálfrátt á pabba sinn, hann getur alltaf lagað svona bílavesen. En þar sem hann var 100 kílómetra í burtu var ekkert annað að gera en að reyna sjálf. Með því að standa bensíngjöfina í botni náði ég hjakkast á bílnum upp í skóla, ég þurfti meira að segja að standa gjöfina í botni þegar ég var stopp á rauðu ljósi...þá að sjálfsögðu ekki í gír, drap mörgun sinnum á bílnum en komst þó sem betur fer á leiðarenda og engin stór skaði var skeður. Bíllinn fór svo á verkstæði til Stebba frænda eftir hádegið þar sem kom í ljós að kertin voru ónýt, hefðu meira að segja átt að vera löngu búin að segja nei takk. En elsku bíllinn minn rauði,hann gekk þetta aukaskref fyrir mig :) Fyrir effortið fékk hann líka nýja olíu og malar nú eins og köttur. Held að þetta sé búið að vera að angra hann síðan eftir misnotkunina á Dettifossveginum í sumar.

Þá víkur sögunni að öðru, ég fór á fyrstu kóræfinguna í kvöld. Var hellings spennt að fara og sjá. En....þvílík vonbrigði, svo ég taki létt til orða. Ég ætla nú samt að fara á aðra æfingu í næstu viku, bara til að vera viss um að taka rétta ákvörðun, fyrstu viðbrögð eru þó oftast hin réttu. Ef þið vitið um einhvern annan kór þá bendið mér endilega á hann - eina skilyrðið er að hann sé blandaður (þ.e. bæði kk og kvk) og að meðalaldur kórfélaga sé um 35 ár! Ætti ekki að vera flókið.

Bara ef þið eruð að spá þá er allt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu alveg ÓGEÐSLEGA dýrt - ég skil ekki hvernig nokkur maður lætur bjóða sér svona vitleysisgang - 60 fermetrar á 12 miljónir...hver kenndi þessu fólki eiginlega stærðfræði? Ég held að þá sé nú bara betra að leigja og eiga sér eitthvað smá líf.

Svo er nú það...ætla að fara beint í rúmið, skella í mig svona "go to sleep" rotara og vona að kindurnar í Bisk verði ótaldar eftir þessa nótt. Þær eru orðnar hundleiðar á þessum endalausa talnaflaumi!

Tuesday, January 11, 2005

Keflavíkurnætur.

23:00 Karlinn á efri hæðinni fer að ryksuga.
23:30 "Geimþvottavélin" er að vinda.
0:30 Janus slekkur ljósin.
1:30 Janus fer að pissa.
2:00 Janus sparkar kisu óvart út úr rúminu.
2:47 Flugvél fer á loft.
3:30 Önnur flugvél fer á loft.
4:15 Snjóruðningstækin byrja að ryðja götur bæjarins.
5:27 Fréttablaðið kemur inn um lúguna.
6:00 Janus nennir þessu ekki lengur, fer fram og les fréttblaðið.
6:25 Janus kveikir á vídeomynd og steinsofnar.
7:10 Vekjaraklukkan hringir - nóttin búin og vinnan bíður.
8:10 Full kennslustofa, dagurinn framundan.

Það er hræðilegt að vera svefngengill!!

Sunday, January 09, 2005

Dauðlegir hlutir!!

Ein færsla á dag - þvílíkt leiðindi. Fór í langan, langan göngutúr áðan - labbaði eiginlega hringinn í kringum Keflavík og mætti fullt af fólki. Fólkið var annað hvort par sem leiddist og brosti eða var með hund! Ég þarf að fá mér hund svo ég passi í sunnudagsgöngurnar, skildi ekki vera hægt að leigja hunda fyrir gönguferðir svo maður líti ekki svona sorglega út.

