Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, September 29, 2005

Hor og bjóður!

Vaknaði í morgun og áttaði mig á því að á einni nóttu hafði hausinn þyngst um nokkur kíló. Ekki var orsökina að finna í bókinni sem ég var að lesa fyrir svefninn því þar var ekki um að ræða bók með miklum vísdómi, heldur bara tilgangslaus skáldsaga. Hausinn þyngdist því ekki vegna meiri visku.

Ekki bættist á hann vöðvamassi þó í gærkvöldi hafi verið farin langur göngutúr um þetta annars ágæta hverfi Grafarvog. Það eru endalausir skólar í þessu hverfi. En nei, ekki bættist massi á hausinn í þeirri ferð.

Það sem gerst hafi að öll holrými höfðu stappað sig full af hori. Oj bara. Sama hvort það voru augu, eyru, munnur eða nef allt hálf lamað vegna gríðarlegs þrýstings. Ég er því búin að skjálfa eins og aumingi undir teppi í dag og horfa á spy-kids....! WHY

Dauði og djöfull - ég þoli ekki að vera veik.

Wednesday, September 28, 2005

Björgunarleiðangur?

Það hefur eitthvað hræðilegt gerst. Ég hef lengi haft áhyggjur af þessu en núna bara verð ég að láta til skarar skríða. Ég er búin að hringja í Neyðarlínuna 112 og þar er verið að undirbúa víðtæka leit. Þeir kalla verkefnið......leitin að týndu bloggurunum. Svona er lýsingin sem ég sendi:

Númer 1: Guggan mín - síðast heyrðist frá henni föstudaginn 5 ágúst. Þá setti hún inn stutta færslu byggða á merkilegu prófi. Guggan er undurfögur ljóshærð vera sem býr á uppfyllingu, þó ekki í New Orleans. Hennar pistla er sárt saknað en þó huggun harmi gegn að hún býr nálægt.

Númer 2: Kuldaboli - horfin með hornum og hala. Ekkert hefur spurst til hans síðan 29 ágúst og hans er sárt saknað, enda alltaf góð skemmtun að lesa pistlana sem boli sendi frá sér. Boli er rauðbirkin og hentar einstaklega vel til undaneldis sökum góðra gena og skarps hugar.

Númer 3: Halla - ekkert hefur heyrst frá þeim mikla bloggara síðan um afmælisdaginn hennar n.t. 31 júlí. Halla hefur sent frá sér litlar tilkynningar alls staðar um landið og er það von 112-manna að þeir geti fundið út hennar verustað frá öllum þessum vísbendingum. Þó er ansi langt síðan bloggið hefur bjargað og þeir eru ekki vongóðir fyrir vikið.

Númer 4: Gerður, og nú vandast málið. Síðast heyrðist frá henni á Ítalíu 1. júní síðastliðin. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Númer 5: Gummi Torfi - týndur í Tampa veldi meðal Kúbverja og vindla í Ybor City. Haft hefur verið samband við þarlend yfirvöld og hafa þeir lofað fullri samvinnu. Tvíræð skilaboð komu frá kappanum ekki alls fyrir löngu. Þar virtist kappinn ætla að ausa úr skálum visku sinnar en það eina sem kom frá honum ..í fréttum er þetta helst. Fbi telur að þar hafi mannræningar klipp á símalínu Gumma svo honum eru nú allar bjargir bannaðar.

Ef þið kæru lesendur hafið einhverjar upplýsingar um þessa mikilvægu hlekki í mínu lífi þá vinsamlegast sendið tilkynningu um það á rétt yfirvöld.....!

Þetta er há-al-var-legt-mál.

Tuesday, September 27, 2005

Oh well!

Ég hreinlega iða í skinninu ef ég blogga ekki reglulega. Ekki það að ég hafi frá svona gríðarlega miklu að segja. Aðallega bara að bulla, en....hér er nú samt enn ein bloggfærslan.

Hmmmm...hvað ætlar Janus að tala um í dag? Jú dintur! Hafið þið einhvern velt því fyrir ykkur hvað foreldrar hafa mikil áhrif á dintur barna sinna. Þar sem ég er ekki foreldri er ég náttúrulega bara að tala um þetta sem utanaðkomandi aðili en....þetta fer pínu í taugarnar á mér.

Ég lenti á eintala við leigubílstjóra um kvöldið góða sem nota bene er búin að vinna 190 helgar í röð...og jú hann er samt giftur. Anyways ég sagði honum að ég væri kennari og þá fór hann að segja mér sögu af leikskóla dóttur sinnar. Fjögurra ára gömul dóttir hans neitar að fara í leikskólann því hún á ekki nógu flott föt! Fullt ungt finnst ykkur ekki? Þegar ég var fjögurra ára fór ég nú bara í fötin sem í skápnum voru, held að fötin hafi ekki skipt mig neinu máli, var of upptekin í barbí og hjólaferðum. En er þetta raunin? En þetta er náttúrulega ekki barnanna, nei það eru ekki börnin sem fara út og vinna fyrir fötunum sínum. Hvenær kemur að því að börnin mæti bara með make-up á leikskólann? Er ekki orðið svolítið sjúkt þegar til er fjögurra ára tíska?

