Það sem á daga mína drífur....!
Hvað getur maður sagt á degi þar sem það markverðugasta í fréttum er það að Jolie og Pitt eignuðust barnið sitt í Namebíu. Það hefur náttúrulega ekki annar eins atburður gerst.
Ég er alveg komin í frí-rútínuna. Fer að sofa þegar það er komin dagur og vakna þegar það er komið kaffi. Er búin að horfa svo mikið á sjónvarpið að mér finnst ég vera orðin samlit sófanum mínum, rassafar og alles. Það er samt merkilegt hvað litla Ísland er vinsælt í sjónvarpinu. Byrjaði á því að horfa á seríu 2 af csi sem ég keypti á amazon. Í einum þættinum er Grissom að smá-sjár-skoða eitthvað og undir hljómar ekkert annað en Sigurrós hin íslenska, man ekki nafnið á laginu, en þetta er það þekktasta.
Ég leigði svo fyrstu seríu af ER á skemmtilegu vídeoleigunni á Laugarásveginum. Þar fara læknarnir í spurningarkeppni og engin vissi hvað höfuðborg Íslands heitir nema fulli sjúkingurinn með krókinn í auganu :) Svo það fyndnasta, þegar doktor Ross pikkaði upp hina íslensku Huldu flugfreyju sem gefur auglýsingunni "fly and have sex" byr undir báða vængi. Ekkert smá gáluleg flugfreyja sem talaði með allt öðru en íslenskum hreim....meira svona rússnesk!!!
En jæja....Janus fer út í eyju á morgun og verður þar í viku. Fer síðan í framhaldi af því á Hornstrandirnar svo næstu vikur verður bloggfrí.
Vona samt að gestur númer 40.000 sjái sér fært að kvitta fyrir sig :)
Góðar stundir
Ég er alveg komin í frí-rútínuna. Fer að sofa þegar það er komin dagur og vakna þegar það er komið kaffi. Er búin að horfa svo mikið á sjónvarpið að mér finnst ég vera orðin samlit sófanum mínum, rassafar og alles. Það er samt merkilegt hvað litla Ísland er vinsælt í sjónvarpinu. Byrjaði á því að horfa á seríu 2 af csi sem ég keypti á amazon. Í einum þættinum er Grissom að smá-sjár-skoða eitthvað og undir hljómar ekkert annað en Sigurrós hin íslenska, man ekki nafnið á laginu, en þetta er það þekktasta.
Ég leigði svo fyrstu seríu af ER á skemmtilegu vídeoleigunni á Laugarásveginum. Þar fara læknarnir í spurningarkeppni og engin vissi hvað höfuðborg Íslands heitir nema fulli sjúkingurinn með krókinn í auganu :) Svo það fyndnasta, þegar doktor Ross pikkaði upp hina íslensku Huldu flugfreyju sem gefur auglýsingunni "fly and have sex" byr undir báða vængi. Ekkert smá gáluleg flugfreyja sem talaði með allt öðru en íslenskum hreim....meira svona rússnesk!!!
En jæja....Janus fer út í eyju á morgun og verður þar í viku. Fer síðan í framhaldi af því á Hornstrandirnar svo næstu vikur verður bloggfrí.
Vona samt að gestur númer 40.000 sjái sér fært að kvitta fyrir sig :)
Góðar stundir
4 comments:
At 10:58 AM, Anonymous said…
Fæ ekki gestabókina til að virka hjá mér svo ég kvitta bara hér en er því miður ekki númer 40000......held bara áfram að reyna...kveðja Sessa
At 12:41 PM, Gugga said…
Ég var númer 40.000. Hvað fæ ég í vinning??
At 10:06 AM, Anonymous said…
Sæl elskan,,, farin út í eyju og ég sem ætlaði að bjóða þér á bekkinn,,, er búin að fá herbergi og alles bara fyrir þig :-) en hef það á tilfinningunni að þú þurfir nudd eftir Hornstrandirnar góðu....
Kveðja Margrét Unnur
At 4:13 PM, Tilvera okkar.... said…
Til hamingju Gugga með að vera númer 40.000 ég þarf að finna fyrir þig einhverja góða gjöf...kannski bara þynnkumat í hádeginu!!!! hahahah
Takk Magga mín ég mun án vafa kíkja í slökun til þín....!
...og takk Sessa gaman að vita að þú sért að skoða :)
Post a Comment
<< Home