Rafmagnstæki...var að leita að einhverju til að borða þegar ég kom heim og gramsaði því í skápunum í eldhúsinu mínu. Við þessa "grömsun" sá ég að ég á alveg ótrúlega mikið af rafmagnstækjum, bæði eldhústækjum og aðra rafmagnsgleypa. Upptalning á þeim í engri sérstakri röð - ísskápur, örbylgjuofn, kaffikanna, vöfflujárn, hitakanna, samlokugrill, brauðrist, handþeytari, blandari, straujárn, ryksuga, fótanuddtæki, sjónvarp (erfði annað stórt og nýtt fyrir jólin svo ég á tvö sjónvörp), vídeo, DVD-spilari, græjur, hárblásari, sléttujárn, rafmagnshitapoki, tölva, prentari, ferðatæki með CD, lítill rafmagnsofn, þvottavél, þurrkari, 7 lampar og tvær seríur. Daglega nota ég ísskápinn, tölvuna, sjónvarpið, útvarpið og eitthvað af lömpunum og (á þessum tíma) rafmagnsofninn sem berst við að kynda íbúðina. Þvottavélin, þurrkarinn, ryksugan, hárblásarinn og sléttijárnið er notað að meðaltali einu sinni í viku. Hin öll tækin eru sjaldan notuð og sum þeirra hafa aldrei verið tekin úr kassanum. Samt langar mig í fleiri tæki t.d. uppþvottavél og svona George Foremann grill - hefði líka ekkert á móti því að fá svona kjarnorkusturtuklefa eins og Siggi bróðir og Anna voru að kaupa sér. Smelli honum bara í stofuna við hliðina á uppþvottavélinni. Myndi þetta ekki vera veraldarhyggja á háu stigi - líður manni vel þegar maður á öll þessi tæki?

Helgin sem betur fer að verða búin, ætla að eyða restinni af deginum í að þrífa kisusporin af húsgögnum - það getur kannski verið að kisa sé kettlingafull, hún var tekin svo hrottalega í rassinn á Selfossi um jólin - er búin að dæla í hana pillum síðan en hún er samt að kanna hina allra ólíklegustu staði, gott að það er hurð fyrir örbylgjuofninum :) Það er svo kalt í þessari blessuðu íbúð í dag, 17,8 gráður segir mælirinn hérna hjá tölvunni, ég er í ullarsokkum, þykkri peysu og vafinn í teppi og er að skjálfa í sundur - ég ætla því bara að fara með rafmagnsofinn minn í herbergi, kveikja á honum, leggjast undir nýju sængina og lesa :) það gengur ekkert með þessa Tilfinningagreind var búin að gleyma hvað hún er löng og oft á tíðum sundurlaus.

Mikið að gerast í komandi viku - er að byrja í enn meiri og heilbrigðari niðurskurði í heilsuræktinni, byrja í blaki, fer á fyrstu kóræfinguna, fer til miðils og fæ alla foreldra á fund í skólanum svo fátt eitt sé nefnt. Ekki nema von að ég sé með magapínu :/

Saturday, January 08, 2005

Það er svo spes..!

..að fylgjast með fólki þegar útsölurnar skella á. Það kemur svona undarlegt yfirbragð á það það verður flóttalegt og augnaráðið verður leitandi. Stundum leyfir maður sér líka að detta í gír. Undanfarnar vikur hafa borið með sér eitt gott: fötin mín hafa stækkað! Þarf að finna einhverja svona minnkunar stillingu á þvottavélinni, skella bara öllu draslinu á suðu!! Afleiðingin er sú að Janus hefur fallið um enn eina fatastærðina á þessu ári....jei. Keypti mér buxur og kápu í dag, svona síða flotta, svarta kápu, verð hálffrúarleg í henni...en hún er flott og hlý.

Fór svo í matarboð hjá Sillu og Daða í kvöld. Þau eru búin að kaupa sér flotta íbúð í miðbænum og með barn í bumbunni. Gaman að koma til þeirra því það er ansi langt síðan ég sá þau síðast.

Er eitthvað hálfandlaus í kvöld, illa sofin og pirruð. Losaði mig leifarnar af Sigga í dag, er búin að hafa þær lengi í bílnum hjá mér og bíða eftir rétta tækifærinu til að skila þeim, tímdi ekki að senda þær í pósti og treysti mér ekki til að mæta honum eða hans án þess að eyðileggja það sem ég er búin að byggja upp hjá sjálfri mér. Ég hengdi dótið því bara á bílinn hans...gott að vera laus við þetta. Nú þarf bara að klára að tappa honum úr huganum og leyfa mér að treysta einhverjum öðrum.