Annað og jafn mikilvægt! Foreldrar sem eru grænmetisætur. Gott og gilt með það, fólk hefur nú rétt á að borða það sem það vill? En...eru börnin þeirra þá líka grænmetisætur? Þetta þaut í gegnum huga minn í dag þegar ég var að kenna heimilisfræði og messaði yfir börnunum með fæðuhringinn á lofti um mikilvægi þess að borða fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum. Hvernig þroskast einstaklingur sem fær ekki neinn mat úr kjöt og fisk flokknum sem er ca. 1/6 af fæðuhringnum? Leyfa grænmetisætur börnunm sínum að njóta þess undurs sem heitir kjöt og lúða?

Enn eitt og líka mikilvægt. Foreldrar sem banna sykur þ.e. nammi, safa og gos. Það er greypt í huga mér þegar ég var að passa systkini sem ekki máttu borða nammi. Þau fengu alltaf gefins páskaegg og eggin voru sett upp á ísskáp og þar stóðu þau þangað til þau fóru að verða hvít. Þá var eggjunum hent án þess að svo mikið sem málshátturinn væri tekin úr þeim. Mér fannst þetta alltaf svo sorglegt og ekki vegna þess að þetta væri sóun á súkkulaði sem mér fannst þá líka vont. Heldur hitt að þurfa að láta þetta liggja svona fyrir augunum á krökkunum. Síðan þessir krakkar fóru sjálfir að hafa fjárráð hafa þau legið í namminu. Hefði þá verið verra að leyfa þeim að borða páskaeggin sín? Er það ekki þannig að börnin girnast það sem ekki má?

Hvernig stendur á því að sextán ára stelpa getur verið á flakkinu í 17 daga áður en farið er að leita að henni? Er það kannski bara rétti aldurinn til að flytja að heiman? Kannski var þessi stúlka bara að flýja það að hún var ekki í réttri tísku fékk aldrei hamborgara og langaði alltaf í páskaeggin sín? Segi nú bara svona, maður veit svo sem ekki neitt.

Cisv-krakkarnir mínir komu í heimsókn til mín í gærkvöldi. Við bökuðum pitsu, borðuðum snakk og horfðum á O.C. og svei mér þá að þetta var ekki bara skemmtilegasti O.C. þáttur sem ég hef lengi séð, mest vegna þess að þessi blessaði þáttur er orðin algjör kossa-sápu-þvæla....! Og hvað gera ellefu ára börn þegar einhver er að kyssast? Roðna og blána og horfa upp í loftið á gólfið eða á hvort annað og hlægja taugaveikluðum hlátri. Já þetta var alveg brilliant.

Er í átaki sem heitir "í háttinn klukkan ellefu" og það er því almost háttatími.

Later

Sunday, September 25, 2005

Föstudagskveldið

Nokkrar fagrar meyjar,
fóru niðr´í bæ.
Þar voru nokkrir peyjar,
sem suma var varið í. (æ í dulbúningi).

Hlustaði á áhugaverðan fyrirlestur inn á einum skemmtistað borgarinnar um það hversu undurfagur kvenmannslíkaminn væri....hann væri hið fullkomna form sem allt annað ætti að miðast út frá. Fyrirlesarinn lagði mikla vinnu í það að reyna að Janus til þess að koma og sitja fyrir hjá sér svo hann gæti teiknað hann. Þetta var svo sem ekkert slæmt tilboð ef frá er talið sú staðreynd að á þessari teikningu hefði Janus þurft að vera á Evuklæðunum. Fyrirlesarinn var samt skemmtilegur, var búin að teikna konuna sína í frumeindir og vantaði einhverja áskorun. Hann var með minnstu hendur sem ég hef á séð á allri ævinni minni - ég get svarið nokkrir af sjö ára börnunum mínum í skólanum eru með stærri hendur heldur en þessi.

Annars áhugavert kvöld fyrir margar sakir. Innflutningspartýið var skemmtilegt enda ekki við öðru að búast þegar Sveinsínur koma saman. Fékk fullt af nytsamlegum hlutum til að fegra heimilið enn meir. Ölstofan var skemmtileg og kemur sífellt á óvart með athyglisverðu fólki. Leigubílaröð var enginn, nema að það var röð af leigubílum en engu fólki. Spes. Nóttin var góð. Morguninn var slappur. Dagurinn var innikreista. Janus svindlaði stórt, úfffff samviskan tók hreinlega bita úr rassinum. Sófinn var meira heillandi í kvöld heldur en eitthvert útstáelsi. Það er nær vonlaust að tengja sig á msn öðruvísi en spjalla við cisv-fólkið úti í heimi og síðast en ekki síst...í dag er ég að verða búin að drekka heila 2.lítra af Diet pepsi og horfa á heila friends seríu....sóun!

Jæja...hvað kallar þú kind með engar lappir?

