Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, June 25, 2006

Brósi


Þetta gerir bróðir minn í skjóli myrkurs :)
Er hægt að vera meira brosandi?

Hornstrandir.

Fór í útskriftarveislu í gær hjá Gunnu systir. Telpan orðin ljósmóðir og fagnaði með bestu bollu í heimi. Ég fór svo stuttlega niður í bæ og hitti Sínurnar en það var orðið svo ansi mikið í tánni að ákveðið var að skella sér heim fyrr en seinna.

Maður pantar sér ferð með löngum fyrirvara og svo þegar kemur að ferðinni er maður alls ekki viðbúin. Ég er sem sagt að fara á morgun, búin að þvo fötin, kaupa eyrnartappa og hælsærisplástur. Á eftir að finna svefnpokann minn og troða öllu draslinu í bakpokann og af stað skal farið....Hornstrandir here I come!!

Heyrumst, sjáumst í Júlí......góða skemmtun á Landsmóti hestamanna ég vona að ástin fljúgi þar yfir vötnum (eða hrossum) eins og á síðasta slíka móti.

Thursday, June 22, 2006

Paradís


Sælir félagar!!
Vildi bara láta ykkur vita að ég er komin heim úr paradís og það styttist mjög í þá næstu :)

Thursday, June 15, 2006

Það sem á daga mína drífur....!

Hvað getur maður sagt á degi þar sem það markverðugasta í fréttum er það að Jolie og Pitt eignuðust barnið sitt í Namebíu. Það hefur náttúrulega ekki annar eins atburður gerst.

Ég er alveg komin í frí-rútínuna. Fer að sofa þegar það er komin dagur og vakna þegar það er komið kaffi. Er búin að horfa svo mikið á sjónvarpið að mér finnst ég vera orðin samlit sófanum mínum, rassafar og alles. Það er samt merkilegt hvað litla Ísland er vinsælt í sjónvarpinu. Byrjaði á því að horfa á seríu 2 af csi sem ég keypti á amazon. Í einum þættinum er Grissom að smá-sjár-skoða eitthvað og undir hljómar ekkert annað en Sigurrós hin íslenska, man ekki nafnið á laginu, en þetta er það þekktasta.

Ég leigði svo fyrstu seríu af ER á skemmtilegu vídeoleigunni á Laugarásveginum. Þar fara læknarnir í spurningarkeppni og engin vissi hvað höfuðborg Íslands heitir nema fulli sjúkingurinn með krókinn í auganu :) Svo það fyndnasta, þegar doktor Ross pikkaði upp hina íslensku Huldu flugfreyju sem gefur auglýsingunni "fly and have sex" byr undir báða vængi. Ekkert smá gáluleg flugfreyja sem talaði með allt öðru en íslenskum hreim....meira svona rússnesk!!!

En jæja....Janus fer út í eyju á morgun og verður þar í viku. Fer síðan í framhaldi af því á Hornstrandirnar svo næstu vikur verður bloggfrí.

Vona samt að gestur númer 40.000 sjái sér fært að kvitta fyrir sig :)

Góðar stundir

Monday, June 12, 2006

Fyrsti mánudagur í fríi!!

Margt skemmtilegt hefur á daga mína drifið frá síðustu skrifum. Það markverðugasta kannski helst að ég er komin í sumarfrí. Þarf reyndar að fara á smá fund í fyrramálið og þýða eina bók en samt skal þetta heita sumarfrí.

Ég byrjaði fríið á því að bruna í sveitina mína og fylgjast með skólaslitum þar. Jóna frænka kláraði tíunda bekk og litlu ormarnir sem ég kenndi fyrsta árið mitt í kennslu voru að ljúka fimmta bekk. Vissulega hættir að vera ormar, nokkur þeirra orðin jafnstór mér og hver með sínu nefi…..úffff og þessir nebbar eru misstórir skal ég segja ykkur. Ég fór svo í fjósið á Vatnsleysu í ballskónum mínum, hoppaði á trampólíninu í pilsinu og lét bóndakonuna skerða á mér hárið við eldhúsborðið svo nú er Janus næstum stutthærður.

