Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, August 02, 2007

Svona eru dagarnir stundum.

Fyrir nokkrum dögum dreymdi mig draum. Draumurinn var mjög skýr og mundi ég hann vel þegar ég vaknaði morguninn eftir. Í vitleysisgangi sagði ég manneskjunni sem svo sterklega kom fram í draumnum hvað mig hefði dreymt og hristi hausinn yfir þessari vitleysu sem hausinn á mér framleiðir þegar hann á að sofa.

Í dag sat ég hjá þessari sömu manneskju inni á sjúkrahúsi. Nú spyr ég eru einhver tengsl á milli draumsins og þess sem kom upp á hjá þessum einstaklingi? Úfff ekki finnst mér þetta spennandi lengur ég pantaði því tíma hjá einhverjum snillingi hjá sálarrannsóknarfélaginu, nú verður tekið á málunum :)

0 comments:

Post a Comment

<< Home