Er að lesa bók eftir Dale Carnigí (nenni ekki að fara inn í svefnherbergi og tékka á hvernig nafnið er skrifað og hljóðrita það þess vegna). Alveg frábært lesefni og svei mér þá ef maður sér ekki sjálfan sig í þessum aðstæðum t.d....Þú lifir lífinu sem fórnarlamb og laðast að öðrum fórnarlömbum í ástarsamböndum þínum. Þú ruglar saman ást og vorkunnarsemi og hefur tilhneigingu til að elska fólk sem þú getur vorkennt og bjargað....ein,ein,einmitt. Hvað er þá til ráða? Auðmýkið yður fyrir öðrum og þeir munu upphefja yður?

...og ef einhver er enn að hugsa þá kallast hún ský!

Thursday, September 22, 2005

Það er svo undarlegt...

með unga menn. Í ungum stúlkum þeir verða bálskotnir en það er ekki svo með elsku mig, ég elska sjálfa mig og kannski svolítið þig. Hvernig veit maður hvort þessar karlkynsverur eru traustins verðar? Já! ég held ég elski bara sjálfa mig eitthvað áfram. Textagerð?

Annar fellibylur ógnar ríkinu í böndum. Hvers vegna ganga svona margir fellibylir yfir Ameríku núna. Jú vegna þess að sjávarhiti fer hækkandi. Já og hvers vegna hækkar sjávarhiti? jú vegna gróðurhúsaáhrifa, og hvaða þjóð losar mest af hættulegum efnum út í andrúmsloftið....? jú, jú skyldu það ekki bara vera Bandaríkin sjálf? Kannski soldið langsótt en það er nú eins og Rita og Katrín séu að koma heim aftur. Vonum bara að Rita nái ekki að valda eins miklum skaða og stalla hennar Katrín.

Já, já New Orleans fór á kaf enda borg sem byggð er undir sjávarmáli, á landfyllingu til að vera nákvæm. Og hvað ákveðum við þá þessi snilldar íslenska þjóð? Jú, jú við ætlum að byggja einhverja massa tónlistarhöll úti í sjó! Ekki það að Rita sé á leiðinni hingað en OH MY GOD þurfum við alltaf að prófa það sem aðrir sjá að bara er ekki að gera sig. Bjóðum endilega hættunni heim, eyðum miljörðum á miljarða ofan til að byggja einhvern rakakofa út í sjó og já tvenn jarðgöng við Bolungarvík...., hvað er það? Við hljótum bara að geta selt símann aftur til að hafa efni á þessu. Þeir ættu bara að biðja Árborg um að lána sér. Eitt jákvætt við þessa verðandi rakahöll, við höfum sal fyrir Eurovision...JEI! Sendum Gleðibankann aftur og málið er dautt.

Hvað skyldi ríkið selja næst? Hvað er eftir? Kannski þingmenn fari bara að spila póker opinberlega, því samkvæmt hæstvirrtum þingmanni sem ég hlustaði á fyrir skömmu er það tómstundaiðja nokkurra þingmanna í þinghúsinu sjálfu. Svei attan. Solla bolla var með verstu mætingu stjórnarmanna í einhverju tengdu Seðlabankanum. Mætti á einhverja fjórtán fundi af eitthvað nokkrum fleirum fundum - samt þáði hún meðalkennaralaun fyrir þessa stjórnarsetu og þar að auki að í hvert skipti sem hún skrópaði þurfti að kalla út varamann sem fékk borgaðar 40.000 krónur fyrir að sitja og hlusta. Það tekur mig heila viku að vinna fyrir þeim launum.....Hvar getur maður sótt um að komast í þessa peningastjórn?

Svona er það. Fullt af fólki á leiðinni á morgun í fínu íbúðina mína. Gaman.

Janus er búin með einn bjór sem Gugga drekkur ekki ;)

Wednesday, September 21, 2005

Vetur!

...það er víst ekki annað að gera en að sætta sig við það. Ímyndið ykkur mig á mínu fjallahjóli klukkan rúmlega hálfátta á leiðinni upp brekkuna til að komast í vinnuna. Upp á foc...(ljótt orð) Grafarholtið. Eftir nokkuð marga daga á hjóli í vinnuna ákvað ég í morgun að það væri ekki save að hjóla, alla vega ekki meðan veðrið er svona. Sem betur fer því ég spólaði á bílnum í stóru brekkunni. Merkilegur andskoti að eiginlega sleppa sumrinu og smella svo vetrinum á óvenju snemma.

Já önnur ástæða fyrir þessu vetrartali mínu, ég var að koma yfir heiðina þar sem ég lenti bara í snjóbyl, slabbi, hjólförum og allir á sumardekkjum - uppáhaldið allra!

Ég átti frábæra stund í Selfosskirkju í kvöld. Barði sóknarprestinn augun í fyrsta sinn og kirkjuna bara augun. Held ég sé ekki búin að fara í kirkjuna síðan amma dúlla var jörðuð.....ussssss! Í kvöld var svona popp-messa í kirkjunni. Negrasálmar, klapp, dans og söngur, mér leið bara eins og ég væri í Ameríku nema ég var að syngja á íslensku.

