Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, September 03, 2005

Dagur eitt!

Í dag var þrifið, þrifið og þrifið. Eldhússkáparnir sem voru ljósbrúnir eru núna svo antikhvítir. Veggirnir sem voru svona drullulegir á litinn fengu sinn undrunarlega lit. Loftið sem var gult, viðbjóður, sást greinilega hvar kerlan sat þegar hún reykti því þar var loftið hálf slepjugt - loftið var líka tuskað og volla....smán saman náði sápulyktin yfirhöndinni og lykt að skít og tóbaki varð að láta í minni pokann.

Ég og Anna Guðrún máluðum svo alla gluggana og svalahurðina og svo málaði ég loftið í svefnherberginu. Nú er það bara hvítt með engum tóbaksskýjum. Ég hitti svo nágrannana sem dönsuðu í tvo daga þegar þau sáu að leigjandinn var fluttur út. Út af hverju spyrjið þið? Jú, jú þau gátu ekki haft opna gluggana hjá sér því þá var eins og það væri verið að reykja inni hjá þeim. Vá hvað ég skildi þau vel. Þetta er sem sagt ungt par með lítið barn. Þó að íbúðin mín sé hæfilega stór fyrir mig - þá OMG ekki skil ég hvernig þau koma öllu þessu barnastússi inni í þessa stærð af íbúð. Hún er ekki eins skipulögð og íbúðin mín og þau ég segi sjálf frá þá nýtist hún ekki eins vel. Anyways ég ætlaði svo að mála svefnherbergið grátt en fannst þegar ég var búin að mála smá bút að þessi liturinn væri of dökkur. Ég ákvað því bara að geyma að mála þetta og plata manninn í málnigarbúðinni til að setja smá hvítan lit út í gráa litinn minn.....!

Annars nóg eftir. Á morgun er planið að mála öll loftin sem eftir eru - og nota bene - það er geggjað erfitt að mála loft. Svo kemur í ljós hvort ég fæ mann til þess að slípa parketið í vikunni - þá ætla ég ekki að fara með rúmið mitt í bæinn fyrr en um næstu helgi - leyfum bara þeim manni að hafa alla parket fletina auða.

What else - erum að fara í pottinn með stóran bjór - svo, svo notalegt.

0 comments:

Post a Comment

<< Home