Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, November 26, 2006

Úffff hvað þetta var erfið helgi.

Já það er ekki hægt að segja að Janus komi úthvíldur til starfa eftir þessa helgina. Var að vinna bæði aðfaranótt föstudags og laugardags, var að skríða í bólið þegar ungabörnin vakna. Ég notaði reyndar tækifærið og svaf meira og minna í allan gærdag í yndislega mjúka rúminu hennar mömmu....þyrfti að verða mér út um svona ból. Svo var önnur vinnunótt og af því ég þarf að sofa í nótt var ég komin á ról um hádegi og fór að bónaði bílinn minn og svei mér þá, hann er ennþá rauður þarna undir öllum skítnum!!!

Í kvöld fór ég svo afskaplega rómantískt út að borða á Rauða húsinu á Eyrarbakka, ofsalega kósý staður og góður matur á góðu verði eða veðri. Já það er bjart framundan því alls staðar er farið að glitta í jólaljósin, aðeins fjórar vikur eftir í kennslu og svo hið langþráða jólafrí....ahhhhhh!!!

Get gert ykkur spennt upp úr skónum með eftirfarandi upplýsingum.....

....Eftir miðnætti á jóladag mun verða dansleikur í Hótel Selfoss með SÁLINNI HANS JÓNS MÍNS.............!!!Hver er memm?

Jæja væri ekki ráð að koma smá svefni í hausinn á sér fyrir miðnætti :)

Wednesday, November 22, 2006

Jólagjöfin í ár!!




Hérna er hún jólagjöfin í ár!!
Frjáls framlög þegin.



Tuesday, November 21, 2006

Tæknileg mistök

Hahaha....ekkert smá fyndið að fylgjast með úrslitakeppni skrekk í sjónvarpinu, það hefur engin stjórn á unglingum, sérstaklega ekki þegar hundruðir þeirra eru komnir saman. Meira a ðsegja kynnirinn sem átti að tilkynna úrslitin fékk ekki þögn og varð að segja suss í míkrafóninn.

Já það eru liðnir tíu dagar og vel það og Janus ekki búinn að segja frá leyndarmálinu, en allt í góðu, því ég sprakk og limminu og mun því ekki segja neitt nánar frá þessum hrappalegu mistökum. Mun aftur gera þessa tilraun þegar andinn er betur yfir mér.

Tæknileg mistök....ég segi bara vegna tæknilegra mistaka gekk þetta ekki upp hjá mér, þá fyrirgefa mér allir og áður en ég veit verð ég komin á þing! Sama hvort það er hellustuldur eða vatnsskemmdir, skildi það gefa meira í vasann að vera á þingi heldur en að kenna?

Monday, November 13, 2006

Ái

Mér er svo illt í hægri hendinni og mér er líka illt í vinstri hendinni.

Af hverju er þér svona illt í hendinni Janus minn?

Af því að ég fékk sprautu í hægri hendina og ég fékk líka sprautu í vinstri hendina.

Ha af hverju ertu að fá sprautu?

Hmmmm....þegar stórt er spurt verður fátt um svör.

Bíddu af hverju fékkstu sprautu?

Því það er ekkert grín að vera svín :(

Sunday, November 12, 2006

Súrsaðir selshreifar

Hrár kryddaður svartfugl, grillaður hvalur, saltaður hvalur, reyktur hvalur, hvalsteik, reyktur selur, saltaður selur, súrsaðir selshreifar, siginn fiskur og fleiri furðulegar lífverur sem Janus hefur hingað til ekki hleypt inn fyrir sinn munn voru á boðstólnum í partýinu sem ég fór í í gær. Yfirskriftin var Selaveisla og þar voru saman komin allir þeir sem eyða einhverjum hluta ársins úti á Breiðafirði. Þarna hitti Janus karlana sína síðan í sumar og rifjaði upp dagana í paradís. Svo var dansað svona ekta gömlu dansa ball og Janus dansaði við hvern sveiflukónginn á fætur öðrum og hafði gaman að.

Svo er það ákveðið að um leið og ég get fengið mig lausa úr vinnu í júní verð ég farin út í eyju um óákveðin tíma að ganga um skerin í leit að dún og allt hitt, maður er manns gaman. Vá hvað er eitthvað langt í sumarið :)

....hvað er annars með Eyjamenn?

Wednesday, November 08, 2006

Er ekki allt í lagi með nöfnin í dag?

Ég fann þetta á netinu og gat ekki annað en að láta þetta hér.

Er ekki orðið tímabært að færa lestrarbækurnar hjá ungviðinu til nútímans svo börnin finni sig.Tökum dæmi:

Bekkjarafmæli.
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða tók á móti þeim. Þarna voru Linda Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#&/(!Z#$=!. Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín.? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.

Hún var orðin alltof sein í afmælið..

Ég læt þessu lokið að sinni!

Sunday, November 05, 2006

Og skrímslið skal deyja!

Mér finnst það eiginlega of gott fyrir skrímslið í Írak að fá bara leyfi til þess að deyja. Mér finnst einhvern veginn að það væri meiri refsing fyrir hann að lifa og láta hann horfa á myndir af þeim sem hann ákvað að ræna framtíð sinni....hann gat ekki einu sinni hlustað á dómsuppkvaðningu heldur gargaði í kasti allan tímann. Maðurinn er náttúrulega bara sjúkur, finnst samt að það ætti að láta hann lifa restina af ævinni sinni, lokaðan inni helst þar sem ekki sést til sólar.

En jæja, nóg um það. Ég var að vinna í gærnótt og kom ekki heim til mín fyrr en rúmlega sex í morgun. Úfff var alveg búin á því eftir mikið álag alla nóttina. Það tróðu sér víst um 2000 manns í Ölfushöllina í storminum í gærkvöldi og fyrir lukku guðs og ofvirkra leigubílstjóra komust allir heilir heim....mér stóð nú ekki orðið á sama.

Bara sjö vikur í jólafrí og ég finn hvergi jóladiskana mína og mun því byrja að hlusta á jólatónlistina í seinna lagi þetta árið.

Smá tilraun í gangi, segi ykkur frá henni seinna.

Friday, November 03, 2006

Í fréttum er þetta helst!!!

Wednesday, November 01, 2006

Mínar fréttir

Jæja hvað er gerast? Ætti kannski að byrja á því að segja ykkur að ég er skipta um vinnu, já eða þannig sko. Ég hef verið að vinna í Sæmundarseli sem er hluti af Ingunnarskóla í Grafarholti, fljótlega verð ég svo kannski að vinna í Sæmundarskóla, sjálfstæðum og flottum nýjum grunnskóla í Grafarholti.

Er í vetrarfríi núna og byrjaði að fagna því með því að fara í Smáralind með nýfluttu Guggunni minni. Gátum eytt smá aurum í þessa heimsókn.

...og þá var kátt í höllinni.