Presturinn var svo með predikun. Nú kemur játning. Ég var sjálf í kirkjukór og hef að þeirri ástæðu farið í nokkuð margar messur. Það leiðinlegasta í þessum messum finnst mér alltaf vera predikun prestsins. Þessi predikun var aftur á móti alger snilld, ég bara hló og hló. Presturinn taldi upp ástæður þess hvers vegna við ættum ekki að lesa Biblíuna. Biblían væri sundurslitin og samhengislaus, í henni væru fordómar, hryðjuverk, endurtekningar og texti mjög erfiður aflestrar. Þar fyrir utan væri bókin sjálf óheillandi, hún væri svört, með endalausum númerum, letrið væri eins og í símaskránni og hún væri dálkaskipt eins og Lögbirtingablaðið og þar að auki væri vonlaust að lesa hana uppi í rúmi því hún væri svo þung....! Minns sat nú bar og gapti, hef bara aldrei heyrt íslenskan prest tala svona. Nema hvað eftir 15 mínútuna upptalningu á alls kyns neikvæðum hlutum skyldi presturinn mann eftir í lausu lofti með galopinn munn og setninguna "og allir horfðu til himins"!

Algerlega frábært og svei mér þá, ef allar messur væru svona skemmtilegar og hvetjandi myndi Janus smella sér mun oftar í messu. Alla vega bíð ég spennt eftir næstu poppmessu!

Hér er svo einn góður texti sem sungin var í kvöld.

Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir, gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífsins braut.

Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð.
Máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á.
Svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér.
Daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.

...og allir horfðu til himins, bæði þú og ég og Jesú á krossinum!

Tuesday, September 20, 2005

Klukkuð!

Soldið sniðugt þetta blogg-klukk! Þú ert klukkuð þýðir að þú verður að deila einhverjum fimm useless information á blogginu. Svo hér koma þær.
1. Ég nota núna skó númer 38.
2. Ég verð að sofa með ljós rúmföt.
3. Ég er hrædd við kríur.
4. Mér finnst ólívur vondar.
5. Heimurinn minn er blár.

Fór í Bónus í dag að kaupa pylsur fyrir partýið mitt á fimmtudaginn. Þurfti að kaupa pappír og berjaskál í leiðinni. Þarna var ég í Bónus á versta tíma en var samt eitthvað svo ótrúlega létt í skapinu. Röðin við kassana var náttúrulega mílu löng svo ég greip bara DV og fletti í gegnum þann ósóma. Meðan á þessari bið stóð fór ég fylgjast með konu sem tautaði og raulaði um það að það væri fáránlegt að það væri ekki svona hraðkassaröð. Hún flakkaði á milli raða sem svona ég er að flýta mér augnaráð með sína fáu hluti í handkörfu. Undir öllum kringumstæðum hefði ég leyft þessari konu að fara fram fyrir mig í röðinni en ekki þegar ég var búin að hlusta á hana. Fyrir mér mátti hún alveg dúsa allann daginn í röðinni. Hún sá það að hún komst ekki fram fyrir minn feita rass í röðinni og færði sig þess vegna yfir á næstu röð....þar sem ég tróð í pokann minn, búin að borga, þá sá ég konugreyið soldið langt frá kassanum, engin afgreiðslumaður í augnsýn....! Þá hefði nú verið betra að fela sig í skugganum af Jönu rassi.

Í DV var eitt fyndið...hvaða fimm einstaklingar ættu að fara í þáttinn hjá Hemma Gunn. Man ekki nöfnin á þessum sem þar stóðu nema Megas, það yrði nú ekki leiðinlegt að horfa á það sleferí. Mér finnst að það ætti að hafa þátt með Megasi, Árna Johnsen, Geir (sem heldur að hann sé svo frægur) og Herberti Guðmunds. Vá það myndi nú bara raðast á hilluna hjá Heilsubælinu og öðru snilldarsjónvarpsefni.

Svo er nú það. Er búin að sitja á deiti í allt kvöld með möppu sem heitir PBS - sem útleggst positive behavior system....vá hvað það er óspennandi lesning.

Later og verið velkomin í innflutningspartý á föstudagskvöld.

og ps. allir þeir sem eru með tengil hér við hliðina hafa nú formlega verið klukkuð og þurfa fyrir vikið að skrifa fimm tilgangslausa hluti á bloggið sitt....og hana nú!

Monday, September 19, 2005

Ég bara verð....

...að segja ykkur frá ónefndri útvarpskonu sem ætlaði að hljóma rosalega "pro" í varpinu í dag. "Fljótt skipast skin og skúrir í lofti hjá stjörnunum í Hollywood"!!!! WHAT!

Skil ekki hvernig þessi frú fór að því að koma þessu svona frá sér og ekki leiðrétta það.

Góðar stundir.

Saturday, September 17, 2005

..sem maður ei skilur.

Allt sem fer upp kemur niður, á eftir degi kemur nótt, 2+2 eru fjórir, svart og hvítt, maður og kona, norður og suður, feitur og mjór, sorg og gleði, gleði og sorg.

Oft hefur maður heyrt þessa frasa hér að ofan og hvað ef maður hreinlega ekki haldið að hlutirnir væru svona einfaldir. Allt sem fer upp kemur niður, nema það haldi bara áfram að fara upp þangað til við sjáum það ekki lengur, það týnist á bakvið tunglið. Ætti þetta svo ekki að virka í báðar áttir, það sem fer niður kemur upp? Kannski þegar það er kartafla, hún kemur á endanum upp aftur og endar í pottinum. Svo er það næsta víst að sumir fara upp þegar þeir kveðja lífið á þessari jörð meðan aðrir fara niður. Það breytist ekki - það sem er uppi er uppi og öfugt.

