Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, August 28, 2007

Ég elska haustið

Núna akkúrat er minn uppáhalds árstími. Þegar ég vakna í björtu og sofna í myrkri. Ég er búin að koma fyrir kertum á öllum uppáhaldsstöðunum mínum og kveiki á þeim á hverju kvöldi. Ligg svo undir teppi, með tölvuna á hnjánum, hlusta á góða tónlist frá tónlistarmönnum eins Josh Groban og svo klassískum snillingum eins og Mozart sjálfum.

Ég fór í gönguferð í rigningunni áðan og svei mér þá ef droparnir losuðu mig við þreytuna sem byggðist upp í dag. Dagurinn var góður, það suðaði alla vega ekki í eyrunum á mér eins og eftir fyrsta mánudaginn á þessu skólaári.....nei nei það er aldrei neitt álag á kennurum :)

Hvað get ég meira sagt....það er yndislegt að búa á Íslandi á þessum árstíma ;)

Monday, August 27, 2007

Skipulag að komast á

Jæja þá er maður alveg að detta í rútínu, kennslan byrjuð á fullu og nóg að gera. Það bættist fullt af nýju starfsfólki við í skólann hjá mér í vetur, allt voða hresst og skemmtilegt fólk, veturinn lofar því bara góðu. Hlaupahjólið sem ég keypti í haust er alveg að gera sig í brekkunni upp Grafarholtið og minnkar tímann sem tekur í þessi ferðalög um um það bil 30 mínútur.

Það er mikið búið að ganga á í fjölskyldunni síðustu viku og um tíma leit út fyrir mjög alvarleg veikindi, en rannsóknir á rannsóknir ofan sýndu að allt væri næstum því eins og það átti að vera. Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími, sérstaklega ofan í fyrstu kennsluvikunni.

Ég hef nú ekki móðu í skrifa meira hér í bili. Ég var að bæta við tveimur nýjum tenglum. Annars vegar Rebekku frænku sem er á leiðinni til Indlands í hjálparstarf og hins vegar honum Jóhannesi mínum sem er á tveggja mánaða ferðalagi í langt í burtistan. Núna er hann í Perú.......ég skal alveg viðurkenna að ég öfunda hann.

Endilega skoðið!

Monday, August 20, 2007

Strætó

Mér finnst frábært að allir háskólanemar eigi þess kost að ferðast frítt með strætó.

Mér finnst líka frábært að allir framhaldsskólanemar eigi þess kost að ferðast frítt með strætó.

Mér þykir líka skemmtilegt að allir leikskólanemendur séu ekki orðnir nógu gamlir til að borga í strætó og fái þar af leiðandi frítt í strætó.

Ef við hugsum nú dæmið til enda, leikskólabarn, framhaldsskólabarn og háskólabarn næstum öll skólastig, næstum en ekki öll.

Væri ekki eðlilegast að grunnskólanemendur ættu þess kost að ferðast líka frítt með strætó? Ætti ekki það sama að ganga yfir öll börn í höfuðborginni?

Ég vil fara með nemendur mína frítt í strætó?

Saturday, August 18, 2007

Froðubönd og Stuðmenn!

Ég tölti í Laugardalinn í afmælisveislu hjá bankanum sem samsettur er úr kaupi og þingi. Einhvern veginn finnst mér nú að Kaupþing eigi ekki að vera að orðið svona gamalt, var það virkilega stofnað þegar ég var fimm ára og hvað hét það þá?

Hér er mín skoðun á þessum tónleikum, allt út frá mínum smekk. Tónleikarnir voru bara nokkuð skemmtilegir. Ég hafði sérstaklega gaman af því að hlusta á SSSól, mikið er hann Helgi mikill töffari :) Todmobile sem alltaf var í miklu uppáhaldi hjá mér á djammárunum mínum voru í einu orði frábær, það var eins og Eyþór og Andrea hefðu sent glansmyndirnar sínar því þetta var svo ólíkt þeim, það er greinilega gott að vera giftur og búa Selfossi......? Eða hvað?

Það var gaman að sjá Garðar Thor svona í nærmynd, hefði verið nær að halda bara aðra tónleika þar sem hann kæmi einn fram, allt í boði bankans. Bubbi góður, alltaf óhræddur við að tjá sínar skoðanir, gjaldkeri og ráðherra....tja...kannski ekki alveg besta samlíkingin sem ég hef heyrt...burtséð frá því var Bubbi góður. Svo ég tali nú ekki um MUGISON, ég kiknaði nú bara í hnjáliðunum, hrikalega er maðurinn hæfileikaríkur!! Er þá allt upptalið?

