26. júlí 2007
Unnur Birna Sigurðardóttir fékk nafnið sitt í dag í Selfosskirkju. Í dag hefði Unnur Harðardóttir, amma barnsins orðið 50 ára en hún var fædd 26.júlí árið 1957. Eftir skírnina fór allur hópurinn inn í kirkjugarð með blóm á leiðið hjá ömmunni. Afskaplega fallegt og sérstakt að geta gefið fyrsta barnabarninu nafn ömmu sinnar á afmælisdegi hennar. Ég las upp smá kafla úr biblíunni í athöfninni sem presturinn lét mig hafa, það þótti mér merkilegt.
Með skírninni fela foreldar barn sitt góðum guði. Guðfeðgin öðru nafni skrínarvottar eru vottar þess að barnið hefur verið skírt til nafns föður, sonar og heilags anda eins og kristur lagði fyrir. Ég var skírnarvottur hjá Unni litlu í dag og fannst það mjög merkilegt að verða kosin sem eins konar andlegt foreldri barnsins, eða svo segir í bæklingum sem presturinn lét mig hafa.
Í þessum bæklingi eru ráð til skírnarvotta þar sem þeir bent er á hina ýmsu hluti sem hægt er að gera með barninu. T.d. það að muna eftir skírnardegi barnsins, biðja fyrir barninu í bænum mínum, fylgja barninu í sunnudagaskólann o.s.frv.
Þið sem mig þekkið hafið kannski orðið vör við það að það þarf ekki mikið að gerast í kringum mig svo tilfinningarnar fari á flug. Þegar fyrsti sálmurinn í kirkjunni var sunginn, þó auðvitað þetta væri gleðileg stund, læddist eitt lítið tár úr augnkróknum á mér. Hef aldrei getað stjórnað þessu :) Akkúart á þessu augnabliki lítur presturinn upp og sendir mér bros.
Eftir athöfnina fór ég aftur inn í kirkju til að ná í barnastólinn og þar mæti ég prestinum. Hann stoppar við hlið mér, setur hendina á öxlina á mér og segir: Þú ert falleg stúlka, svo hugsaði hann í smástund og sagði aftur: Ég finn það að trúin er sterk í þér, þú þarft að vera dugleg að sækja guðþjónustur.
Svo gekk hann í burtu. Þetta þótti mér sérstakt. Hann er klár þessi prestur.
Með skírninni fela foreldar barn sitt góðum guði. Guðfeðgin öðru nafni skrínarvottar eru vottar þess að barnið hefur verið skírt til nafns föður, sonar og heilags anda eins og kristur lagði fyrir. Ég var skírnarvottur hjá Unni litlu í dag og fannst það mjög merkilegt að verða kosin sem eins konar andlegt foreldri barnsins, eða svo segir í bæklingum sem presturinn lét mig hafa.
Í þessum bæklingi eru ráð til skírnarvotta þar sem þeir bent er á hina ýmsu hluti sem hægt er að gera með barninu. T.d. það að muna eftir skírnardegi barnsins, biðja fyrir barninu í bænum mínum, fylgja barninu í sunnudagaskólann o.s.frv.
Þið sem mig þekkið hafið kannski orðið vör við það að það þarf ekki mikið að gerast í kringum mig svo tilfinningarnar fari á flug. Þegar fyrsti sálmurinn í kirkjunni var sunginn, þó auðvitað þetta væri gleðileg stund, læddist eitt lítið tár úr augnkróknum á mér. Hef aldrei getað stjórnað þessu :) Akkúart á þessu augnabliki lítur presturinn upp og sendir mér bros.
Eftir athöfnina fór ég aftur inn í kirkju til að ná í barnastólinn og þar mæti ég prestinum. Hann stoppar við hlið mér, setur hendina á öxlina á mér og segir: Þú ert falleg stúlka, svo hugsaði hann í smástund og sagði aftur: Ég finn það að trúin er sterk í þér, þú þarft að vera dugleg að sækja guðþjónustur.
Svo gekk hann í burtu. Þetta þótti mér sérstakt. Hann er klár þessi prestur.
3 comments:
At 5:06 PM, Jökulnornin said…
Sr.Gunnar skrópaði ekki þegar mannþekking og sálarlesning var kennd í prestaskólanum.
At 2:33 AM, Anonymous said…
Til hamingju með frænkuna!
Þó svo ég vildi helst afskírast eins og Helgi Hóseason og hafi almennt lítið álit á prestastéttinni, þá verð ég að taka undir með Jökulnorninni og hrósa Sr. Gunnari. Hann er topp náungi og hefur góða nærveru. Hann reyndist mér afar vel við fráfall móður minnar og ég fékk örlítið samviskubit (hans vegna) þegar ég sagði mig úr þjóðkirkjunni. :-)
At 2:22 PM, Gugga said…
Þetta hefur verið falleg lítil athöfn og ég er viss um að þú átt eftir að rækta hlutverk þitt sem skírnarvottur vel.
Post a Comment
<< Home