Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, December 17, 2006

Hættulegt að vera einhleypur

...það segir í fréttum að makalaus vinnupartý séu stórhættuleg því þar byrji vandamálin sem skemma jólin fyrir fjölda manns. Aldrei er meira að gera hjá prestum heldur en á aðventunni. Hugsið ykkur það að á þessum tíma sem á að vera litaður gleði og hamingju skuli flest vandamálin verða til.

Ég komst af því mér til mikillar gleði og satt að segja mjög óvænt, að ég er búin að kaupa allar jólagjafir og skrifa öll jólakort. Skemmtilegt finnst ykkur ekki. Ég sem hélt að þetta yrði eitthvað stress. Anyways skrifaði rúmlega 30 jólakort og vona að ég hafi ekki gleymt neinum sem ég hefði viljað senda kveðju....er hægt að segja sorry fyrir gleymskunni hér?

Ég fór á tvenna tónleika í þessari viku. Fyrst á KK og Ellen á fimmtudagskvöldið í Hveragerðiskirkju og svo á aðventutónleika í Skálholti í gærdag. Báðir tónleikarnir náttúrulega æðislegir, sérstaklega í Skálholti. Ég fór meira að segja að skæla yfir einu fallegu lagi. Komst af því í leiðinni að Hilmar Örn fær að halda áfram að sinna sínu glæsilega starfi í Skálholti. Tek ofan fyrir þeim sem tók þá ákvörðun :)

Jæja svo eru aðeins þrír vinnudagur eftir og svo þráð jólafrí sem vonandi nýtist til að ná úr sér kvefi og því ógeði.

Wednesday, December 13, 2006

Tími á blogg

Núna eru 10 dagar, 21 klukkkustund, 8 mínútur og nokkrar sekúndur þar til jólin árið 2006 skella á. Janus gengur frekar hægt að búa til jólin þetta árið. Jólakortin eru reyndar að smella saman, jólaskrautið er komið á sinn stað, jólapakkarnir eru fáir en fer ört fjölgandi og hugmyndir af þeim sem eftir eru standa í biðröðum.

Fór aftur til læknis í dag og fékk þær skemmtilegu fréttir að sýklalyfin sem ég er búin að taka síðustu átta daga höfðu nákvæmlega ekkert að segja því einhver öðruvísi veira er að pirra mig. Ég fékk því nýjar pillur til að taka, 3 pillur sem kostuðu 2877 krónur....3 pillur á nærri 3000 krónur. Þær hljóta að vera þokkalega eitraðar :)

...og svo ég í bíó í gærkvöldi með stelpunum að sjá The holiday, já hvað Jude Law er fallegur....ég myndi sko alveg vilja vera barnfóstran hans....blikk, blikk!

Sunday, December 10, 2006

Drama, drama, drama, drama!


Þú ert vel steikt dramadrottning.


Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust "rare", "medium'>http://www.dramadrottning.com/konnun/nidurstodur.php?result=1,1,1,1,1,1,1">medium rare", "medium" og "well done" værir þú "well done". Jafnvel svo vel steikt að erfitt væri að sjá muninn á þér og skósóla. En velsteikta dramadrottningin kærir sig ekki um óvæntar uppákomur eins og matareitrun. Hún vill að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir og skipulagðir. Hún bleytir því einfaldlega upp í þurrum borgaranum með fullt af kokteilsósu.

Miklir leiðtogahæfileikar búa í vel steiktu dramadrottningunni. Hún er mjög yfirveguð og rökföst en einnig þrjósk.

Í raun verður nánast aldrei dramatískra eiginleika vart í fari vel steiktu dramadrottningarinnar. Ætli þeir hafi ekki drepist við steikingu. Það er þó tvennt sem getur komið hinni vel steiktu úr jafnvægi. Annars vegar hrár fiskur. Hins vegar þátturinn Frægir í form. Hún er enn að leita að fræga fólkinu í þættinum.

Hversu mikil dramadrottning ert þú?

Tuesday, December 05, 2006

KK og Ellen

Er ekki einhver sem langar á tónleika með mér?

Fimmtudagskvöldið 14. desember 2006 í Hveragerðiskirkju...ég skal skaffa bílinn!

Verðið er 2200 krónur....

og já þessir syngja.

http://www.kk.is/

kv. Janus

Monday, December 04, 2006

Hafsteinn og Dagfinnur

Ég hitti Hafstein! og ekki hvaða Hafstein sem er heldur Hafstein sem siglir póstbátnum á milli eyjanna á Breiðafirðinum. Ég hitti hann nokkrum sinnum í sumar á ferðum mínum um það svæði. Þið hafið kannski séð hann í heimildamyndinni um Jón Pál (eða í auglýsingunum úr henni) hann er eldri maðurinn með gráa síða skeggið. Ég náttúrulega gekk til Hafsteins og heilsaði honum. Hann horfði beint í augun á mér með svo sérkennilegan svip. Ég sagði náttúrulega, þekkir þú mig ekki?

Þá segir hann: Jú elskan auðvitað þekki ég þig, maður gleymir ekki svona töfrandi augnsvip....roðn!! Þetta þótti mér vænt um :)

Haldið þið ekki að Janus hafi brugðið sér til læknis, þó ekki Dagfinns, eftir rúmlega tveggja vikna hóstakjöltur. Varð fyrir því í dag að eitt barnið sem ég var að hjálpa tók fyrir nefið og sagði oj þú ert andfúl. Þá var mér nóg boðið. Það kom svo á daginn að ég er bullandi sýkingu í kinn og nefholum, eins gott að ég þurfti ekki að kyssa neinn í dag :)

Saturday, December 02, 2006

laugardagur....jólin eru að koma

Ég fór á rúntinn í dag að útrétta og reyndi að setja sjálfa mig í jólagjafagírinn. Meikaði meira að segja tvær gjafir á stuttum tíma.

Á þessum stutta rúnti varð ég vitni af ekki einum heldur tveimur árekstrum. Bæði skiptin aftanákeyrslur og í bæði skiptin var það vegna þess bilið á milli bílanna var ekki nema þumlungur.

Svo varð ég næstum bensínlaus í bílalúguröðinni við KFC. Það hefði nú alveg verið til að fara með stressið í fólkinu :)

Jólin, jólin eru að koma, jólin, jólin eru að koma.