Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, June 05, 2007

Síðasti kennsludagur

Ég sit hérna við kennaraborðið mitt og hef ekki annað að gera en að pikka hér inn smá skilaboð. Börnin mín 35 sitja á gólfinu í kringum mig og bryðja snakk og popp og horfa á teiknimynd. Svona ekta partý á síðasta skóladegi þessa skólaárs. Ég trúi því varla að sumarfríið sé að byrja, það virtist svo óralangt í burtu fyrir nokkrum vikum síðan. Planið næstu daga er nokkuð þétt.

Í kvöld er ég boðin á bekkjarkvöld og ætla svo út að borða. Skólaslit á morgun miðvikudag. Er svo að fara á fund á fimmtudagskvöld vegna Hornstrandarferðarinnar.....vá hvað ég hlakka til :) Svo er óvissuferð sem reyndar er vissuferð á föstudaginn. Svo er komið að drauminum sjálfum. Ég fer út í eyju á laugardaginn. Í burtu frá tölvunni, sjónvarpinu, gsm-sambandi og öðrum skarkala. Nú verður það flíspeysa og ullarsokkar og smá bjór :)

Ég kem svo aftur á fastalandið 20 júní og legg svo af stað í gönguna 23. júní. Ég verð því ekki til viðtals fyrr en júli...high on life með overdoze af súrefni :)

Vona að júnímánuður verði ykkur ánægjulegur, reynið að njóta hans úti í náttúrunni og með vinum ykkar og kunningjum :)

Sjáumst í júlí :)