Þegar ég var að keyra heim áðan var upptalning á fimm bestu gömlu danslögunum í útvarpinu. Ég fór náttúrulega að setja saman minn lista í huganum sem yrði einhvern vegin á þennan hátt:
5. Diva - kynskiptingurinn í jórúvisíon - alveg frábært lag.
4. Waterloo - ABBA smellur - var það ekki í júróvisíon?
3. Sísí - eitt það fáa góða við Stuðmenn - maður verður bara að hoppa og öskra við það.
2. It´s raining men - veit ekki hver syngur það en fæ alltaf fiðring í aðra tánna við að heyra það.

..og "stuðaðasta" lagið mitt er:
1. Ruslana - Wild dances -jóróvisíon flipp - maður getur bara ekki annað misst sig - veit það er ekkert gamalt en fann bara ekkert annað sem sló því við. Manni langar bara til að brjóta og slást þegar maður heyrir það. Fyndið að þrjú lög af fimm skulu vera úr Júróvisíon!!!

...og svo á sama hátt er listinn með þeim lögum sem kalla tár fram í augun:
5. Halelúja - man ekki hver syngur, einhver útlenskur strákur sem gaf út einn disk og hvarf svo af þessari jörð. Held að Páll Rósinkrans hafi misþyrmt laginu á síðasta disknum sínum. Strákur úr FSu söng það í söngvakeppni framhaldsskólanna nýlega og gerði það frábærlega - lagið veldur gæsahúð og textinn er frábær.
4. Streets of London - ég er búin að kunna textann lengi en er nýbúin að læra lagið - lag um eymd nokkurra gleymdra persóna sem búa á götunni í London - mjög flott lag sem ég get spilað á gítarinn minn.
3. Ég leitaði blárra blóma - lag sem ég heyrði fyrst í sumar, Hörður Torfa syngur það en textinn er eftir íslenskt skáld. Alveg ótrúlega fallegur texti hlaðinn tilfinningum og myndmáli - að auki er lagið og undirspilið sérstakt - kallar fram tilfinningar af mörgum ástæðum.
2. Seasons in the sun - Terry Jacks - Vá! ekki spyrja hvers vegna ég man nafnið á honum - alveg ferlega sorglegt eldgamalt lag um strák sem er kveðja sína nánustu áður en hann deyr. Einhver hefur nú misnotað þetta lag nýlega en ég kem ekki fyrir mig hver það var.

Og sorglegasta lagið mitt er:
1. Á kránni - (Ó pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim) Man alltaf eftir þegar ég heyrði það fyrst, þá söng Gugga K það í tjaldi úti í garði heima hjá sér, mér fannst það svo hræðilega sorglegt að ég hljóp grátandi heim, var ábyggilega svona 10 ára eða þar um bil. Sorglegasta vögguvísa sem samin hefur verið. Ég veit ég hef svolítið sérstakan tónlistarsmekk - sum lög límast bara í hugann á mér.

...og endum þetta á léttari nótunum: Jákvæðar hugsanir gleðja mig, eins og til dæmis þessi: Ímyndið ykkur hvað það væri dásamlegt ef allir í heiminum gætu verið hamingjusamir!!!

Friday, January 07, 2005

Dætur Kína

Já, ég er búin að lesa eina bók, kannski þetta verði árið sem ég stend við áramótaheitið. Dætur Kína er mjög sérstök bók sem vekur heldur betur til umhugsunar. Ég hafði kannski alveg gert mér grein fyrir því að konur í Kína væru ekki álitnar eins mikilvægar og karlar. Sú trú er búin að vera til staðar hjá mér síðan ég sá þáttinn um allar munaðarlausu stelpurnar á hælunum í Kína. Þessi bók styrkir aðeins þá skoðun að konur í Kína þurfa að reyna meira en fólk (ekki bara konur) annars staðar í heiminum. Lýsingarnar í bókinni eru hræðilegar og vekja upp margar spuringar, svona svipuð tilfinning og þegar ég las bókina um Eyðimerkurblómið. Spurningin hvers vegna? Hvers vegna gera karlar í þessum löndum svona og hvers vegna rísa konurnar ekki upp á móti svona meðferð. Skildi einhvers staðar vera til menningarheimur þar sem karlmenn eru misnotaðir á þennan hátt? Svar óskast? Anyways - ég er alla vega ánægð að hafa fæðst á Íslandinu.