Á eftir degi kemur nótt, nema í júlí á Íslandi, þá kemur aldrei nótt. Hvað með þá sem vinna á nóttinni. Er þeirra dagur þá þegar nóttin er hjá okkur hinum. Og hvað með þá sem sofa aldrei eða þá sem sofa allan daginn, kemur þá nótt á eftir nótt og dagur á eftir degi eða kannski bara nótt á eftir degi?

2+2 eru 4 - samt eru einhverjir vitleysingar í heiminum sem halda að þeir geti sannað það að 2+2 séu í rauninni 5. Aðrir leggja saman 2+2 og fá út fáránlegustu kjaftasögur í heimi. Þar geta 2+2 orðið 10, jafnvel 11.

Andstæðan svart og hvítt, það sem er svart getur ekki orðið ólíkara því sem hvítt. Samt erum við öll eins sama þó við séum svört eða hvít eða eins og ég svona bleik. Ef við blöndum saman svörtu og hvítu verður til grátt - samt eru engar gráar manneskjur til. Við höfum kannski ekki fengið réttu litina í Múrbúðinni.

Maður og kona. Eitt sinn hélt einhver að það væri það eina rétta. En ekki nú, nú getur þetta verið kona og kona, karl og karl. Meira segja getur karl orðið kona og kona orðið karl. Innan skamms skilgreinum við okkur kannski bara sem hvorukyn. Þá myndi ekki vera neinn launamunur á milli kynja því þá værum við öll sama kyns með sömu skítalaunin.

Norður og suður - ef þú ert á leiðinni í norður og snýrð þér við ertu á leiðinni í suður, nema þú snúir ekki í rétta átt, þá veistu ekkert hvar þú ert - þú ert bara á þinni leið.

Feitur og mjór. Merkilegt nokk að við skulum vera farin að flytja inn fitubollur frá Noregi, maður myndi nú ætla að nóg væri hægt að krukka í Íslendinga svo við förum nú ekki að flytja inn fólk frá Noregi í þessar aðgerðir. Manni hefur nú sýnst að við á klakanum höfum að nógu að taka.

Sorg og gleði, gleði og sorg. Hvort er orsök og hvort er afleiðing. Pavlov myndi segja ef þú misnotar annað þá færðu ekki hitt, og ef þú prófar ekki hitt færðu ekki annað. Þýðir það að þegar sorgin bítur í hjartað sé það pottþétt að innan skamms komi gleðin og fylli hjartað aftur lífi? og ef þú sofnar á verðinum og leyfir gleðinni að fylla þig bjóðir þú sorginni heim. Væri kannski betra að fara í gegnum lífið með strik en ekki skeifu, upp eða niður.

Það er manni óskiljanlegt vitandi þessar staðreyndir að lífið komi manni á óvart. Stundum meira að segja læðist það aftan að manni og jafnvel bítur mann í rassinn án þess að við áttum okkur á því að það sé á leiðinni.

Það sem manni er erfiðast að skilja í þessu bjánalega samhengi er dauðinn. Í örfáum tilfellum er dauðinn líkn, samt vill engin kynnast slíkum dauða. Í öðrum tilfellum er dauðinn algerlega óskiljanlegur. Þetta á sérstaklega við þegar dauðinn tekur líf barna, jafnvel ófæddra barna. Hvers vegna vekur lífið væntingar í brjóstum fólks til þess eins að leggja á þetta sama fólk ómældan sársauka. Gleði og sorg - lítur þetta allt einhverjum lögmálum. Það getur samt ekki verið því alls staðar er börnin fagnað með gleði, engin verður sorgmæddur þegar barn er á leiðinni í heiminn. Þetta er bara óskiljanlegt, svona bara á ekki að gerast. Svona má ekki gerast.

Vei mér aumri manneskju sem heldur að klaufaleg orð geti haft áhrif. Samt geta orðin haft meiri áhrif en þögnin. Nema þögnin sé betri en orðin. Úffff...!

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.

Vangaveltur sem brjótast um í hausnum á mér eru stundum óskiljanlegar. Boðskapurinn einfaldur, maður gengur víst ekki að neinu vísu. Maður heldur að allir hlutir og persónur í kringum mann séu þekktir en...svo er það víst ekki. Endum þetta á einni góðri vísu og teljum okkur trú um að við höfum stjórn á öllu.

Guð, sem elskar öll þín börn,
ætíð, faðir, sért mín vörn.
Hjá mér vertu úti’ og inni,
allt mitt fel ég miskunn þinni.

Sendi þeim sem þennan texta skilja mínar dýpstu, dýpstu samúðaróskir. Lögmálið segir að á eftir sorg komi gleði.

Wednesday, September 14, 2005

Hinir skrýtnu dintir!!

