Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, May 30, 2007

Vor í ráternum!

Það er ekki nóg með það að sólin og blíðan hreinlega píni mig til að vera úti langt fram á kvöld heldur er netið líka bilað hjá mér. Það kom viðgerðamaður í gær sem ég batt miklar vonir við en allt kom fyrir ekki því vandamálið er stærra og því bara ljómandi að vera netlaus þangað til í haust :)

Góðar stundir og léttar lundir!

Wednesday, May 23, 2007

Út að borða

Ég er búin að vera skráð á nuid.is í nokkuð langan tíma núna og unnið fullt af vinningum. Ég hef aldrei notað neinn af þessum vinningum en núna eru tveir svolítið veglegir á flotta veitingastaði, báðir vinningarnir eru 2 fyrir 1. Svo ég spyr bara, langar einhvern á Hereford eða Carpe diem??

Fyrstur kemur, fyrstur étur!

Sunday, May 20, 2007

Skókaup

Sælir félagar!
Fyrir nokkrum mánuðum síðan keypti ég mér nýja gönguskó og urðu fyrir valinu margumtalaðir og dáðir skór sem bera nafnið scarpa, held þeir séu ítalskir án þess að það sé eitthvað aðalatriði. Síðan þessi fjárfesting var gerð hef ég gert margar heiðarlegar tilraunir til þess að venja minn dýrmæta prinsessufót við skóinn. Þær tilraunir hafa allar endað með ósköpum svo vægt sé til orða tekið. Síðasta ganga skyldi hælinn eftir í henglum, blöðrur og blóð. Hvað á maður að gera í svona aðstæðum?

Eftir miklar vangaveltur og fjárstuðning úr óvæntri átt fór ég í dag og keypti mér nýja gönguskó. Fjárfesting sem ég mun ekki sjá eftir. Ég keypti mér nýja tegund af skóm í dag, skó sem heita Meindl Island og það er eins og ég sé komin heim þegar ég sting fótunum í þá. Á þriðjudaginn mun ég prófa skóna í göngu vikunnur og veit að núna verður þetta allt gott. Hornstrandir here I come :)

Auglýsing: Til sölu nánast nýjir Scarpa gönguskór númer 39 og 1/2. Kosta nýjir 25.000. Tilboð óskast :)

Skólalok og skóli

Hvað tíminn er fljótur að líða! Það er komin 20. maí og mér finnst eins og ég eigi aldrei eftir að geta klárað allt það sem ég þarf að gera fyrir skólaslit 6. júní og svo skólalok 8. júní. Svo stekk ég út í eyju strax 9. júní, 9.júní er því svo nærri, loksins eins og ég er búin að bíða eftir að komast aftur út í eyju.

Ég er svo búin að taka ákvörðun um að fara í nám næsta vetur, tveggja ára framhaldsnám við háskóla í Englandi. Það á reyndar eftir að ákveða þetta nákvæmlega en stærsta ákvörðunum hefur verið tekin, Janus ætlar að verða blindrakennari. Spennandi finnst ykkur ekki?

Leyfi ykkur að fylgjast með.

Tuesday, May 15, 2007

Grímannsfell

Ég fór í skólaferðalag í dag með 70 börnum og kennurum. Við fórum í fjöruna á Eyri sem ég verð að segja að sé skemmtilegasta fjara sem ég hef komið í. Þar fundu krakkarnir endalaust af kröbbum, skeljum, kuðungum og hörpudiskum og svo fundust meira að segja krossfiskar í heilu lagi. Geggjuð stund þarna í fjörunni.

Svo fórum við í sveitaheimsókn í Miðdal og svo heim.

Ég og Soffía fórum svo í vikulegu fjallgönguna okkar, nú á fjallið Grímannsfell í Mosfellsdalnum. Ágættis fjall, ég var ekki nógu vel klædd og sit ennþá núna klukkutíma eftir heimkomu með gæsahúð og skjálfta, er búin að fara í heita sturtu, blása vel hárið með blásaranum, fara í þykku náttfötin mín, lopasokka, undir teppi, kveikt á kertum og svo framvegis.....svei mér þá það væri ljúft að hafa einhvern til að kúra hjá í nótt, einhver sem býður sig fram til að halda á mér hita? ....brrrrr!!!!!!!!!!!

