Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, April 15, 2007

Ganga

Ég vaknaði snemma miðað við að það var sunnudagsmorgun og ég var ekki á djamminu í gær. Klukkan hálf tíu var ég komin í göngugallan og klukkan hálf ellefu komin í bíl með einhverju göngufólki og ferðinni var heitið á Þríhnúka. En það eru þrír litlir hnúkar sem standa á hálendisbrúninni rétt utan við höfuðborgina. Þessum hnúkum er kannski best líst sem stór, stærri, stærstur - eða kannski öllu frekar lítill, minni, minnstur. Allt eftir því hvernig litið er á það. Í einum af þessum hnúkum er svo 120 metra flöskulega gígur. Hann var frekar óhuggnalegur í snjókomunni í morgun, eins og svarthol úti í geimnum. Þetta var ágætis ganga, ég fékk blöðru á báða hælana, fullt af súrefni í lungum og léttar lundir.

Það er ekki seinna vænna en að koma sér í form því sumarið er farið að ginna mig með alls kyns ævintýrum og gylliboðum. Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til...!

0 comments:

Post a Comment

<< Home