Nei, ó nei! Eftir eru froðuböndin tvö Nylon og Luxor, ég fékk nú bara kjánahroll. Af tvennu illu hefði frekar verið hægt að kvelja mig með tónlistinni sem Nylon reyndi að pína út úr sér. Þær voru eins og framhaldsskólanemar í Söngvakeppninni sem þeir halda einu sinni á ári. Luxor var náttúrulega að koma fram í fyrsta sinn en ég þeir voru eitthvað svo raunamæddir og sungu tónlist sem finnst á væminn.is, vonum bara að þeir verði ekki eins og Nylon er núna eftir fimm ár!!

Og hvað voru Stuðmenn að spá? Á svona fjölskyldutónleikum mæta þeir ekki einu sinni með réttu hljóðfærin sín, heldur einhverja "hljóðgervla" hefði ekki verið nær að spila gömlu góðu tónlistana sína og ná þannig upp stemmingu? Í staðinn fóru bara allir. Hversu margir skyldu hafa skipt um stöð?

En til hamingju með afmælið Kaupþing og takk fyrir góða tónleika. Fæ ég kannski vaxtalækkun ef ég kaupi diskinn með Nylon?

Tuesday, August 14, 2007

Það er ekki öll vitleysan eins

Jú jú ég skal alveg viðurkenna að stundum væri ég alveg til í að vera ekki döpur dráttlaus kona. Já stundum væri gaman að eiga barn í staðinn fyrir kött. Stundum en svo líður það hjá.

Aldrei á ævinni hefur þetta nú samt hvarflað að mér.

....Í þessu tilviki myndi passa að segja undarleg er kona sem reglulega fær drátt!!!

Sunday, August 12, 2007

Litla Ameríka

Ég heilsaði sólinni í heilsurúnti dagsins. Eftir frekar erfiða línuskautaferð í rokinu á Ægissíðu ákvað ég að smella mér í nýju Krónu búðina sem verið var að opna niður við sjó. Ég fann mér körfu og brunaði um gangana á þessari nýju búð. Mér finnst svo gaman í svona risa matvörubúðum. Ég keyrði alla gangana, bara til að kíkja hvort ég myndi finna eitthvað nýtt og spennandi og það gerðist heldur betur í þessari búð.

Þarna í miðjum ganginum var hægt að kaupa ekkert annað en uppáhalds, bestu tegundina af Maccaroni and Chesse sem Ameríka hefur upp á að bjóða. Ég trúði ekki eigin augun, ég hoppaði af gleði þarna í miðjum ganginum og keypti þrjá pakka af þessu ameríska uppáhaldi mínu. Ég stoppaði og hugsaði til horfinna tíma í Tampa-borg. Vá hvað þetta var óvænt ánægja.

Þarna á ganginum hugsaði ég að það eina sem ég saknaði nú var Ranch salatdressingin frá Wishbone og það var við manninn mælt. Ég tók fimm skref í viðbót og þarna blasti hún við mér í nákvæmlega eins plastbrúsa og fyrir tíu árum síðan.

Þetta var góð verslunarferð. Í kvöld fékk ég mér maccaroni and chesse og salat með ranch dressingu.....and I loved it!!!

Að hugsa með hægri.

Þrátt fyrir að að mér leiðist alveg hrikalega að lesa svona aumingja ég og heilsan mín blogg, ákvað ég að setja þessa færslu hér.

Ég er búin að vera með hausverk í tvo daga. Var stödd í hrikalegu skemmtilegu þrítugsafmæli á föstudagskvöldið, var búin að drekka smá af jarðarberjum bleyttum í vodka og leggjast á beit yfir fóðrinu á veisluborðinu. Þar sem ég sit þarna finn ég allt í einu að ég er fá hausverk og það engan venjulegan hausverk, áran sagði mér til um að framundan væri massívt mígreniskast. Hvað var til ráða?

Ég henti mér heim á ljóshraða en allt kom fyrir ekki, kastið kom líka á ljóshraða. Eftir að hafa dvalið góða stund á baðherberginu hjá mömmu og skilað veisluföngunum gekk ég eftir ganginum og varð hreinlega að halda mér í veggina sem blöktu eins og lauf í vindi. Ég fann ekki mígrenislyf í Hrísholti og dældi því í mig panódíl sem sló aðeins, þó ekki mikið á sláttinn í hausnum.

