Helgin!! og annar hroðbjóður.
Já þá er bara komið að þessu, vinna á morgun. Sjö vikna sumarfríi lokið og alveg 4o og eitthvað vikur þangað til næsta sumarfrí byrjar og Janus getur farið aftur út, í þetta sinn í Danaveldi....!
Helgin var skemmtileg er frá er talið úrhellisrigning í morgun. Á föstudaginn fór í afmæli hjá ofur-Mumma mínum í Keflavík. Mummi var að smella í fimmtugt, fimmtíu kílóum léttari og einum geisladisk ríkari. Mummi hélt útgáfutónleika og svo afmælispartý strax á eftir. Kallinn bara flottur með stóra hljómsveit, sprengjur og allan pakkann. Bara gaman. Svo tók veislan við. Heiðarskóli var mættur á einu bretti, flottur hópur sem Janus á eftir að sakna. En lét lofa því að mér yrði boðið í fyrsta partýið....!
Um miðnætti brunaði ég svo austur aftur því á Þingborg var ættin samankomin á fyrra ættarmóti sumarsins. Þetta er hinn rauðhærði ættleggur og víða þyrfti að leita til að finna eins marga með þennan óalgenga hárlit. Ástæðan ku vera hinn rauði lækur sem rennur nálægt Litlu-Reykjum!!! Ekki verri skýring en hvað annað. Alla vega stóð skemmtinefndin sig vel og ætttingar vel móttækilegir fyrir furðulegum leikjum og fíflagang. Gaman að þessu. Gerði alveg snarvitlaust veður seinnipartinn í gær þannig að húsið mitt fauk um koll, ég svaf því bara eina nótt í tjaldi og hina nóttina á Selfossinu. Svo rigndi náttúrulega bara hundum og köttum í morgun, bíllinn minn sem stóð á tjaldsvæðinu stóð allt í einu á miðju stöðuvatni og sýndi einstaka hæfileika til að synda úr þeim hrakningum.
Anyways - var að lesa fréttablaðið áðan og varð þetta litla pirruð. Veit ekki hvort þið rákuð augun í þessa grein: Hjólabuxur og annar hroðbjóður. Í stuttu máli fjallar þessi grein um það að fólk sem á við offitu (yfir kjörþyngd) að stríða eigi/megi ekki klæða sig í stuttbuxur og hlýrabol þegar sólin skín. Segir orðrétt: "það má ekki koma sólarglæta þá eru dömur landsins mættar út í opnum sandölum og á hlýrabolum allt flegið bert og stutt. Þá er ekki spurt að því hvort viðkomandi sé í kjörþyngd eða ekki" - og hana nú. Ef þú ert yfirkjörþyngd ert þú hroðbjóður ef þú ferð í hlýrabol og sandala, það er náttúrulega alveg viðbjóðslegt að voga sér í sandala ef þú ert yfir kjörþyngd!!!! Hvað er það? Eru tærnar ljótari á feitu fólki? Deili á Fréttablaðið fyrir að birta annan eins hroðbjóð eins og þessa grein og það á degi þar sem verið er að fagna minnkandi fordómum í íslensku samfélagi gagnvart samkynhneigðum. Kannski við þyrftum næst að minnka fordóma gagnvart "yfir kjörþyngd" fólki. Við gætum þá safnast saman í miðbænum og gengið á stuttbuxum, hlýrabol og sandölum niður Laugaveginn og fagnað frelsi einstaklingsins, frelsi til að klæða sig eins og honum líður best, meira að segja þegar að sólin skín.....enda þennan reiðilestur á orðum blaðamannsins
Þetta verður að laga, þeir taki það til sín sem eiga.
Helgin var skemmtileg er frá er talið úrhellisrigning í morgun. Á föstudaginn fór í afmæli hjá ofur-Mumma mínum í Keflavík. Mummi var að smella í fimmtugt, fimmtíu kílóum léttari og einum geisladisk ríkari. Mummi hélt útgáfutónleika og svo afmælispartý strax á eftir. Kallinn bara flottur með stóra hljómsveit, sprengjur og allan pakkann. Bara gaman. Svo tók veislan við. Heiðarskóli var mættur á einu bretti, flottur hópur sem Janus á eftir að sakna. En lét lofa því að mér yrði boðið í fyrsta partýið....!
Um miðnætti brunaði ég svo austur aftur því á Þingborg var ættin samankomin á fyrra ættarmóti sumarsins. Þetta er hinn rauðhærði ættleggur og víða þyrfti að leita til að finna eins marga með þennan óalgenga hárlit. Ástæðan ku vera hinn rauði lækur sem rennur nálægt Litlu-Reykjum!!! Ekki verri skýring en hvað annað. Alla vega stóð skemmtinefndin sig vel og ætttingar vel móttækilegir fyrir furðulegum leikjum og fíflagang. Gaman að þessu. Gerði alveg snarvitlaust veður seinnipartinn í gær þannig að húsið mitt fauk um koll, ég svaf því bara eina nótt í tjaldi og hina nóttina á Selfossinu. Svo rigndi náttúrulega bara hundum og köttum í morgun, bíllinn minn sem stóð á tjaldsvæðinu stóð allt í einu á miðju stöðuvatni og sýndi einstaka hæfileika til að synda úr þeim hrakningum.
Anyways - var að lesa fréttablaðið áðan og varð þetta litla pirruð. Veit ekki hvort þið rákuð augun í þessa grein: Hjólabuxur og annar hroðbjóður. Í stuttu máli fjallar þessi grein um það að fólk sem á við offitu (yfir kjörþyngd) að stríða eigi/megi ekki klæða sig í stuttbuxur og hlýrabol þegar sólin skín. Segir orðrétt: "það má ekki koma sólarglæta þá eru dömur landsins mættar út í opnum sandölum og á hlýrabolum allt flegið bert og stutt. Þá er ekki spurt að því hvort viðkomandi sé í kjörþyngd eða ekki" - og hana nú. Ef þú ert yfirkjörþyngd ert þú hroðbjóður ef þú ferð í hlýrabol og sandala, það er náttúrulega alveg viðbjóðslegt að voga sér í sandala ef þú ert yfir kjörþyngd!!!! Hvað er það? Eru tærnar ljótari á feitu fólki? Deili á Fréttablaðið fyrir að birta annan eins hroðbjóð eins og þessa grein og það á degi þar sem verið er að fagna minnkandi fordómum í íslensku samfélagi gagnvart samkynhneigðum. Kannski við þyrftum næst að minnka fordóma gagnvart "yfir kjörþyngd" fólki. Við gætum þá safnast saman í miðbænum og gengið á stuttbuxum, hlýrabol og sandölum niður Laugaveginn og fagnað frelsi einstaklingsins, frelsi til að klæða sig eins og honum líður best, meira að segja þegar að sólin skín.....enda þennan reiðilestur á orðum blaðamannsins
Þetta verður að laga, þeir taki það til sín sem eiga.
0 comments:
Post a Comment
<< Home