Stundum dettur maður í þá hugsun að íhuga af hverju í ósköpunum er ég svona skrýtin? Ég gat engan vegin sofnað í gærkvöldi, lá og starði upp í loftið, dauðþreytt en náði bara ekki að festa svefn. Eftir nokkra umhugsun fattaði ég hver ástæðan fyrir þessu var...ég var bara með einn kodda í rúminu. Ég dröslaðist því fram úr, kveikti ljós og fann hinn mýkri koddann minn. Stuttu seinna sofnaði ég. Í morgun var koddinn á gólfinu en ég svaf eins og steinn, notaði koddann alveg pottþétt ekki í nótt því ég nota bara eitt horn á kodda.

Klukkan hringdi klukkan 7, samt fór ég ekki fram úr fyrr en klukkan hálf 8 - samt var ég ekki sofandi, fyrir vikið var ég orðin of sein til að hjóla í skólann, ég keyrði því og dó úr leti á leiðinni.

Ég ætla að lemja hann með ást, hið bjánalegasta sjónvarpsefni hefur verið fundið upp...þetta contender. Einn heilalamdi vitleysingurinn sagði í gær, "mér líkar svo vel við hann, ég mun berja hann með ást???" Hvernig er hægt að lemja með ást? Ég lamdi þig með ástinni minni. Í lokin voru þessi karlagrey báðir blæðandi og stóðu varla í lappirnar fyrir heila-lemjum. Óskiljanlegt alveg hreint.

Er í mestu vandræðum með furðulega nágrannann minn. Einhver strákslingur sem á pottþétt eftir að labba inn á mig á dollunni einhvern daginn. Ef svalahurðin er opinn er krakkinn bara á leiðinni inn. Ég gerði svona ímyndaða línu á grasið í gær sem átti að afmarka lóðina mína...."ég vil ekki að þú farir inn á lóðina mína!!!!" Spurning hvort hann verður búinn að gleyma því á eftir.

Takk fyrir að vera pissið í buxunum mínum, sjaldan talið það vera merki um góða vináttu að pissa í annars manns buxur, en hvað gerir maður ekki til að halda hita á vinum sínum ;) ...sem betur fer vitið þið ekki um hvað ég er að tala.

Fríða frænka átti strák í gær, stóran strák sem von er því gaurinn að tarna var ekkert að flýta sér í heiminn, ætli heimurinn hafi tekið á móti honum með lemjandi ást? Til hamingju Fríða og Georg.

Anyways - the blue bathroom bíður litar og fjúd, fjú hvað það verður flott :)

Tuesday, September 13, 2005

Nóg að gera!

Allt að smella, vistarverurnar farnar að líta út eins og mannabústaður.

Vantar nokkra hluti til að fullkomna sköpunarverkið. Í stofuna eru komnir þessir líka massívu leðursófar, á gólfið alveg massafín blá gólfmotta og hillusamstæðan með öllum græjunum sem venjulegur einstaklingur þarf á að halda í dag. Það á reyndar eftir að tengja það allt enda ekki verkefni fyrir hina tækjafötluðu Jönu, en aðstoð berst í vikunni. Það vantar reyndar sófaborð en það stendur til bóta og von á því um leið og greiðsla fæst fyrir gamla sófann.

Fór í Rúmfatalagerinn í dag til að kaupa mér svona bastkörfur í fatahengið. Labbaði þaðan út með fýlusvip og hugsaði mér að nú hefði ég ekki lengur efni á því að kaupa mér að borða fyrr en næsta Vísatímabil hefst. Fór svo að skoða kassakvittunina og sá að ég hafði verið látin borga alltof mikið fyrir þessa fáu hluti. Ég skundaði því aftur í Lagerinn fullviss um að ég myndi endurheimta þessa aura mína. Sá fyrir mér dýrindis pastarétti og meðlæti alla næstu viku...en ég fékk bara innleggsnótu :( Ég borða því bara seinna eða bíð mér í mat á réttu stöðum.

Eldhúsinnréttingin er á leiðinni á Selfoss svo hægt sé að sprauta yfir skemmdir fyrri Eigenda /leigenda á henni - hún verður sprautuð með trukkalakki....! Veit ekki hvers vegna það er besti kosturinn en það er allt betra en að hafa hana svona eins og sebrahest. Reykingarstybban í íbúðinni er á undanhaldi sem betur fer - það er vibbi að þurfa að taka við svona reyktu húsnæði - en ilmkerti og sápa vinnur á þessu. Skil ekki hvernig fólk getur gert þetta, anga eins og öskubakki meira að segja þó þú myndir fela þig inni í skáp.

Notaði tækifærið í dag vegna upp og niðurgangs í nótt sem héldu mér frá vinnu í dag og hringdi í öll þau fyrirtæki sem þarf að hafa samskipti við eigu á eigin húsnæði. Síminn sem nota bene fyrri eigandi var ekki búin að láta aftengja, Orkuveitan sem fyrri eigandi var ekki búin að segja upp. Oj bara að þurfa að hringja þangað lét mig fá velgjuhroll, hvern ætli asninn sé farinn að nota núna hann hlýtur að vera búin að finna einhvern annan til að hafa gott af núna nema hann sé ennþá svona skemmdur í hausnum eftir fyrri hugsjúku kærustu. Múhahaha!!!! Vona fyrir hönd annarra einhleypra kvenna á landinu að hann haldi sig frá kvennkyninu.....fái sér bara slöngu, eða könguló eða ávaxtaflugu, sem lifir bara í einn dag.....anyways. Svo hringdi ég í bankann komst af því hvernig ég borgaði reikninga mína. Merkilegt nokk að hafa svona þjónustufulltrúa, ég vissi í alvöru talað ekki hvernig þessir reikningar borgðust. Nýja debetkortið á leiðinni, búið að vera í fríi í nokkrar vikur í Keflavík og ekki seinna vænna að fara að koma því gang.