Svo var þetta barátta við að halda sér í rúminu þar blakti nefnilega líka. Barátta við að halda hausnum á koddanum sem var harður eins og grjót, að mér fannst. Barátta við ljósið sem þrengdi sér inn á milli gluggatjaldanna þegar sólin kom á loft. Baráttan við ógleðina. Ojjj þetta var hræðileg nótt.

Þegar mamma vaknaði fann hún fyrir mig mígrenislyf. Eftir náladofann, rauðu blettina, hitan í andlitinu vinstra megin að sjálfsögðu, þetta eru alveg mögnuð mígrenislyf, náði ég að sofna og svaf í mest allan gærdag.

Í nótt fann ég svo aftur fyrir hausverk en náði að stoppa hann í fæðingu. Núna er ég með harðsperrur í heilanum vinstra megin. Ég mun því fara í gegnum þennan dag með hægra heilahvelinu.

Góðar stundir.

Thursday, August 09, 2007

Hver man eftir þessari?

Rambaði inn á þessa auglýsingu. Þetta vakti upp gamlar og góðar minningar, um þann munað þegar hægt var að kaupa sykursnauðan appelsínusvala í fyrsta sinn :)

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=243&id=1450

Wednesday, August 08, 2007

Gay pride

Áður en lengra er haldið er best að ég láti koma fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum, þeir eru hvorki betri né verri en ég eða hver annar, vil ekki vera að hefja hér einhverja úrelta fordómafulla færslu. Ég var að vesenast hérna heima áðan og heyrði svona útundan mér í útvarpinu, veit ekki við hvern var talað né hvort hann var samkynhneigður eða gagnkynhneigður. En það var verið að ræða Gay Pride hátíðina sem verður um næstu helgi og því er vel. Ég hlakka til að fara niður í bæ og fylgjast með herlegheitunum ásamt hinum 49.999.

En ástæða þessara skrifa er svolítið sem ég hjó eftir í því sem heyrðist í útvarpinu. Sá sem talað var við sagði að þetta væru einu dagarnir sem samkynhneigðir ættu, þeir ættu ekki bóndadag, konudag né valentínusardag, sem sagt þessa gömlu íslensku hátíðisdaga. Þeir hafi bara þessa einu gay-pride helgi.

Ég er mjög hissa á þessari fullyrðingu. Af hverju geta þeir sem eru samkynhneigðir ekki haldið upp á bóndadag eða konudag, þessa daga sem við notum til að minna maka okkar á þá ást sem við berum til hans. Geta samkynhneigðir karlmenn ekki haldið upp á ást sína á bóndadegi? Svo ég tali nú ekki um þennan amerísk-ættaða valentínusardag sem ég vona að nái aldrei fótfestu á Íslandi, er þetta ekki sagður vera dagur elskendanna, hvar kemur það fram að þeir elskendur skuli vera gagnkynhneigðir? Mér finnst að við eigum að halda þessari gömlu hefð okkar, sama hvaða kyn við aðhyllumst skulum við halda upp á konudag og bóndadag.

Hvaða dag á þessi einhleypi aumingi sem ég er að halda upp á?

Númer 501

Þessi færsla sem hér fer á eftir er númer 501 á þessu bloggi, úffff þvílíkt málæði á einni konu :)

Stundum finnst manni lífið vera eitthvað svo ósanngjarnt og fúlt, en þegar betur er að gáð getur það alltaf verið verra...ekki satt. Ég fann þessa sögu á netinu og bara varð að deila henni með ykkur.


TIL MÖMMU.

Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér.

Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína.
En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það.

Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum.

En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.

Þín dóttir Kristjana

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.


Múhahahahaha!!!!

Tuesday, August 07, 2007

Matt Damon

Ég bara verð að deila því með ykkur að Matt Damon, draumaprinsinn minn sem er með fallegasta bros í heimi er hjá Jay Leno í kvöld.

Ég bíð spennt á sófanum, undir teppi, með kók í bauk....!

Að loknu sumarfríi

Þá er verslunarmannahelgin búin og hugurinn búin að skipta um gír. Nú er maður komin vinnugírinn. Ég fór aðeins í vinnuna í dag til að undirbúa mig fyrir föstudaginn, ég stoppaði ekki lengi en fann samt skjálftann fyrir því að fara að gera eitthvað.

Verslunarmannahelgin var heldur betur af sérstaka taginu. Ég var sérlegur þjónustu og matreiðslustjóri fyrir sjúklinginn Guðbjörgu, skil ekkert í karlinum þarna uppi að smella þessu á hana svona rétt þegar unginn er að koma. En það var gott að geta verið henni innan handar.