Ég las reyndar þrjár aðrar bækur í vikunni, barnabækur. En þær voru svo fljótlesnar. Þetta voru bækurnar um Fróða og alla hina gríslingana, Fúsa froskagleypi og Ottó nashyrning. Ætla að lesa þær í nestistímum á þessari önn og þurfti aðeins að rifja upp innihald þeirra. Fúsi froskagleypir er náttúrulega alveg mögnuð saga, ég man þegar ég las hana sem krakki þá fannst mér Fúsi svo hræðilegur. Nú sé ég samt að Fúsi greyið var bara lagður í einelti. Greyið Fúsi, litlu krakkarnir fóru ekkert smá illa með hann, hann var flengdur aftur og aftur fyrir prakkarastrik litlu krakkana og var meira að segja skotið úr fallbyssu :) Ég er að lesa hana fyrir krakkana mína núna og sé það alveg að þau sjá Fúsa ekki sem neitt fórnarlamb (uppifa hann eins ég gerði þegar ég var krakki), þau kippast öll til þegar Fúsa ber á góma í sögunni.

Ég var að búa til gogg með krökkunum í vinnunni í dag, minnir að við höfum nú kallað þetta spá í gamla daga. Alla vega þau skrifaðu þau sjálf orðin inn í spánna og þurftu svo náttúrulega öll að fá að spá fyrir kennaranum og kennarinn þurfti að spá fyrir þeim. Þetta voru kennslustundir mikilla hláturskviða og brosa. Það var nefnilega alla ótrúlega fyndið þegar kennarinn sagði að ég væri sápukúla eða banani. Svo ég tali nú ekki um hversu fyndið það var þegar kennarinn var bílstjóri eða poppstjarna. Þetta var mjög skemmtilegt.

Ég ætla að vera í Keflavík um helgina, það þýðir víst ekki að flýja alltaf á Selfoss þegar helgin kemur, þá verð ég að flýja þangað í allan vetur. Markmið helgarinnar er að lesa aftur bókina um Tilfinningagreind, langt síðan ég hef lesið hana og þarf að rifja aðeins upp það sem í henni stendur. Eftir helgi verð ég því vonandi alveg ógurlega greind á tilfinningar :) Ég tók svo líka yfirferðarbunkann með mér heim, það á nú eftir að taka nokkuð marga tíma að komast í gegnum hann allan. En....góðar hugmyndir vel þegnar væri alveg til að hendast í góða gönguferð í blíðunni sem á að vera um helgina :)

Thursday, January 06, 2005

Sængin!

Ekki var það gamla sængin sem hélt fyrir mér vöku heilu og hálfu næturnar, og ekki var það koddinn. Ákvað í dag þegar nemandi minn spurði mig "af hverju ertu með svona rautt í augunum" að nú þyrfti eitthvað rótækara til. Samkennari minn benti mér á einhverjar náttúrulegar "go to sleep" töflur sem ég ætla að fjárfesta í hið snarasta. Nema kannski ég fari bara að skella í mig einhverju áfengu á kvöldin svo ég rotist bara þegar ég leggst á nýja koddann.....eða ekki!

Fékk símtal áðan þar sem talað var um nýju Reiðhöllina á Selfossi. Ég kom náttúrulega alveg úr Bláfjöllum og sagði: var verið að byggja reiðhöll á Selfossi! (þá hefur Soffía heldur betur klikkað á hestaupplýsingunum). En nei, símtalið snérist ekki um reiðhöll fyrir hesta, heldur um nýju heimavistina fyrir Fjölbrautaskólann. Bara fyndið.

Minnir mig á árin mín sem þrifnaðar-tappi á Hótel Selfoss. Þá var alltaf fyrsta verk á vorin að þrífa herbergin í heimavistinni í Þóristúninu svo hægt væri að leigja þau út handa túristum yfir sumartímann. Nú, ég fór þangað til að þrífa eitt herbergi í útihúsunum, var búin að skúra og skrúbba það hátt og lágt og átti ekkert eftir nema að búa um rúmin. Ég tók því teygjulak og lyfti dýnunni upp svo ég gæti smeygt lakinu um hana. Það sem fyrir augu bar líður mér seint úr minni. Undir dýnunni var afrek leiganda herbergisins þann veturinn í formi notaðra smokka.....ojjjjj. Sú var aldeilis búin að hlaða undir dýnuna.

Ég hef alltaf átt erfitt með að horfa í augu dömunnar sem herbergið átti eftir þetta....fun, fun, fun.