Púslaði tölvunni minni saman í dag og get því setið hér og bloggað. Orðin sjálfs míns herra eða frú eða fröken, eða bara hnáta. Hver veit?

Er ég kannski bara ávaxtafluga sem lifi í einn dag?

Sunday, September 04, 2005

Innrás fílanna!

Get ekki munað hvort fuglinn fíll er skrifað með ý eða ekki og mun því skrifa fíll með einföldu í því mér finnst það líta betur út þannig :)

Eitthvað dularfullt gerðist í dag. Fílarnir villtust! Á leiðinni á milli Selfoss og Hveragerðis voru að minnsta kosti tíu dauðir fílar. Þar fyrir utan voru þeir sem hlupu um ófleygir og biðu þess eins að vera undir hjólum bílanna. Hver er orsökin fyrir þessari áttavillu fílanna? Eru þeir kannski byrjaðir að reyna að smita okkur af fuglaflensunni?

Ég fann til með fílunum, langaði að stoppa og stinga þeim í aftursætið og keyra með þá að sjó svo þeir gætu flogið á vit ævintýranna. En ég var á pabba bíl, vildi ekki fá lýsisgubb í aftursætið á pabba bíl. Ég spólaði því bara á fílaheilunum og vonaði að þeir væru nú þegar steindauðir svo þeir myndu ekki finna til. Fór að hugsa um skiptið þegar kennarinn minn hringdi í mömmu til að láta hana vita af því að ég mætti alltaf orðið of seint í skólann. Mamma náttúrulega ekki sátt því alltaf sendi hún mig snemma af stað í skólann. Af hverju var Jana litla þá svona sein í skólann? Jú, hún var að bjarga áðnamöðkunum sem óvart villtust út á götuna í rigningartíðinni. Hver annar átti að hugsa um hagsmuni þessara vesalinga.

Svona var maður nú vitlaus - í dag horfði ég á barn gefa hundi áðnamaðk og ég spólaði á fílnum!

Mánudagur framundan, nóg að gera þó ekki væri fyrir ómálaða veggi.

Saturday, September 03, 2005

Dagur eitt!

Í dag var þrifið, þrifið og þrifið. Eldhússkáparnir sem voru ljósbrúnir eru núna svo antikhvítir. Veggirnir sem voru svona drullulegir á litinn fengu sinn undrunarlega lit. Loftið sem var gult, viðbjóður, sást greinilega hvar kerlan sat þegar hún reykti því þar var loftið hálf slepjugt - loftið var líka tuskað og volla....smán saman náði sápulyktin yfirhöndinni og lykt að skít og tóbaki varð að láta í minni pokann.

Ég og Anna Guðrún máluðum svo alla gluggana og svalahurðina og svo málaði ég loftið í svefnherberginu. Nú er það bara hvítt með engum tóbaksskýjum. Ég hitti svo nágrannana sem dönsuðu í tvo daga þegar þau sáu að leigjandinn var fluttur út. Út af hverju spyrjið þið? Jú, jú þau gátu ekki haft opna gluggana hjá sér því þá var eins og það væri verið að reykja inni hjá þeim. Vá hvað ég skildi þau vel. Þetta er sem sagt ungt par með lítið barn. Þó að íbúðin mín sé hæfilega stór fyrir mig - þá OMG ekki skil ég hvernig þau koma öllu þessu barnastússi inni í þessa stærð af íbúð. Hún er ekki eins skipulögð og íbúðin mín og þau ég segi sjálf frá þá nýtist hún ekki eins vel. Anyways ég ætlaði svo að mála svefnherbergið grátt en fannst þegar ég var búin að mála smá bút að þessi liturinn væri of dökkur. Ég ákvað því bara að geyma að mála þetta og plata manninn í málnigarbúðinni til að setja smá hvítan lit út í gráa litinn minn.....!

Annars nóg eftir. Á morgun er planið að mála öll loftin sem eftir eru - og nota bene - það er geggjað erfitt að mála loft. Svo kemur í ljós hvort ég fæ mann til þess að slípa parketið í vikunni - þá ætla ég ekki að fara með rúmið mitt í bæinn fyrr en um næstu helgi - leyfum bara þeim manni að hafa alla parket fletina auða.

What else - erum að fara í pottinn með stóran bjór - svo, svo notalegt.

Friday, September 02, 2005

..og svo meiri fréttir!

Ákvað að bruna á Selfoss í kvöld og ná góðum svefni í nótt. Mig hlakkar svo til að sofa í minns eigin rúmi. Ekki það að kojan fyrir ofan Árna Þór sé slæm - mig langar bara í mitt. Ég var svo dofin í dag að ég vissi varla hvað ég hét. Fór og keypti gráa málningu á svefnherbergið og hvíta málningu á öll loftin. Það er svo mikil tóbaksstækja í íbúðinni minni, svo mikil að reykingamaðurinn sem kom þangað inn í dag hálf-kúgaðist...! Þá er það slæmt.