Ég smellti mér upp á Esju í gær og er bara nokkuð sátt með formið eftir sumarið, fór upp og niður á klukkutíma og þremur korterum....það hefur nú oft verið verra formið en það. Ég byrjaði svo að æfa í World Class í dag, ætla að prófa að æfa í Spönginni í smátíma og sjá hvort ég fíla það betur en Orkuverið, hver veit???

Jæja svona er þetta....án vafa mun ég kjósa þessa færslu á listann yfir þær allra leiðinlegustu.

Monday, August 06, 2007

Svona bleikt trend!!!

Við höfum blessunarlega öll mismunandi smekk í klæðaburði. Sumir klæða sig látlaust, sumir eru alltaf í svörtu, sumir klæðast litum, og sumir eru hreinlega eins og litaspjald úr Byko. Svo er það algengasta "kvennatískan" sem ég sé allt of mikið af þegar ég fer til dæmis í Kringluna. Það er þessi blessaða flíspeysutíska. Alveg sorglegt að sjá myndarlegt kvenfólk klætt í einhverjar hólkvíða, ofnotaða, illa lyktandi, hnúskótta flíspeysu. Mér dettur í hug svona trailor-park í Ameríku þegar ég sé konur í svona klæðnaði. Skyldu þessar konur ekki vita að það er hægt að fá flíspeysur með kvennasniði?

Svo eru það þeir sem eru alltaf með svona trend í sínum klæðaburði. Það er afskaplega myndarlegur og skaplegur maður sem heitir Björn Malmquist og starfar nú sem fréttamaður hjá RÚV. Hann er alveg silfurhærður, eða lítur út fyrir það, kannski er hann bara ljóshærður. En það er ekki trendið, trendið er bleiki liturinn. Hann er alltaf í einhverju bleiku. Í fréttunum í kvöld var hann í svona barbei bleikum bol innan undir öðrum bol og jakka.

Mér finnst hann bara flottur!!!
Skyldi hann vera á lausu???

Sunday, August 05, 2007

Eru útihátíðir fyrir alla?

ÞESSI TEXTI SKAL LESAST MEÐ MIKILLI FYRIRLITNINGU OG FORDÓMAFULLUM SVIP!!!

Mér finnst það alveg magnað að heilt bæjarfélag eins og til dæmis Akureyri láti það spyrjast út um sig að það vilji ekki fá nema vissan hóp á sín tjaldsvæði. Ef fólk er svo óheppið að vera ekki orðið nógu gamalt í árum getur það gleymt því að fá að setja upp tuskudruslu og sofa í henni þarna fyrir norðan. Mér er nú bara spurn, hvað gera þeir við “fullorðna” fólkið sem fer yfir strikið? Halda þeir virkilega að svörtu sauðirnir leynist bara í þeim hópi sem ekki hefur náð tvítugsaldri? Alveg hrikalega sorglegt að þetta bann hafi ekki fengið meiri umfjöllun í fjölmiðlum.

Ég er því að hugsa um að halda útihátíð um næstu helgi, ætla að fara í massíva auglýsingaherferð eftir helgi og auglýsa. Þið sem eruð svo heppinn að lesa þetta hér hafið því tækifæri til kaupa miða á forsölu. Svona verður þetta:

Hið eina sanna versluna mannahelgar eftirpartý verður haldið um næstu helgi í móanum við skiltið við bæjarmörkin við Akureyri. Allir eru velkomnir. Nema auðvitað þeir sem ekki eru orðnir 25 ára, nenni ekki að vera í einhverri barnapössun um helgina. Ég nenni heldur ekki að fá neina sem ekki tala íslensku, þeir sem eru svartir, eða brúnir eða frá Asíu, nenni ekki einhverju svona litavali. Svo nenni ég ekki að hugsa um einhverjar svona sérþarfir og vildi því frekar að allir öryrkjar eða fatlaðir myndu bara vera heima hjá sér. Ég nenni heldur ekki að vera að púkka upp á einhverjar fitubollur eða einhverja tannstöngla, þið getið bara farið með ykkar vandamál eitthvað annað. Þar sem ég er einhleyp myndi ég vilja fá helling af myndarlegum mönnum um þrítugt, þið sem eruð ljótir eða litlir getið því alveg sleppt því að koma, eins allir sem eru samkynhneigðir….hef ekkert við ykkur að gera. Mér þætti líka vænt um að allt fólk sem er með grenjandi krakka, hjónabandsvandamál, ólétt, stundar framhjáhald eða er með kynsjúkdóm færi eitthvað annað. Ég þoli heldur ekki stjórnmálamenn, reykingamenn, fátæklinga, fyllibyttur, atvinnumótmælendur eða aðra alhliða vælukjóa, ég get lofað ykkur því að þegar þið komið vælandi á staðinn verða öll tjaldsvæðin upptekin. Fyrir utan þessa örfáu eru allir velkomnir og ég bíð spennt eftir að sjá ykkur öll. Mætið snemma til að fá gott tjaldsvæði.

