Draumar!
Mig dreymdi svo skemmtilegan draum. Mig dreymdi að ég hefði unnið 8 miljónir í lottó. Þetta var skemmtilegur draumur. Ég notaði peningana til að borga upp hluta af skuldum. Svo keypti ég kort í líkamsrækt, fór og keypti ný húsgögn í stofuna og ég fór áhyggjulaus til útlanda. Það var eitthvað svo gaman í þessum draum. Svo vaknaði ég og fattaði að þetta var allt saman draumur, svo raunverulegur en samt ekki. Ég ákvað þegar ég var búin að ná áttum að best væri að fara að kaupa miða í lottó. Því kannski væri þetta bara ávísun á framtíðina.
En ég vann ekki í lottó. Mest vegna þess að ég gleymdi að kaupa miðann. Sorglegt! Hefði viljað prófa það í smástund að vera rík :)
Ef þeir sem búa í Reykjavík eru Reykvík-ingar
og þeir sem búa á Selfossi eru Selfyss-ingar
Hvað eru þeir sem búa á Hellu þá?
En ég vann ekki í lottó. Mest vegna þess að ég gleymdi að kaupa miðann. Sorglegt! Hefði viljað prófa það í smástund að vera rík :)
Ef þeir sem búa í Reykjavík eru Reykvík-ingar
og þeir sem búa á Selfossi eru Selfyss-ingar
Hvað eru þeir sem búa á Hellu þá?
2 comments:
At 4:50 PM, Helena said…
jahhh ég myndi giska á Hell-ingur eða Hell-isbúi!!!! hehehe
At 8:28 PM, Alla said…
Oh, hvað ég skil þig vel ... ég þarf ekki einu sinni að vera sofandi til að dreyma svipaða drauma!
Post a Comment
<< Home