Sunday, May 13, 2007

Hið bláa

Í þessum kosningum gætu fólk haldið að ég væri forfallinn sjálfsstæðismaður sem lifi í bláum heimi, því íbúðin mín er eins og þið vitið frekar svona blá. Ég var líka í bláa bolnum mínum í gær, með bláan augnblýant, því hann passar náttúrulega við bláa bolinn. Já í þessum kosningum setti ég x við D og er því bara nokkuð sátt við útkomu kosninganna, vona að D-ið geti sannfært V-ið til að koma í partý til sín, því það má alveg breyta sumu, þó ekki öllu.

Það var fátt um fína drætti á þessu kvöldi sem hefði getað orðið mikið djammkvöld, ég eyddi því bara heima með pabba og vinum hans og þetta var bara þrælskemmtilegt :)

Það besta við kvöldið var samt það að ég fékk staðfestingu á eyjuferðinni minni í byrjun sumars. Vávávává hvað ég hlakka hrikalega mikið til.

Ég segi ykkur það...eftir þrjár vikur hverf ég af yfirborði Íslands.

Friday, May 11, 2007

Öll gullin hennar ömmu!!!

Litla krúttið.


Hér koma myndir af nýjasta gripnum!

11. maí

Unga daman kom í heiminn klukkan þrjú í nótt og ég er farin á fund.

Thursday, May 10, 2007

Ungi á leiðinni.

Vildi bara láta ykkur vita að það er ungi á leiðinni í heiminn, er að rembast við að brjótast út.

Já...litli bróðir minn er að verða pabbi :)

Tuesday, May 08, 2007

Óvæntur gestur í sófanum

Í gærkvöldi. Ég náði í tannburstann minn og byrjaði að bursta tennurnar. Í sjónvarpinu var Jay Leno. Ég geng inn í stofu og bursta að áfergju, geng að sófanum og fleygi mér í hann. Um leið og botninn lendir á sófanum finn ég að það er eitthvað í sófanum, eitthvað sem hreyfist og iðar undir botninum á mér. Ég hendist upp úr sófanum og kötturinn minn stekkur út á gólf. Þar stendur hún og horfir á mig með ljóta augnaráðinu sínu. Úr svip hennar mátti lesa frasan "hlussan þín þú hlunkaðist ofan á mig, ég sat þarna á undan þér".

Ég ætlaði náttúrulega að taka köttinn upp og klappa honum eftir þessa meðferð en hún fór bara undir rúm og svaf þar í nótt.....held hún hafi ekki hlotið mikinn skaða af þessu nema þá að vera nokkrum sentimetra grennri :)

Úbssss aumingja frú Sigríður.

Sunday, May 06, 2007

Helgin þessi...

Ég var búin að plana það að gera nákvæmlega ekki neitt um helgina, nema kannski að tölta í smá gönguferðir. En þannig fór það ekki alveg.

Eftir vinnu á föstudaginn hjólaði ég heim og lagðist upp í sófa og las eina bók um Ísfólkið, bók númer 25. Ég fór svo í gönguferð með Ingveldi og endurnýjaði krafta hugans. Við fórum svo út að borða um kvöldið, kíktum aðeins á barinn, ég keyrði svo heim og var komin í ból snemma.

Á laugardaginn vaknaði ég um klukkan tíu og las eina bók um Ísfólkið, númer 26. Ég þreif svo íbúðina mína og ryksugaði köttinn sem er hreinlega að drepa mig lifandi úr hárum þessa vordaga. Ég fór svo og keypti nýja gardýnu í svefnherbergið mitt, tölti upp á Esju með mömmu minni. Brunaði svo á Stokkseyri í afmælismat hjá Önnu mágkonu minni. Þar sem ég borða ekki humar sem þessi veitingasaður er frægur fyrir pantaði ég eina kjötmeti á matseðlinum. Ég fæ svo diskinn á borðið, geggjað girnilegt. Ég sker feitan fullkomin bita, tek kartöflu með og smá salat og lyfti honum í átt að munninum og.....við mér blasir þetta líka feita, ljóta ógirnilega hár, beint inn í steikinni minni.....OJ!! Mátti bíða eftir nýrri steik meðan hinir borðuðu.