Wednesday, January 05, 2005

What the...!

Ég fór á einkabankann áðan til að borga reikninga mína og þá kemur þetta upp:
"Þú hefur verið sendur á þessa vefsíðu vegna þess að vafrinn í tölvu þinni er gamall og styður ekki 128 bita dulkóðun".
Finnst þetta bera nott um fáránleika bankanna, af hverju allt í einu núna eftir margra ára notkun af einkabankanum er tölvan mín ekki nógu fín til að bankinn geti hirt af mér peninga í gegnum hana. Það er ekki eins og eitthvað sé að tölvunni minni og hefur hún þurft að reyna ýmislegt. Að búa í raka og kulda á Barónstígnum, búa í snjósleðakerru í nokkrar vikur, að hossast upp í sveit og búa í kulda og kulda. Að hossast til Keflavíkur og enn á ný lenda í kaldasta herberginu í íbúðinni. Samt hefur hún aldrei klikkað, aldrei fengið vírus í sig og móttekið flest það sem pirraður eigandi hefur pikkað í hana. Nú svo er það einhver banki sem segir tölvugreyinu að hún sé úrelt - kannski bankinn sé að fara að selja tölvur á einhverju tilboðsverði og sé að plægja akurinn fyrir verðandi kaupendur.

Ég mun alla vega hringa í bankann á morgun og lýsa vanþóknun á meðferð tölvunnar og heimta skaðabætur - ef ekki þá mun ég mótmæla með því að borga ekki reikningana mína!!! Gott plan, já alveg glimrandi.

Ég datt beint á nefið í áramótaheitið mitt og les nú eins og maniac um dætur Kína - úfff svolítið tilfinninga-leik-lestur í þeirri bók. Ég er ánægð af hafa ekki fæðst í Kína.

....Þannig fór um sjóferð þá!

Tuesday, January 04, 2005

The big words!

....Þá er loksins komið að því að standa við stóru orðin. Annáll ársins tók miklum stakkaskiptum nú fyrr í kvöld. Ég prentaði hann út og stakk honum niður í skúffu – nú rífst skúffan, tautar og skammast yfir þeim óleik sem hún þarf að bera. Þó hver skítlegi atburðurinn hafi elt annan ætla ég ekki að muna árið 2004 þannig. Í staðinn kemur hér bara upptalning á því mikilvægasta frá árinu 2004, það sem ég ætla að muna – sumt jákvætt og sumt neikvætt í engri sérstakri röð.

*Siggi bróðir og Anna konan hans fluttu inn í húsið sitt á Selfossi í lok ágúst. Litla barnið er flutt að heiman. Maður er nú bara montin með strákinn.

*Gugga útskrifaðist úr HR og það sem meira er hún er ekkert hætt að læra, margar áhyggjur horfnar með þessu. Maður er nú bara montin með stelpuna.

*Lítill sólargeisli sem lengi var búið að bíða eftir kom í heiminn. Henni var gefið nafnið Ásta Fanney og óhætt að segja að í henni finnist mesti gleðigjafi þessa árs.

*Hljóp aftur í Reykjavíkurmaraþoni, nokkuð mörg ár síðan líkaminn bauð upp á slík skrípalæti án þess að krefjast rúmlegu á eftir. Þó aðeins sjö kílómetrar hafi verið lagðir að baki var tilfinningin að hlaupa frábær og maður leyfir sér að skipuleggja fleiri hlaup í framtíðinni.

*Í sama dúr þá var hlaupið upp nokkur fjöll, Esjan og Ingólfsfjall nokkrum sinnum, Rauðkollur á Kili og Keilir. Það hefði ekki verið möguleiki fyrir síðasta sumar.

*Ekki er hægt að líta yfir árið án þess að minnast verkfalls. Vonandi það fyrsta og síðasta. Ég kvartaði þó ekki mikið, soldið töff að fá að sofa svona extra mikið. Það er aftur buddan sem varð fyrir barðinu á verkfallinu, því reikningarnir koma þó ekki komi launin. Verkfall skilur líka því miður eftir sig efasemdir um hvort rétt ævistarf hafi verið valið? Vonum bara að samið verði áður en til verkfalls kemur eftir fjögur ár svo ég þurfi ekki aftur í háskólann.

