Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, May 03, 2007

Ég fór í Hagkaup

Ég fór í Hagkaup í dag til að kaupa nokkra límmiða til að reyna halda stjórninni yfir einum prinsinum mínum í skólanum. Ég ákvað að fara í Hagkaup í Spönginni því það er svona "límmiða"verslun sem er nálægust vinnunni minni. Alla vega eftir val á límmiðum fer ég í biðröð á kassa. Á undan mér var kærustupar á mínum aldri sem var að gera helgarinnkaupin sín þarna á fimmtudagseftirmiðdegi. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég aldrei séð aðra eins hálfvita og bjána.

Þau hraunuðu svoleiðis yfir afgreiðslukonuna sem var miðaldra Íslendingur...djöfull er þetta ógeðslega dýrt!! Hver er skýringin á því að þetta kostar svona mikið? Hvernig stendur á því að þetta kostar helmingi minna í Bónus? Þessu varð afgreiðslukonan að sitja undir án þess að geta haft nokkur áhrif á það hvað vörurnar kostuðu. Hún stóð sig alveg ótrúlega vel og svaraði betur en flestir hefðu getað gert. Parið endaði þó á að borga allt sem þú keyptu, nærri tíu þúsund krónur og þökkuðu fyrir sig með orðunum "ég versla aldrei hérna aftur!" svo strunsuðu þau út. Ég og afgreiðslukonan glottum að hver annarri og ég sagði við hana eitthvað á þá leið að ég myndi ekki kvarta neitt.

Ég fer svo út á bílaplan með límmiðana mína og sé mér til mikillar gleði að bílnum mínum er lagt við hliðina á parinu hoppandi káta. Þarna standa þau enn með kassakvittunina og tuða og tuða og tuða tuð, ég skipti mér ekki af þeim, þetta er þeirra báttleiki. Ég keyri út af bílaplaninu og við mér blasir Bónus, svona um það bil í 30 metra fjarlægð frá parinu meðan Hagkaup stendur í 15 metra fjarlægð.

Fólk er fífl!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home