Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, August 03, 2005

Nýtt blogg og nýtt fólk!

Var að endurnýja hægri listann minn. Setti í salt nokkra óvirka bloggara og bætti við nokkrum nýjum linkum. Setti til að mynda link yfir á hana Lilju Bríet sem er litla dóttir Daða og Sillu, bara snúll. Svo bætti ég Carlo cisv-vini mínum inn. Stóru frænkur mínar tvær Hanna Fríða og Anna Margrét eru báðar farnar að blogga svo enn stækkar hinn daglegi vina bloggrúntur. Ég setti líka link yfir á ógeðslega fyndið blogg hjá einhverjum bara fyndnum gaur og líka link á tíkin.is. Ef þið hafið ekki fylgst með þeirri síðu er um að gera að skoða hana :)

Jæja það er erfitt að finna hvar eigi að byrja þegar svona margir dagar hafa liðið. Verslunarmannahelgin var mjög skemmtileg - fór ásamt góðum vinum á Flúðir. Vorum í nýja tjaldinu hennar Gugga sem var akkúrat að hentugri stærð fyrir allan hópinn. Gaman að sofa öll saman í svona stóru tjaldi. Hausverkur dauðans herjaði bæði á mig föstudags og laugardagskvöld og skemmdi því eiginlega fyrir drykkju bæði kvöldin, þó verkjalyf hafi gert það að verkum að aðeins var hægt að sturta í sig á laugarsdagskvöldið. Hef vissar hugmyndir um hvers vegna hausverkurinn kom og kemur alltaf þegar ég fæ mér í glas...en segi það ekki upphátt :( Fórum á ball á laugardagskvöldinu með Rúnar Júl og það var bara gaman, dansaði eins og vitleysingur, high on panódíl. Átum massa góða pitsu eftir ballið og fórum svo að sofa enda tjaldið á fjölskyldusvæðinu....hvernig það gerðist veit enginn :)

Við fórum svo heim á sunnudeginum, alveg nóg að djúsa svona tvö kvöld í röð. Ég kom hérna heim og fór í sturtu, fékk mér fegrunarblund og brunaði svo inn í Galtalæk þar sem foreldrar og systkini mín voru. Þurfti ekkert að borga inn, fékk grill hjá m+p og fór svo á kvöldvökuna um kvöldið. Nælon og Raggi Bjarna voru flott, bara gaman að hlusta. Helgi Valur trúbador hefði betur verið geymdur heima. Hann söng 4 lög - halelúja, frumsamið lag um dauðann, eitthvað lag eftir snoop-dog og svo Stairway to heaven.....á fjölskyldumóti - ekki alveg rétta lagavalið. Á móti sól tók svo við. Vissuð þið að það er til lag um það hvernig maður fær sortuæxli - millikaflinn er "hann fer í ljós þrisvar í viku". Funny, funny. Ég renndi svo heim aftur einhvern tíma um miðnætti og svaf eins og ungabarn langt fram á næsta dag.

Þetta var á mánudag, síðan er ég bara búin að rotna uppi í sófa að horfa á friends, eða uppi í rúmi að lesa Harry Potter, eða hanga hér í tölvunni á msn. Það verður liggur við ljúft að fara að vinna aftur, koma smá reglu á, alla vega byrja daginn fyrir hádegi. Það er nú svo sem ekki lengi að bíða því ég byrja að vinna á mánudaginn, eftir 4 daga - sumarið bara búið en samt rétt að byrja. Fékk útborgað frá Reykjavíkurborg um mánaðarmótin, skattkortið náttúrulega ennþá í Keflavík og Janus hvorki fleiri né færri en 7 launaflokkum lægri....alveg 4 lægri en skyldan segir. Hlýtur að vera gaman að reikna út laun þegar þú veist ekkert um þann sem launin á að fá, bara svona gisk útborgun....gaman af því. Leiðréttist um næstu mánaðarmót.

Magnað að hlusta á þrumurnar á Selfossinu í allan dag, bara eins og maður væri í útlöndum. Er búin að búa mér til enn eina myndasíðu - er núna með myndir á yahoo - set tengil þegar ég er búin að hlaða á hana. Er að fara í tónleika og fimmtugsafmæli á föstudaginn í Keflavík og svo er ættarmótið góða um helgina. Er að verða búin að setja niður skemmtidagskránna, vona bara að öðrum finnist ég eins og skemmtileg og ég er búin að telja mér trú um að ég sé.

Svo er nú það. Er að fara að hlaupa, reyna að halda smá í vor/sumarþolið svo ég komist 7 kílómetrana í Reykjavíkurmaraþon - Gaman er í ykkur að heyra.

Janus - oh men - jólasveinn.

0 comments:

Post a Comment

<< Home