Ingólfsfjall!
Fór á Ingólfsfjall í gær með börnin mín fjögur. Var búin að plana að fara með þau á Esjuna en hafði einhvern vegin slæma tilfinningu fyrir þeirri ferð! Það hafa ábyggilega verið einhver skrímsli í Esjunni í gær :) úúúú! Kjáninn ég læt slæmar draumfarir hafa áhrif á mig og þorði ekki í Esjuna og fór því með börnin upp á Ingólfsfjall í staðinn. Það var náttúrulega bara geðveikt veður og fjallið og umhverfið skartaði sínu fegursta. Á toppi sá maður vítt, Eyjafjöllin, Vestmannaeyjar, til Stokkseyrarbakka, Þorlákshafnar, Hveragerði og Hellisheiðina. Að ógleymdum hinum eina sanna Selfossbæ. Uppi á toppi tók ég fullt af myndum af börnunum í mörgum tegundum af bolum sem búið er að styrkja okkur um, með íslenska fánann og með Tuma voffa sem náttúrulega fékk að fara með. Alveg magnað hvað 11 ára gömul börn eru hraust, þau hreinlega hlupu upp fjallið, og ég í býsna góðu formi var eins og gömul frú á eftir þeim og var ekki að fíla það!!!!
Við fórum svo heim til mömmu og grilluðum hamborgara og slökuðum á, keyptum ís á Arnbergi og brunuðum aftur í bæinn. Það voru því býsna undin og rykug börn sem skiluðu sér heim um tíuleytið í gærkvöldi. Núna eru aðeins 9 dagar í brottför og ég á eftir að gera svo mikið. Mig vantar gsm-síma sem virkar í Bandaríkjunum, get lánað ykkur nýja gsm-símann minn í staðinn....! Hvers vegna eru Ameríkanar alltaf öðruvísi aðrir?
Þá er líka komið að því. Síðasti vinnudagurinn í Heiðarskóla. Smá blendnar tilfinningar. Sem sagt komin í frí til 8 ágúst. Vertu velkomið sumar.
Janus sommer aðdáandi.
Við fórum svo heim til mömmu og grilluðum hamborgara og slökuðum á, keyptum ís á Arnbergi og brunuðum aftur í bæinn. Það voru því býsna undin og rykug börn sem skiluðu sér heim um tíuleytið í gærkvöldi. Núna eru aðeins 9 dagar í brottför og ég á eftir að gera svo mikið. Mig vantar gsm-síma sem virkar í Bandaríkjunum, get lánað ykkur nýja gsm-símann minn í staðinn....! Hvers vegna eru Ameríkanar alltaf öðruvísi aðrir?
Þá er líka komið að því. Síðasti vinnudagurinn í Heiðarskóla. Smá blendnar tilfinningar. Sem sagt komin í frí til 8 ágúst. Vertu velkomið sumar.
Janus sommer aðdáandi.
1 comments:
At 9:03 AM, Gugga said…
Til hamingju með sumarfríið litli prílari. Minn sími er orðinn langa-langa-langaafi og virkar örugglega ekki í ammríku.
Post a Comment
<< Home