Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, March 31, 2007

Einn góður

Börn missa oft út úr sér alveg frábæra gullmola sem gera starfið í skólanum oft á tíðum mjög skemmtilegt. Eitt svona atvik kom upp núna fyrir helgi og ætla ég að deila því hér með ykkur. Athugið að nöfnum hefur verið breytt og skoðanir sem kunna að vera særandi túlka ekki á nokkurn hátt skoðanir mínar :) (vóóó formlegt)!

Fjórir strákar sitja saman og spila bílaspil. Allt gengur vel til að byrja með, en svo endar það auðvitað þannig að einn af spilurunum tapar öllum spilunum sínum. Hann náttúrulega er bara lítill sjö ára putti og kann ekki alveg þá list að tapa, sérstaklega þegar hinir spilarnir hía á hann. Hann stendur því bálreiður á fætur og segir hátt svo glymur í kennslustofunni....ÞIÐ ERUÐ ALLIR HOMMAR!!!

Ég náttúrulega gat ekki látið þetta óáreitt og kallaði strákinn til mín. Svona var samtal okkar:

Kennari: hvað sagðir þú við bekkjarfélga þína?
Nonni: ég sagði að þeir væru hommar.
Kennari: af hverju segir þú svona við þá?
Nonni: af því að ég var reiður.
Kennari: af hverju varstu svona reiður?
Nonni: af því að ég tapaði.
Kennari: þú veist að stundum tapar maður og stundum vinnur maður, það þýðir ekkert að vera reiður yfir því.
Nonni: ég veit, ég vildi bara ekki tapa.
Kennari: veistu hvað er að vera hommi?
Nonni: (klórar sér í eyranu, horfir upp og loftið og segir svo spekingslega) Já það er svona eins og Jónsi er......!

Já börn eru yndisleg!

Sunday, March 25, 2007

Þarna kemur skýringin!




Núna er ég búin að fá skýringu á þessu öllu.....

Svona er ég!!!

Saturday, March 24, 2007

Sagan af skiltinu.



Á einum sólarhring komu yfir 2000 heimsóknir á bloggið mitt og var það út frá tenglasafninu 69.is. Þar sem þessi mynd af skiltinu vakti svona mikla athygli finnst mér ég verða að segja ykkur söguna af því.

Þessi mynd var tekin rétt hjá hótelinu okkar í Glasgow um síðustu helgi. Til stóð að við tvær sem vorum orðnar þrítugar í hópnum myndum standa við skiltið þegar myndinni var smellt af því, því það er kannski fötlun að vera orðin þrítugur eða hvað? Það gleymdist þó og ég hljóp og tók mynd af því rétt áður en við fórum á flugvöllinn. Þetta skilti sem best væri að þýða sem "varúð fatlaðir" var þarna við þessa þröngu götu, kannski 3 metra breið. Húsin sitt hvorum megin við voru annars vegar skóli og hins vegar einhver ríkisstofnun sem bara var opin á daginn. Ég sá ekkert fatlað fólk dunda við það að labba yfir þessa götu þann tíma sem ég var þarna og því gat ég ekki passað mig á þeim.

Þar hafið þið það. Góðar stundir.

Sund

Ég er ein af þeim sem skoða fréttavefinn mbl.is reglulega þó sérstaklega undanfarið því það virðist vera dottið úr tísku hjá mínum annars frábæra vinahópi að halda úti bloggsíðum.....hvað er málið?

Alla vega var frétt á mbl í dag um það hvort öruggi gesta sem heimsæktu sundlaugina á Ísfirði væri tryggt því aðeins einn starfsmaður og það karl væri á vakt á kvöldin þegar mest væri að gera. Ástæðan fyrir þessu er sú að enginn kvenmaður hefði sótt um starf sundlaugarvarðar og því var ákveðið að fækka starfsmönnum á vakt. Fólki gefst svo kostur á að blogga við fréttina og þar kemur fram ein bitur og heimskuleg rödd sem segir...er ekki bara hægt að finna einn pólverja til að vinna þetta starf? Er fólk virkilega það heimskt að halda það að pólskar konur geti ekki verið sundlaugarverðir? Hvað er eiginlega að fólki?