Ég fór svo í pottinn með fullt af hvítvíni og vodka og vaknaði með þessa líku fínu helgarveiki í morgun.....búin að vera drusla í dag og jú auðvitað búin að lesa eina bók enn af Ísfólkinu , bók númer 27.....þegar upp var staðið var þetta mjög skemmtileg helgi. Ég hef því ákveðið að næstu helgi ætla ég heldur ekki að gera neitt.....ég hlakka bara til.

Saturday, May 05, 2007

Þegar fólk stenst væntingar.

Flest fólk í þessum heimi á samskipti við annað fólk. Ég er ekkert frábrugðin því og hef á degi hverjum degi samskipti við fjölda annarra, bæði börn og fullorðna. Í samskiptum við annað fólk gerir maður sér ákveðnar væntingar gagnvart því. Í flestum tilvikum býst maður við góðu af fólki, maður hefur jú þann kost í flestum tilfellum að klippa á samskipti við það fólk sem maður býst ekki við neinu góðu frá, suma situr maður uppi með hvort sem manni líkar betur eða verr. Maður verður þá líka að sætta sig við að fá einhvern skít frá þessu fólki.

Verst finnst mér þegar það fólk sem ég álít vini míni stenst ekki væntingar. Maður er stundum svo vitlaus að halda að fólk sem manni þykir vænt um, geti talað niður til manns og jafnvel hunsað þegar því hentar, jafnvel ítrekað. Maður vill að vinir manns standi undir þeim væntingum sem maður gerir til þeirra og gefur þeim alltaf fleiri og fleiri tækifæri þó maður viti innst inni að þeir munu stinga mann í bakið ef þeim hentar það á þeim tíma.....eru þetta fáránlega djúpar pælingar eða hvað?

Svo eru það þeir sem maður umgengst ekki en fær samt fréttir af þar sem þeir gera nákvæmlega það sem maður bjóst við af þeim. Hvernig stendur þá á því að maður verður svekktur? Þegar einhver gerir það sem maður veit að hann mun gera?

Skýringin er auðvitað skýr fyrir mér. Ég vil að fólk sem mér er kært standi undir væntingum. Ég vildi bara óska að ég myndi alltaf geta gert væntingar mínar jákvæðar, ég er því svekkt út í sjálfa mig og aðra sem standast neikvæðar væntingar.

En við þessu er ekkert að gera. Ég beygi mig undir vilja sumra kunningja minna meðan ég gef skít hina, ég ber þessar neikvæðu væntingar með mér og vona að einn daginn standist þetta fólk þær ekki. Það verður gleðidagur í Jönu-heila.

Góðar stundir.

Thursday, May 03, 2007

Ég fór í Hagkaup

Ég fór í Hagkaup í dag til að kaupa nokkra límmiða til að reyna halda stjórninni yfir einum prinsinum mínum í skólanum. Ég ákvað að fara í Hagkaup í Spönginni því það er svona "límmiða"verslun sem er nálægust vinnunni minni. Alla vega eftir val á límmiðum fer ég í biðröð á kassa. Á undan mér var kærustupar á mínum aldri sem var að gera helgarinnkaupin sín þarna á fimmtudagseftirmiðdegi. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég aldrei séð aðra eins hálfvita og bjána.