*Besta helgin: Verslunarmannahelgin á Akureyri, fyrir utan þursabitið hennar Guggu, það var ekki skemmtilegt.

*Versta helgin: Fyrsta helgin í desember og dagarnir þar í kring, með brotið hjarta, heyrnarlaus vegna bullandi sýkingar í eyrunum, verkjalyf í massavís og miður skemmtileg skilaboð sem dældust inn á tölvupósti. Þessa daga hefði ég viljað leggjast í hýði eins og birnir gera og vakna aftur í vor. Vona að ég þurfi aldrei aftur að eiga við svona daga og persónur.

*Besti dagurinn: Í Ásbyrgi í ágúst, eftir fjórtán ár komst Janus loksins aftur í Ásbyrgi. Frábært veður, gönguferðir, kelerí og hamingja. Það skemmir náttúrulega minninguna að þetta skuli hafa verið hluti af leikritinu hans Sigga...en þrátt fyrir það var dagurinn samt frábær.

*Versti dagurinn: Tveir dagar standa upp úr, annar í byrjun janúar og hinn var 1. des. Mun aldrei, aldrei gleyma þessum dögum.

*Árið færði mér fullt af nýjum og skemmtilegum vinum sem gaman verður að fíflast með í framtíðinni. Eins og gengur hverfa líka vinir, í sumum er eftirsjá og í öðrum er léttir. Ég las það einhvers staðar að hjartað væri alltof mikilvægur staður til að geyma eitthvað slæmt nálægt því er gott að hreinsa reglulega til. Góðir vinir eru svo aftur það besta sem maður á, þeir eiga því ætíð stórt pláss í mínu hjarta.

*Vinnan gekk vel, minns stendur sig vel í því sem minns tekur sér fyrir hendur.

*Nokkur kílógrömm fuku – þeirra saknar enginn.

*Já svona nokkurn veginn það besta og sárasta – hef lagt inn pöntun á betra ári – nenni ekki að eyða kröftum í annað en það sem skilar góðu. Anyways....ný könnun, please vote.

Monday, January 03, 2005

Comment-kerfið!

Með nýja blogginu fylgir nýtt comment-kerfi svolítið flóknara en það sem áður var en samt ekkert svo flókið. Til þess að geta commentað þarf sem sagt að skrá sig inn, til þess að hægt sé að skrá sig inn verður þú að eiga blogg á blogspot. Þar skrifar þú sem sagt lykilorðið þitt og leyniorð, eins og þú sért að skrá þig inn á þitt blogg og þá getur þú commentað eins og ekkert sé. Þetta nýja kerfi hefur bæði sýna kosti og galla.

Gallarnir eru þeir að þeir sem ekki eiga blogg á blogspot geta ekki commentað. Hægt er að leysa það vandamál á mjög einfaldan hátt eins og Nornin gerði hún bjó sér bara til blogg á blogspot, veit ekki hvort hún mun nota það enda skiptir það kannski ekki öllu máli :) Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Kostirnir eru svo stærri og frábærari. Vegna þess að viðkomandi verður að skrá sig inn er ekki hægt að skrá neinar athugasemdir nema undir nafni, þegar viðkomandi commentar vísar hann inn á sitt blogg í leiðinni. Að mínu áliti mjög, mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að fólk geti skrifað eitthvað undir dulnefni. Fólk leyfir sér nefnilega ýmislegt þegar það getur gert það undir dulnefni.

Annars gott - ég er komin aftur í Keflavíkina í faðm þessarar flennistóru fjölskyldu :) eða þannig. Ég ákvað að reyna að lappa upp á svefninn hjá mér og fór og keypti mér nýja sæng og tvo nýja kodda í dag og sængurföt og lak. Er orðin hundleið á því að vakna eins og grýlukerti. Ég las líka einhvers staðar að ef rúmið er ekki heillandi sefur maður illa - núna er rúmið mitt alveg einstaklega heillandi.

