Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, February 11, 2007

Helgarfréttir

Ingveldur bauð mér í leikhús á föstudaginn að sjá leikritið Ófagra veröld í Borgarleikhúsinu. Mér finnst alltaf svo gaman að fara í leikhús, þarf að gera það oftar. Alla vega þá var þetta leikrit alveg sérstaklega skemmtilegt og áhugavert og skildi eftir fullt af hugsunum sem ég er að kryfja í rólegheitum. Gaman að þessu.

Við kíktum svo aðeins í miðbæinn og skoðuðum úrvalið á Ölstofunni. Við fórum svo í íbúðar-leiðangur í gær. Mig langar svo í skápinn sem er til í IKEA! Þarf að gróðursetja peningatré til að hafa efni á honum.

Ég sá mér svo ekki aðra leið færa í gærkvöldi en að fara til læknis eina ferðina enn. Fékk enn einn sýklalyfjaskammtinn vegna sýkingar í kinn og ennisholum. Ég sver það að í gær var ég með tannpínuverk í sirka 10 tönnum.

Ég óska því eftir heilsunni minni! Ef einhver hefur mætt henni á förnum vegi þá endilega reynið að leiðbeina henni í áttina til mín fyrir kvöldmat.

Og ég er búin með eina lengstu sögu síðari tíma. Hún small yfir á blaðsíðu númer 40 undir það síðasta. Vá hvað er gott að vera laus við hana úr hausnum, hún er búin að brjótast um í honum of margar vikur. Bull og vitleysa.

Janus með horið!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home