Eins og sykurpúði....
Ég fékk gjafabréf í afmælisgjöf sem stílaði upp á lúxus-andlitsbað á ákveðinni snyrtistofu í höfuðborginni. Í gær fór ég og nýtti bréfið...gera sig sætan fyrir Glasgow sko. Alla vega þarna mæti ég klukkan fjögur og til að gera langa sögu stutta þá labbaði ég þaðan út klukkan sex. Sem sagt tveir tímar þar sem verið var að dúlla á þessum fáu fersentimetrum sem eitt andlit fyllir út í :) Þetta var ógeðslega þægilegt, ekki væri leiðinlegt að geta farið í svona meðferð svona einu sinni í viku. Mér leið eins og sykurpúða :)
Nú er einungis vika í vinkonu-her-ferðina miklu og það liggur við að Janus sé orðin pínu spenntur. Það lítur út fyrir að ég sofi mikið með óléttum konum næstu 10 daga hahaahah!!
....en svona er nú það. Eitthvað pínu andleysi í gangi.
Nú er einungis vika í vinkonu-her-ferðina miklu og það liggur við að Janus sé orðin pínu spenntur. Það lítur út fyrir að ég sofi mikið með óléttum konum næstu 10 daga hahaahah!!
....en svona er nú það. Eitthvað pínu andleysi í gangi.
0 comments:
Post a Comment
<< Home