En burtséð frá því þá var mér ráðlagt í vikunni að fara að drífa mig í sund. Ástæðan er sú að í vetur er ég búin að vera alveg fáránlega mikið veik. Mig er búið að vanta í vinnuna alltof marga daga og er sannfærð um það að yfirmanninum finnst ég ekki vera góður starfsmaður fyrir vikið. Ég var að kvarta yfir þessu heilsuleysi í vinnunni og þá var mér bent á að fara í sund því sá sem er vanur að svamla um í annarra manna líkamsvessum verður síður veikur en sá sem maður sem baðar sig í hreinu vatni. Hljómar svo sem alveg skynsamt....ef maður væri ekki í sundlauginni á Ísafirði!!

Wednesday, March 21, 2007

Varúð fatlaðir!


Hvernig yrði umræðan ef svona skilti yrði sett upp á Íslandi?

Tuesday, March 20, 2007

Update!

Jæja þá er þessi langþráða helgi liðin. Við fórum sex saman, flottar gellur og glöddum Glasgow með okkur undurfríðu brosum. Til að gera langa sögu stutta þá voru þessir dagar, í þessum félagsskap alveg fullkomnir. Vissulega voru þeir langir og strangir en svoleiðis á það að vera í útlöndum. Maður getur bara sofið þegar maður kemur heim.....

Nokkrir toppar úr ferðinni:
- hversu heppilega tókst til með að versla. Keypti mér buxur, skó, boli, peysur, sokka, nærföt, jakka, bækur, geisladiska, töskur o.m.fl.

- þegar ein undurfögur íslensk stúlka gekk um götur Glasgow með verðmiðann fastan á peysunni.

- föstudagskvöldið okkar Ingu þegar við smelltum okkur á lífið og fengum verðskuldaða athygli enda báðar með hreint hár og allar tennur.

- maturinn allur....mmmmm namm!!

- bjórinn allur....mmmm namm!!

- svítan okkar Guggu og breiðu sætin í flugvélinni.

- cosmopolitan kokteilarnir sem vel hentuðu "six in the city".

- pubinn okkur Tromman og apinn!

- og það allra mikilvægasta að eiga svona frábærar vinkonur til að ferðast með - þessari ferð mun ég aldrei gleyma!

Monday, March 12, 2007

Fréttir og fleira

þegar maður er alveg komin með upp í kok á endalausum fréttum af stjórnmálamönnum í fýlu, stríðsherrum út í hinum stóra heimi og sögunni endalausu um Baugsmálið sem maður er búin að þurfa að horfa á í fréttum daglega síðustu mánuði, getur ein frétt stuðlað að endurnýjuðum áhuga á fréttum og það sjónvarpsfréttum.

Þessi brilliant frétt var í fréttum stöðvar 2 í kvöld já börn eru yndisleg.

Ég sagði börnunum mínum í morgun að ég væri að fara til útlanda á fimmtudaginn og myndi því ekki kenna þeim þessa tvo daga það er fim. og fös. Það varð alveg hljótt í króknum og svo rigndi spurningum....hver á þá að kenna okkur, hvað ef okkur vantar nýja bók, hvenær eigum við að mæta í skólann og síðast en ekki síst....HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ KAUPA HANDA OKKUR!!

Saturday, March 10, 2007

Kristín Birna og Ósk

Nú þurfa fleiri úr vinahópnum að horfast í augu við það að 30. aldursárið hefur skollið á þeim.

Ég vil óska þeim Kristínu Birnu og Ósk innilega til hamingju með daginn. Það er merkilegt hvað leið ótrúlega langt á milli afmælanna þegar maður var krakki, en í dag er eins og maður eigi afmæli á mánðarfresti.

Skál í boðinu.

Druslu próf

Ég komst af því að ég er með druslugen í mér, er sem sagt búin til úr 87% mannesku og 13% druslu. Þetta er niðurstaða úr mjög vísindalegu prófi á netinu...eða ekki!