"Letin er aðallega hlutskipti þeirra sem eru að horfa heima í stofu. Sjónvarpið er andstæða carpe diem. Eyddu tímanum í ekkert og vertu vansæll." Fann þessar setningar áðan í grein á Visir.is Hún er nokkuð góð svona slitin úr samhengi - nú er ykkar að ákveða úr hvaða samhengi hún var slitin og hversu sönn hún er svona ein og sér!

Ég vil flugvöllinn burt, né ég, ég sagði það fyrst, já ég vil gera meira en þú, fara, vera, fara, vera, hættu að herma eftir mér, hætt þú að herma eftir mér, þetta var mín hugmynd, né mín hugmynd, hefur þú enga sjálfsstæða skoðun!!!! Svona hljómaði viðtalið sem ég heyrði í dag....já það líður að kosningum!

Later - geiter.

Thursday, September 01, 2005

Fréttir

Sá á síðunni hjá Helenu að 13 lönd séu um 5% af heiminum. Danmörk, Noregur, Skotland, Írland, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Lúxemborg, Spánn, Króatía, Slóvenía, Ítalía, Austurríki, Bandaríkin, Ungverjaland - það eru nú bara 15 lönd og svo auðvitað Vestmannaeyjar!! Ég er þá sennilega búin að sjá svona 5,5% af heiminum. Gaman af því.

Fólkið í New Orleans sveltur til bana. Björgunarmenn geta ekki verið að bjarga því þeir þurfa að vera í öryggisgæslu, passa baunadósirnar í Wal-mart, þar af leiðandi fær fólkið ekki björgun og engin fær að borða. Það er því ekki nema von að Bush sendi bara 40.000 hermenn til New Orleans til að halda uppi lögum og reglu. Hefði verið nær að senda 40.000 baunadósir þá hefði ekki þurft að skaffa þessum 40.000 hermönnum mat líka. Svona erum við nú ófullkomin. Teljum okkur trú um að við séum safe í okkar steinsteypuklumpum og svo kemur kelling með eins fallegt nafn og Katrín og svúff maður bara býr á götunni.

Í dag hætti ég nefnilega að búa á götunni, eða já svona nokkurn veginn. Fékk lyklana í dag! JEI! Komst að því mér til mikillar ánægju að "öryrkinn" sem í íbúðinni bjó þreif ekkert áður en hún flutti út - fékk meira að segja bremsuför í dollunni og allt. Ég dró upp gardýnuna í stofunni og við mér blasti þessi líka massa-kóngulóarvefur. En.....það verður geðveikt að sjá íbúðina eftir á - þegar allt er tilbúið. Fór líka í dag og verslaði mér sófasett. Geðveika leður sófa og þá meina ég geðveika. Fer að kaupa málningu á morgun og svo ætlum við að mála á laugardaginn. Það þarf að mála allt - þá meina ég veggi, loft, glugga og gólf (í geymslunni). Nokkuð margar skrúfur þarf að herða, eða bara setja, og án vafa þarf að eyða nokkrum tímum í eldhúsinu. Mig langar alveg gríðarlega til að láta sprauta eldhúsinnréttinguna - en koma aurar koma ráð.

Hef til sölu minn undarfallega bláa svefnsófa, sá hefur heldur betur fengið á kenna á því gegnum tíðina. Ef þið vitið um einhvern sem vantar sófa fyrir lítinn pening þá látið mig vita. Svo lítur út fyrir að ég geti ekki heldur haft þurrkarann minn :( - er ekki alveg tilbúin til að sætta mig við það strax - sá eina smugu áðan sem ég ætla mér að kanna til hlítar. Það er alveg ferlegt að vera þurrkaralaus þegar maður er einu sinni orðin vanur því að nota slíkt apparat.

Það fækkaði um einn nemanda í bekknum mínum í dag, sá flutti meira að segja á Selfoss. Ekki svo sem í frásögur færandi, nema að í tvo tíma leit sem sagt út fyrir að ég yrði bara með 18 nemendur, en það var bara í tvo tíma því þá bættist annar nemandi við í staðinn svo ég er aftur orðin með 19 nemendur. Algjörar dúllur. Þegar ég kveð þau á daginn þ.e. tek í hendina á þeim og þakka þeim fyrir daginn og segi þú varst dugleg/ur í dag þá svara þau öll orðið "þú varst líka mjög dugleg í dag"......! Ahhhh svo sætt. Ein prinsessan kyssir mig meira að segja alltaf bless, svona fiðrildakoss.

Hvað annað - systir mín kemst á fertugsaldurinn á morgun :) HAHAHAHA hún er að verða þrítug kellan. Veisla framundan mitt í svona næturvaktatörn.

Einn góður í lokin í boði Árna Þórs litla frænda - "af hverju eru gíraffar með svona langan háls?"
.....því það er svo vond táfýla af þeim....!

Góðar stundir og bannað að hætta að blogga því það er svo gaman að fylgjast með ykkur.