Mynduð þið mæta á útihátíðina mína?

Thursday, August 02, 2007

Njóttu lífsins

Haltu. Haltu eingöngu í glaðlynda vini. Fýlupúkarnir gera ekkert nema að draga þig niður.

Hentu. Hentu út öllum ómerkilegum tölum. Þar með talið aldur, þyngd og hæð.

Lærðu. Lærðu meira um tölvuna, galdra, garðyrkju eða hvað sem er. Láttu hugann aldrei staðna. Staðnaður hugur býður Alzheimers heim.

Njóttu. Njóttu þess einfalda í lífinu.

Hlæðu. Hlæðu oft, lengi og hátt. Hlæðu þar til þú stendur á öndinni.

Tárastu. Stöku tár eru óhjákvæmileg. Taktu á móti, syrgðu og haltu svo áfram. Eina manneskjan sem þú ert með alla þína ævi ert þú sjálf. Vertu lifandi á meðan þú lifir.

Elskaðu. Láttu það sem þú elskar umkringja þig. Hvort sem það er fjölskyldan, gæludýr, munir, tónlist, plöntur. Heimilið þitt er það sem þú gerir það að.

Talaðu. Segðu fólkinu sem þú elskar að þú elskir það, við hvert tækifæri.

Gefðu gaum að heilsunni. Ef hún er góð, fagnaðu henni. Ef hún er misgóð, gerðu þitt til að bæta hana. Ef hún er slæm, fáðu hjálp.

Ekki taka samviskubitsköst. Taktu hlátursköst og eyðsluköst. Þau eru svo mikið skemmtilegri.

Svona eru dagarnir stundum.

Fyrir nokkrum dögum dreymdi mig draum. Draumurinn var mjög skýr og mundi ég hann vel þegar ég vaknaði morguninn eftir. Í vitleysisgangi sagði ég manneskjunni sem svo sterklega kom fram í draumnum hvað mig hefði dreymt og hristi hausinn yfir þessari vitleysu sem hausinn á mér framleiðir þegar hann á að sofa.

Í dag sat ég hjá þessari sömu manneskju inni á sjúkrahúsi. Nú spyr ég eru einhver tengsl á milli draumsins og þess sem kom upp á hjá þessum einstaklingi? Úfff ekki finnst mér þetta spennandi lengur ég pantaði því tíma hjá einhverjum snillingi hjá sálarrannsóknarfélaginu, nú verður tekið á málunum :)

Harry Potter

Ég steingleymdi að segja ykkur að ég er löngu búin að lesa Harry Potter, helvíti skemmtilegur og endirinn góður....segi ekki meir ef ske kynni að þið sem lesið viljið ekki heyra.

En þetta fann ég á netinu og þótti fyndið: Hinn eini sanni Harry Potter

Góðar stundir

Wednesday, August 01, 2007

Góðra vilja veiði

Ungur strákur er settur í vinnu í einhverjum snillingaskóla eftir að hann brýtur af sér, með skúringarkúst og tusku þarf hann að vinna af sér dóminn sem hann hlaut. Hann er hrikalega myndarlegur þar sem hann gengur um gangana og hvítar kakí buxur og og slitinn stuttermabolur er miklu meira töff heldur en jakkafötin og peysuvestin sem nemendur skólans ganga um í. En svo ber við að ungi, myndarlegi villingurinn er í raun snillingurinn. Hann slær þeim öllum við með sinni brilliant stærðfræðigáfu, rekur meira að segja kennarana sína á gat.

Sum ykkar vita alveg um hvað ég er að tala. Ein af mínum uppáhaldsbíómyndum sem tveir óþekktir strákar bjuggu til úr engum pening og voru tilnefndir til 9 óskarsverðlauna fyrir. Veit ekki hvort þeir fengu einhverja óskara, Alla getur sennilega svarað því.

Will Hunting finnur að lokum öll svör lífsins, svörin felast að sjálfssögðu öll í ástinni, nema hvað? Mig langar í svona Will Hunting eða Matt Damon eins og hann heitir víst.

Ég hætti ekki fyrr en ég fæ Matta....!