Ég bætti svo úr svekkelsinu yfir of stóru fötunum mínum og fór og keypti mér ný föt sem passa í Smáralindu í dag. Þræddi svo nokkrar skóbúðir og fann ekki eitt einasta par sem mig langaði í, það eru bara ljótir skór í búðunum núna. Heyrði reyndar mjög fyndið símtal hjá dömu sem var að tala við þjónustufulltrúann sinn í bankanum í símanum inni í einni skóbúðinni. Símtalið var á þessa leið - "þú bara verður að hækka yfirdráttinn hjá mér því ég verð að kaupa þessa skó". Okei það er þriðji janúar og þú hefur ekki efni á fimm þúsund króna skóm - væri ekki ráð að spara!!! það var heldur ekki eins og daman hefði alveg getað gengið á skónum sem hún var í nokkrar vikur ef ekki mánuði í viðbót. Ef ég þyrfti að láta hækka yfirdráttinn hjá mér væri það pottþétt til að geta keypt eitthvað merkilegra en skópar!! En þörfin var svo mikil að bankakonan hækkaði yfirdráttinn og stelpan gekk út með nýju skóna sína :) Er þetta kannski svona? Mynduð þið láta hækka yfirdráttinn ykkar rétt eftir mánaðarmót til að geta keypt skó?

Anyways er að ganga frá jólagjöfunum og þvo þvott og kveð því að sinni....þetta fer alveg að koma :)

Sunday, January 02, 2005

Og svo kemur nýja árið

Til hamingju með nýja árið og allt þannig. Enn er unnið að kryddsíldinni. Var reyndar tilbúin með þessa þvílíku ritgerð því svo ótrúlega margt undarlegt hefur gerst á þessu ári. Ég ákvað svo að engin myndi nenna að lesa hana alla. Ég er því í niðurskurði og er að hreinsa út það sem minna máli skiptir. Að lokum mun þetta bara verða fáeinar línur :)

Gamlárskvöld var eins og oft áður misheppnað. Ég er sammála Soffíu með að gamlárskvöld sé ofmetnasta djammkvöld ársins. Ég mun framvegis eyða gamlárskvöldi heima, með rauðvín og spil og hana nú. Nýárskvöld er aftur allt annar handleggur og ekkert betra en að eyða því kvöldi í dansleiki. Við fórum nokkrar túttur, frekar óvænt í höfuðborgina og máluðum bæinn rauðan, eða eins og stjörnuspá fiskanna sagði: roðflettum okkur og stráðum gulli og silfri. Við byrjuðum kvöldið á Nasa og dönsuðum rassinn úr buxunum, fórum því næst á Ölstofuna (sem N.B. er ekki skemmtilegur staður), svo ætluðum við á 22 og svo á læstist ég úti af Hverfisbarnum meðan túttugengið reið rækjum þar inni, ég gekk því bara um og náði mér í smá yl á nokkrum stöðum. Við gengum svo saman í pylsupartý og fórum heim. Ég svaf undir silkirúmfötum í mjúku rúmi heima hjá Eddu. Summary: frábært og fjölbreytt kvöld en mikið helvíti var ógeðslega kalt úti.....
(og ég sem blóta aldrei).

Í dag var svo hið eina sanna jóla/spila/samverustund Rauðholtsættleggsins. Mikið er maður nú heppinn að eiga svona frábæra fjölskyldu - allt fólk með báðar fætur á jörðinni, ánægt með lífið og tilveruna og umfram annað alveg ótrúlega skemmtilegt. Heilsan og útlitið var að mínu áliti bara ágætt, að minnsta kosti þangað til þessi snilldarsetning var látin falla....Hann er álíka þunnur og þetta hræ við hliðina á þér (ég=hræið), hvernig svarar maður svona frösum? Gaman að því!

Ég lenti á undarlegu spjalli við skrýtin gauk í röndóttum bol sem var að skrifa lokaritgerð um karla sem fara til vændiskvenna!!! Áhugaverð heilabrot finnst ykkur ekki, Reykjavík klikkar samt ekki því mörgum virðist nægja að fara á djammið og ná sér í þessa hluti frítt. Hver skyldi vera munurinn á þeim körlum sem fara til vændiskvenna og þeirra sem hössla fyrir eina nótt á djamminu?

Allt tekur svo enda um síðir, og núna er það jólafríið sem tekur enda, heima býður Keflavík með sínum (k)ostum og (g)öllum. Börnin bíða, kennarar skríða og karlar skíða. Ég taldi áðan og núna á ég bara eftir að kenna 163 daga í Keflavík sem eru sirka 3924 klukkustundir. Og þið sem blótið frostinu, þetta er jákvætt frost því það drepur sitkalúsina :)

Later-geiter.