Þau hraunuðu svoleiðis yfir afgreiðslukonuna sem var miðaldra Íslendingur...djöfull er þetta ógeðslega dýrt!! Hver er skýringin á því að þetta kostar svona mikið? Hvernig stendur á því að þetta kostar helmingi minna í Bónus? Þessu varð afgreiðslukonan að sitja undir án þess að geta haft nokkur áhrif á það hvað vörurnar kostuðu. Hún stóð sig alveg ótrúlega vel og svaraði betur en flestir hefðu getað gert. Parið endaði þó á að borga allt sem þú keyptu, nærri tíu þúsund krónur og þökkuðu fyrir sig með orðunum "ég versla aldrei hérna aftur!" svo strunsuðu þau út. Ég og afgreiðslukonan glottum að hver annarri og ég sagði við hana eitthvað á þá leið að ég myndi ekki kvarta neitt.

Ég fer svo út á bílaplan með límmiðana mína og sé mér til mikillar gleði að bílnum mínum er lagt við hliðina á parinu hoppandi káta. Þarna standa þau enn með kassakvittunina og tuða og tuða og tuða tuð, ég skipti mér ekki af þeim, þetta er þeirra báttleiki. Ég keyri út af bílaplaninu og við mér blasir Bónus, svona um það bil í 30 metra fjarlægð frá parinu meðan Hagkaup stendur í 15 metra fjarlægð.

Fólk er fífl!!!

Wednesday, May 02, 2007

Með magapest!!!...svona kekki kannski!

Eitthvað varð ég að gera mér til dundurs í dag svo ég fann þetta á netinu, það væri gaman ef einhver myndi svara þessu.

1. Hvað heiti ég fullu nafni ?
2. Hvað er uppáhalds nammið mitt?
3. Hvað hef ég átt mörg gæludýr ?
4. Hvað er uppáhaldslandið mitt ?
5. Hvað á ég mörg systkyni?
6. Hver er uppáhalds íslenska hljómsveitin mín ?
7. Hver er uppáhalds flíkin mín ?
8. Hver er uppáhalds bókin mín ?
9. Hvar og hvenær líður mér best ?
10. Þykir þér vænt um mig ?

Tölvuöld?

Ég komst af því eftir lestur þessa lista að ég er tölvunörri af verstu gerð, pottþétt að ég lifi á réttri öld :)

1. Ég fer í partý og byrja að taka myndir því það er svo langt síðan ég setti nýjar myndir inn á myndasíðuna við bloggið þitt.

2. Ég fattaði um daginn þegar ég var að leggja kapal að það væru nokkur ár síðan ég hafði notað alvöru spilastokk við það að leggja hann.

3. Ein af stæstu ástæðum þess að ég er ekki í sambandi við marga af vinum mínum er sú að þeir halda ekki úti bloggsíðu. Að sama skapi held ég sambandi við fullt af fólki sem ég myndi ekki hafa tækifæri til alla jafna vegna þess að það heldur úti bloggsíðu.

4. Ég leitaði og leitaði um íbúðina mína ekki alls fyrir löngu því ég fann hvergi fjarstýringuna af sjónvarpinu. Þess vegna horfði ég heilan þátt um eitthvað bridds drasl. Svo fattaði ég allt í einu að ég get ýtt á takkann á sjónvarpinu.

6. Stundum stend ég upp eftir heilt kvöld með tölvuna á hnjáum og fatta að í dag gerði ég ekkert af viti.

7. Ég les þennan texta og brosi af honum.

8. Á meðan hugsa ég bara um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Ég var alltof upptekin af þessu til að taka eftir að því að númer fimm vantaði.

10. Ég kíkti til baka til að athuga hvort það væri númer fimm.

11. Ég sat svo og hló af heimsku minni.

12. Ég féll fyrir þessu ...

Stjórnmál - pjórnmál

Ekki skil ég hvernig fólk nennir að velta sér upp úr þessu bulli sem kallað er stjórnmál. Hann sagði, ég sagði, hún sagði, þú sagðir og svo framvegis. Þegar öllu er á botninn hvolft gleyma allir þessir stjórnmálamenn hverju þeir lofuðu daginn sem þing er sett og muna ekki eftir neinum af þessum loforðum fyrr en líður aftur að kosningum og þá virðast þeir bara muna það sem hinir flokkarnir eru búnir að svíkja.