Ein af spurningum þar var svona: Hefur þú einhvern tíma elskað einhvern? Já þeirri spurningu varð ég að svara játandi því ég hef tvisvar sinnum elskað einhvern sem telst meira en "ást" sem maður ber til vina og fjölskyldu.
Næsta spurning var svona: hefur einhver elskað þig? Sorglega varð ég að svara þessari spurningu neitandi. Hvorugur þeirra sem ég hef borið þessar tilfinningar til hefur endurgoldið þær. Samt er niðurstaðan úr þessu prófi sú að ég sé drusla. Hvað eru þeir þá? Herra og herra Drusli :)

Úfff ég vona að ég eigi ekki eftir að fara í gegnum restina af lífinu vitandi það að hafa ekki verið elskuð....grenj ;)

Druslu próf

Ég komst af því að ég er með druslugen í mér, er sem sagt búin til úr 87% mannesku og 13% druslu. Þetta er niðurstaða úr mjög vísindalegu prófi á netinu...eða ekki!

Ein af spurningum þar var svona: Hefur þú einhvern tíma elskað einhvern? Já þeirri spurningu varð ég að svara játandi því ég hef tvisvar sinnum elskað einhvern sem telst meira en "ást" sem maður ber til vina og fjölskyldu.
Næsta spurning var svona: hefur einhver elskað þig? Sorglega varð ég að svara þessari spurningu neitandi. Hvorugur þeirra sem ég hef borið þessar tilfinningar til hefur endurgoldið þær. Samt er niðurstaðan úr þessu prófi sú að ég sé drusla. Hvað eru þeir þá? Herra og herra Drusli :)

Úfff ég vona að ég eigi ekki eftir að fara í gegnum restina af lífinu vitandi það að hafa ekki verið elskuð....grenj ;)

Thursday, March 08, 2007

Eins og sykurpúði....

Ég fékk gjafabréf í afmælisgjöf sem stílaði upp á lúxus-andlitsbað á ákveðinni snyrtistofu í höfuðborginni. Í gær fór ég og nýtti bréfið...gera sig sætan fyrir Glasgow sko. Alla vega þarna mæti ég klukkan fjögur og til að gera langa sögu stutta þá labbaði ég þaðan út klukkan sex. Sem sagt tveir tímar þar sem verið var að dúlla á þessum fáu fersentimetrum sem eitt andlit fyllir út í :) Þetta var ógeðslega þægilegt, ekki væri leiðinlegt að geta farið í svona meðferð svona einu sinni í viku. Mér leið eins og sykurpúða :)

Nú er einungis vika í vinkonu-her-ferðina miklu og það liggur við að Janus sé orðin pínu spenntur. Það lítur út fyrir að ég sofi mikið með óléttum konum næstu 10 daga hahaahah!!

....en svona er nú það. Eitthvað pínu andleysi í gangi.

Monday, March 05, 2007

Hvað var í pakkanum?

Ég fór mjög spennt á pósthúsið eftir miður skemmtilega ferð til læknis í dag. Ég vonaði að í pakkanum væri eitthvað til að rífa upp stemmingu í mínum stíflaða haus! Á vissan hátt er kannski hægt að segja að það hafi verið raunin því í pakkanum var afmælisgjöf til mín frá Landsbankanum! Voða fínir bollar og skálar merkt ROSENDAHL, beint frá Kaupmannahöfn.

Ekki var það Asíubúi í þetta sinn, en það segir mér aðeins að ég á inni eina enn afmælisgjöf :)

Takk fyrir mig frú Landsbanki.

Sunday, March 04, 2007

Pakki á póstinum

Í póstkassanum beið mín tilkynning frá póstinum. Já ég á pakka hjá póstinum sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því leyti að ég hef ekki pantað neitt og veit það að enginn hefur verið að senda mér pakka.

Svo hvað bíður mín hjá póstinum? Er það kannski litli karlinn frá Asíu sem bróðir minn hótaði að gefa mér í afmælisgjöf? Er þetta kannski pakki frá leynilegum aðdáenda? Hvað haldið þið?