Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, April 25, 2007

Í skóginum

Ég var í útikennslu í dag, á milli klukkan tíu og tólf. Ég var satt að segja svolítið stressuð yfir því að fara út með 15 litla orma í storminn sem ég lenti í í gær. En amður lætur veðrið ekki stoppa sig svo ég hélt af stað í ágætisveðri, sól skein í heiði og trén rétt bærðust í rokinu...eða þannig. Alla vega gengum við í skóginn, týndum köngla á leiðinni, hlustuðum á lóuna syngja og skoppa þarna í kringum okkur. Við komum svo í rjóðrið og krakkarnir fóru að leika sér í klettunum. Eftir augnablik brestur á með þvílíku éli, krakkarnir koma hlaupandi og einn fer meira að segja að skæla út af þessu öllu.

Allt í einu fæ ég alveg brill hugmynd. Ég segi við krakkana "komum inn í skóginn" Við fórum inn í skóginn þar sem hann er þéttastur og skriðum undir greinarnar, lögðum höfuðið við stofninn og lokuðum augunum. Svo hlustuðum við á dropana berja á greinunum þarna hátt fyrir ofan okkur og vindinn gnauða í skóginum og þarna lágum við og fengum ekki á okkur einn dropa :) Dásamlegt alveg hreint að hafa þennan möguleika.

Það var löngu hætt að élja þegar við skriðum undan trjánum og leyfðum sólinni að kyssa á okkur nefbroddinn. Ég kom í skólann aftur með hóp af brosandi og þurrum börnum, svo þurrum að samkennarinn stóð og gapti og afpantaði hjálparsveitina :)

Frábær tími!!!!

Tuesday, April 24, 2007

Fjallganga

....tvær færslur í röð, hún Jana litla er gr..æn!!!

Ég fór með Soffíu og fleira fólki í fjallgöngu um kvöldmatarleytið í kvöld. Gangan var upp á Úlfarsfell sem er svona á mörkum þess að geta talist fjall, kannski meira svona fell. Ég skal alveg viðurkenna að fjallganga í þessu veðri var ekki alveg að gera sig í hausnum á herra Janusi. En þar sem ég var búin að gefa Soffíu jáyrði var ekki við hæfi að gugna þó Kári væri að ybba sig.

Það hefði mátt halda að guð almáttugur hefði haft það að markmiði að hindra för okkar þarna upp. Hann hvæsti og blés, lét regnið bylja á okkur svo engin föt héldu, svo sendi hann él í kokteilinn sem virkuðu eins og litlar nálar þarna í storminum.

En það var sama hversu mikið hann reyndi við fórum alla leið og hölluðum okkar bara í vindinn þegar upp var komið, það þarf nú meira en þetta til að halda aftur af tveimur yngismeyjum í stuði.

Einstakt og skemmtilegt.

Frekar fyndin færsla

...hafa ber í huga að Janus kennir 6 og 7 ára börnum.

Nemandi: Veistu af hverju ég kom ekki í skólann í gær?
Kennari: Nei ég veit það ekki, varstu ekki veikur?
Nemandi: Nei, sko ég fór að sofa og svo vaknaði ég og mér var svo illt í maganum og svo kom eitthvað svona brúnt.
Kennari: (eftir að hafa fengið gæsahúð í huganum) Æ, varstu með niðurgang.
Nemandi: Nei sko það kom svona brúnt og það var mjög vond lykt.
Kennari: (aftur eftir að hafa fengið gæsahús í huganum). Já þegar svoleiðis kemur fyrir þá er maður með niðurgang.
Nemandi: Nei ég var ekki með niðurgang, heldur svona kekki....
Kennari: Okei...haltu nú áfram að læra.....

Hvað var annað hægt að gera en að slíta þessu samtali?

Monday, April 23, 2007

Malcolm

Malcom in the middle hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér sem einn af þáttum sem veltur áfram á vitleysunni. Aumingja Malcolm sem er eins og krækiber í helvíti á meðal frekar heimskra manna. Ef frá er talin litli bróðir hans Dewey og litli Jamie sem gerir ekkert nema vera beðin um það kurteislega. Hefði sennilega verið hefðardrengur á öðrum heimilum en er skotspónn á þessu undarlega heimili. Í þessum þáttum eru allar hliðar skoðaðar, rússneska stelpan fær heimska bróðirinn til að giftast sér svo hún fái ríkisborgararétt og á meðan hömpar hún á hinum rússneska Rufus í óhreina bílskúrnum á ógrónu lóðinni.

Aumingja Malcolm að búa við þetta, eða hvað? Í síðustu þáttum hefur það gerst að Dewey litli bróðir er algjörlega búin að stela senunni svo Malcolm á ekki bara bágt heima hjá sér heldur líka í sínum eigin sjónvarpsþætti því meðan hann lá upp í rúmi með mömmu sinni og perlaði kenndi Dewey mannasiði og var miklu flottari.

Malcolm is out, Dewey is in.......