Það fyndnasta sem ég hef lesið undanfarið er af bloggi Eyþórs nokkurs sem stuðaði staur fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar. Hvað haldið þið að hann segi....guð forði okkur frá svona frambjóðendum og var þá rætt um einhverja fíra innan Samfylkingarinnar. Þeir sem þekkja mig vita að Samfylkingin á síst upp á pallborðið hjá mér en.......að leggja nafn þeirra við guð almáttugan og það af manni sem forðaði Sunnlendingum frá því að ná fram breytingum í Árborg eftir stuðið við staurinn!!! Oh my!

Ef kalla hefði átt á guð til þessa verks hefði verið betra að forða okkur hinum frá frambjóðendum sem geta ekki fylgt lögum eins og umtöluðum Eyþór og fínt væri að taka flokksbróðir hans af Suðurlandinu með.

Ég segi það og skrifa loforð hvað????

Tuesday, May 01, 2007

Myndasíða

Ég komst af því mér til mikillar skelfingar að myndasíðan við bloggið mitt virkaði ekki lengur. Ég bjó því til nýja síðu og settu tengil á hana hér til hliðar. Núna heitir hún nýrri síðan.

Endilega kíkja og kvitta svo fyrir :)

Að skemmta sér

Ég vaknaði í morgun, pínu ryðguð eftir atburði næturinnar. Uppi í rúmi fór ég að hugsa upp hvað ég gæti gert í dag til að dagurinn yrði skemmtilegur. Svona virkuðu hausinn á mér í dag.

1. Ég ætti að kveikja á einhverri hressri tónlist, rífa fram ryksuguna og dansinn nakin um gólfið með suguna og ná þannig úr mér síðustu dropum mjöðsins. Í stuttu máli þýðir þetta sem sagt að ég hefði getað þrifið hjá mér.

2. Fara í fjallgöngu.

3. Leggjast í grasið með vasaljósið á símanum og þykjast vera sjálflýsandi ormur.

4. Fara að heimsækja eitthvað skemmtilegt fólk og sníkja hjá því kex og osta :)

5. Liggja áfram í rúminu og gera akkúrat ekki neitt.

....en þar sem hausinn náði bráðlega áttum var ákvörðun tekin um að fara niður í bæ með Gunnu systir og strákunum hennar til að gefa öndunum brauð. Það voru því miður fáar endur, meiri svona máfa-ógeð. Svo fylgdumst við með Frjálslynda flokknum og Samfylkingu gefa pylsur, auðvitað ekki á sama stað og hoppuðum eins og brjálæðingar í hoppukastalanum :)

Svei mér, þetta var bara góður dagur.

Eurovision

....þetta er júróvísion lag!

Mig hefur alltaf dreymt um að fara á Eurovisíon keppni enda annálað NÖRD þegar kemur að öllu sem heitir söngvakeppni. Nú eru einungis 12 dagar í keppnina þetta árið og Jansu er aðeins farið að hlakka til að fylgjast með þessari skemmtun. Ég var að gramsa á einni af mörgum síðum sem tileinkuð er þessari keppni. Ég get því sagt ykkur þær gleðifréttir að enn er hægt að kaupa miða á keppnina á netinu. Til dæmis er hægt að kaupa miða á forkeppnina á 250 evrur sem eru um það bil 22.000 krónur íslenskar. Á aðalkeppnina er ekki orðið uppselt heldur og þar er hægt að kaupa miða á besta svæði í salnum á gjafaverðinu 1050 evrur sem 92.400 krónur. Svo er hægt að versla þetta allt í einum pakka, hótel, keppni og eftirpartý á 2390 evrur sem er upphæð sem venjulegur kennari þarf meira en mánuð til að vinna fyrir eða 210.320 krónur.

Ekki veit ég hvað ykkur finnst um þessar upphæðir en fyrir mér er bara betra að sitja með snakk og bjór í stofunni heima með vinum sínum og horfa á keppnina í sjónvarpinu.

Hér er síðan ef þið viljið skoða. Minni aftur á fimmtudags-júróvisíon í Hverafoldinni hjá mér, allir velkomnir!!!