Jæja fagur hópur lagði svo af stað frá Selfossi á laugardagsmorgun. Ferðinni var heitið að Skógum. Þar beið Fimmvörðuháls. Nú eins og sönnum fjallageitum sæmir gátum við ekki látið það um okkur spyrjast að við færum venjulega leið. Stefnan var því tekin upp vestanmegin við Skógafoss og gengið með ánni “öfugu megin”. Kunnugir segja að það sé fallegra að ganga þessa leið þarna megin við ánna. Þar sem ég hef ekki gengið hinum megin ætla ég ekki að hrúga inn einhverjum yfirlýsingum öðrum en þeim að þessi leið er afskaplega falleg. Veðrið var flott og gangan bara þægileg, sérstaklega fallegt útsýni og sérkennilegt landslag. Þórsmörkin heilsaði svo fúnum fótum eftir fréttir. Við tók ein besta sturta ever og grillmatur af hætti rútubílstjóra og sumbl og hlátur að næsta fréttatíma J

Fimmvörðuháls fær nokkrar stjörnur og hver veit nema maður prófi hina leiðina næst!!

Afmælispartý!!


Í dag er 11. júní 2006 í dag er litli sæti frændi minn 4 ára :)
Til hamingju með daginn elsku Halldór Daði þú ert flottasti fjögurra ára gutti sem ég þekki.

Monday, June 05, 2006

Fyrir ykkur sem leiðist

Áhugaverðir hlutir sem hægt er að eyða tíma í skoða.

Þetta er og verður það allra hræðilegasta sem ég hef á ævinni heyrt um: http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/5039536.stm

Skemmtileg síða hjá vel skrifandi manni: http://www.eoe.is/

Mjög áhugavert fyrir ykkur sem finnst gaman að syngja: http://www.stjornandi.com/conspirito/

Þar sem sumarið er framundan með fullt af fuglum, hér er hægt að fræðast um þá: http://www1.nams.is/fuglar/

Ef einhverjum langar í skóla með mér næsta haust þá er hægt að sækja um hann hér: http://www.mk.is/default/deild/03/?id=050302&t=s050302s

Sunday, June 04, 2006

40.000

Það styttist í gest númer 40.000 !
14. janúar 2005 stóð teljarinn í 10.000.
1. júní 2005 stóð teljarinn í 20.000.
29 desember 2005 stóð hann í 30.000

og núna fer hann að smella í 40.000. Ég hfe aldrei talið sjálfa mig mikinn stærðfræðing en ég álít að þetta þýði að meðaltal sex mánaða sé 10.000. Verandi með teljara hjá teljari.is er aðeins hægt að fylgjast með hver er að skoða síðuna og sé ég því flest ykkar á hverjum degi. Þó eru allt óþekktir notendur - nú þætti mér vænt um að þið mynduð taka nokkrar sekúndur og kommenta hjá mér svo ég viti hvort ég þekki ykkur....og þó þið ekki þekkið mig endilega kommenta samt :)

Svo ég tali nú ekki um þau gríðarlega merkilegu verðlaun sem gestur númer 40.000 fær frá mér og fröken Sigríði.

Smá upp-vakningur

Skólaslitin eru búin. Föstudaginn sem kom aftan að manni. Það er eins og vikurnar frá páskafríi hafi liðið meðan ég leit frá hægri til vinstri. Ég gerði skammarleg mistök og skrifaði hún í umsögn hjá einum af strákunum mínum. Maður gerir ljótu vitleysurnar þegar álagið er mikið. Framundan eru örfáir vinnudagar og svo tekur sumarið við. Breiðafjarðareyjan bíður og æðarfuglinn farin að dúða sig fyrir heimsókn mína.

Er frekar svekkt yfir því að hafa misst af Hvannadalshnjúk, lærið eins og gott litaspjald og harðir fletir ennþá erfiðir fyrir sessuna. Það hefur ábyggilega ekki verið leiðinlegt að standa á tindinum í veðurblíðunni í dag.

Ætlaði náttúrulega að nota daginn í útivist af einhverju tagi. Lagði ekki á Esjuna. Lagði heldur ekki í línuskautaferð. Fór smá gönguferð. Fékk boð um gönguferð að nóttu til en lagði ekki heldur í það. Hef ákveðið að hætta að drekka áfengi….eeehehehe að minnsta kosti næstu sjö daga.

Ætla í fjallgöngu í fyrramálið. Alveg að verða heil vika síðan ég gerði eitthvað uppbyggilegt, fyrir utan línuskautaferðina áhrifamiklu.

Góðar stundir og léttar lundir.