Já það horfa ekki allir á glæstar vonir :)

Nýju húsgögnin :)

Thursday, April 19, 2007

Tiltekt í sumrinu

Myndaalbúm, matreiðslubækur og frímerkjabækur voru í öðrum skápnum sem ég tók til í dag. Það stendur mikið til hérna í Hverafolinni í dag því nú hefst annað húsgagnatímabil. Fyrst var það sófinn og sófaborðið, svo var það eldhúsinnréttingin, svo voru það öll loftljós og nú er komið að stofuskápunum. Ætla að henda út þessum ljóta svarta skáp sem er rykugur fimm sekúndum eftir að ég þurrka af honum og kaupa mér í staðinn flottan skenk í Ikea og háan skáp með glerhurðum.

Ef einhverjum vantar eitthvað að gera seinnipartinn á morgun er hann velkomin til að aðstoða mig við að skrúfa saman húsgögn.

Svo er það laugardagurinn sem býður upp á brúðkaup og þrítugsafmæli, starfsmannapartýið verður að bíða betri tíma.

Góða helgi og gleðilegt sumar!

Sunday, April 15, 2007

Ganga

Ég vaknaði snemma miðað við að það var sunnudagsmorgun og ég var ekki á djamminu í gær. Klukkan hálf tíu var ég komin í göngugallan og klukkan hálf ellefu komin í bíl með einhverju göngufólki og ferðinni var heitið á Þríhnúka. En það eru þrír litlir hnúkar sem standa á hálendisbrúninni rétt utan við höfuðborgina. Þessum hnúkum er kannski best líst sem stór, stærri, stærstur - eða kannski öllu frekar lítill, minni, minnstur. Allt eftir því hvernig litið er á það. Í einum af þessum hnúkum er svo 120 metra flöskulega gígur. Hann var frekar óhuggnalegur í snjókomunni í morgun, eins og svarthol úti í geimnum. Þetta var ágætis ganga, ég fékk blöðru á báða hælana, fullt af súrefni í lungum og léttar lundir.

Það er ekki seinna vænna en að koma sér í form því sumarið er farið að ginna mig með alls kyns ævintýrum og gylliboðum. Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til...!

Saturday, April 14, 2007

Fiskur

Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

Punktur og pasta.

Ég á ekki afmæli í dag

Your Birthdate: February 25

Calm and understated, you struggle to express your love with words.
Over time, your partner learns to recognize your passion by the actions you take.
You're good at wooing someone slowly, without them even realizing it!

Number of True Loves You'll Have: 2

Number of Times You'll Have Your Heart Broken: 2

You are most compatible with people born on the 7th, 16th, and 25th of the month.

Monday, April 09, 2007

Skemmtilegur tengill

Það væri ekki leiðinlegt að poppa upp Rósu tímabilið með svona....

...skoðið hér

Páskarnir búnir

Já þetta voru dýrir páskar. Það er sorglegt að koma úr tíu daga fríi og vera alveg úrvinda. En þetta fór vel með budduna. Þetta gerði ég meðan ég sat yfir símanum. - Þýðing á einni stærðfræðibók.
- Þýðing á einni sögubók.
- Væmnar bíómyndir í bunkum - Sister Act 1, Sister Act 2, Sweet home Alabama, Alfie, Pretty woman, Clueless, Big daddy, Under Siece, In her shoes, Prime, Eurovision 4 diskar, What a girls want, Never been kissed, About a boy.....! Úffff

Þar fyrir utan gerði ég þetta.
- Bækur númer 11-23 af sögunni af Ísfólkinu.
- Skolaði niður kippu af bjór.
- Skolaði niður miklu magni af rauðvíni :)

Jæja vinna í fyrramálið....later!

Friday, April 06, 2007

Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi!

Oft hefur maður heyrt þessari spurningu fleygt og oft hef ég hugleitt hvaða tímabil í mannkynssögunni ég hefði viljað skoða betur. Eitt er víst að af nógu er að taka. Ég er búin að velta þessu fyrir mér síðustu daga og held ég hafi komist að réttri niðurstöðu, en leiðin að henni var einhvern vegin á þessa leið.

Fyrst var ég ákveðin í að hverfa 70 miljón ár aftur í tímann þegar risaeðlurnar voru upp á sitt besta. Auðvitað var grimmasta rándýrið þ.e. maðurinn ekki orðin að hugmynd á þessum tíma en ég hef getað komið sem Þórseðla eða annar saklaus hlunkur sem engir óvinir gætu fellt. En ég féll frá þessari hugmynd og fékk aðra betri.

Já ég væri til í að fara svona 50 ár aftur í tímann, þá hefði ég náð að kynnast lífi ættingja minna á þessum tíma. Hefði fengið að umgangast langafa og langömmur og svo hefði ég eytt dágóðri stund við eldhúsborðið hjá Guðrúnu ömmu í Rauðholtinu sem var víst kostakona sem ég því miður man lítið eftir. En ég fékk aftur betri hugmynd og held að það sé sú besta af öllum.

Ef ég hefði ekki verið upp í samtímanum hefði ég viljað vera uppi á þessum tíma þ.e. páskum þegar jesús karlinn háði sína baráttu. Akkúrat þarna var lagður grunnur að því samfélagi sem við lifum í í dag. Ef ég hefði getað fylgst með þessum atburðum og horfið svo aftur til samtímans væri ég áltin mikill fræðikona og orðspor mitt færi víða.

Já, ef ég ætti þess kost myndi ég vilja kynnast Jesús 

Gleðilega páska og endilega komið með ykkar hugleiðingar um þetta mál.