Nýjustu fréttir!
Nú eru einungis tveir dagar eftir í Heiðarskóla. Núna er stofan mín tóm, tómir veggir, tómar skúffar, tóm sæti og pínulítið tómarúm í hjartanu. Börnin farin út í vorið, búin að kveðja kennarann sinn og kennarinn búin að kveðja þau.......vá hvað það var erfitt. Náði nú samt að kveðja alla með bros á vör og loka á eftir þeim síðasta áður en stíflan brast. Æ, þetta er bara sorglegt...... En eftir nokkrar vikur koma ný börn á nýjum stað. Ég fékk aftur fullt af gjöfum og kossum, alltaf hálf kjánalegt að taka við svona hrósi, sérstaklega þar sem búið var að gefa mér sérsmíðaða silfurskartgripi :)
Hvað meira skal segja?
Ég fór í vissuferð í vinnunni í gær og svo heppilega vildi til að farið var á heimaslóðir mínar, sem sagt austur fyrir fjall. Veðrið var náttúrulega frábært eins og það er alltaf hér (remba, remba). Byrjuðum í Þrastarskógi. Janus hélt hann væri guide og ruddi út úr sér alls konar fróðleik um svæðið. Bara gaman. Í skóginum var borðað og hlegið og viðurkennt. Svo var brunað á Stokkseyri í Kajak ferð. Fyndið að troða sér í pollagalla, stígvél og björgunarvesti og fara svo út á vatnið og stinga árinni niður í drulluna þ.e. vatnið var ekki nema hnédjúpt. Maður stýrði sér bara í drullunni. Eftir kajakinn var eldsnögg sturta og svo matur. Ég elska skemmtinefndina mína fyrir að hafa ákveðið að fara að borða á Hafinu bláa í stað þess að fara á Við fjöruborðið á Stokkseyri....hjúkk! Anyways flottur matur, nema geðveik magapína (ábyggilega út af nálægð við Stokkseyri), meiri bjór og meiri brandarar. Fór samt snemma heim þó eftir rúmlega 12 tíma sukkerí. Gaman að svona dögum.
Í dag fór ég svo í sveitina mína, í sund með fjögur frændsystkini og stór og rauður sólarkoss yfir og allt um kring, aðra helgina í röð. Ég er bara freknótt. Halldór Daði litli engilinn minn varð þriggja ára í dag og það varð náttúrlega að fara í sveitina til að halda upp á það. Gunna systir er farin að taka á móti nýjum kandídötum í þennan heim og stendur sig með prýði. Tók til að mynda á móti barninu hennar Rósu vinkona sinnar í vikunni. Það hlýtur að vera magnað.
Hvað meira?
Nú eru einungis 12 dagar þangað til ég fer út. Vona að það verði gaman, hræðilegt að eyða sumrinu í eitthvað sem verður kannski ekki gaman...nei, nei það verður gaman. Ennþá vofa yfir gleðifréttir, gleðifréttir, gleðifréttir. Ekki samt alveg tímabært. Læt ykkur vita. Fæ hjásvæfu í nótt, einn þriggja ára prins, sem kallar mig Nana, hinn prinsinn kallar mig elsku Jana. Er að hugsa um að fara og láta breyta nafninu mínu í Elsku Jana Pálsdóttir :) myndi hjá kenna 1.EJP á næsta ári....ekki slæmt.
Nú skal ekki bullað meira.....
Later.
Janus
Hvað meira skal segja?
Ég fór í vissuferð í vinnunni í gær og svo heppilega vildi til að farið var á heimaslóðir mínar, sem sagt austur fyrir fjall. Veðrið var náttúrulega frábært eins og það er alltaf hér (remba, remba). Byrjuðum í Þrastarskógi. Janus hélt hann væri guide og ruddi út úr sér alls konar fróðleik um svæðið. Bara gaman. Í skóginum var borðað og hlegið og viðurkennt. Svo var brunað á Stokkseyri í Kajak ferð. Fyndið að troða sér í pollagalla, stígvél og björgunarvesti og fara svo út á vatnið og stinga árinni niður í drulluna þ.e. vatnið var ekki nema hnédjúpt. Maður stýrði sér bara í drullunni. Eftir kajakinn var eldsnögg sturta og svo matur. Ég elska skemmtinefndina mína fyrir að hafa ákveðið að fara að borða á Hafinu bláa í stað þess að fara á Við fjöruborðið á Stokkseyri....hjúkk! Anyways flottur matur, nema geðveik magapína (ábyggilega út af nálægð við Stokkseyri), meiri bjór og meiri brandarar. Fór samt snemma heim þó eftir rúmlega 12 tíma sukkerí. Gaman að svona dögum.
Í dag fór ég svo í sveitina mína, í sund með fjögur frændsystkini og stór og rauður sólarkoss yfir og allt um kring, aðra helgina í röð. Ég er bara freknótt. Halldór Daði litli engilinn minn varð þriggja ára í dag og það varð náttúrlega að fara í sveitina til að halda upp á það. Gunna systir er farin að taka á móti nýjum kandídötum í þennan heim og stendur sig með prýði. Tók til að mynda á móti barninu hennar Rósu vinkona sinnar í vikunni. Það hlýtur að vera magnað.
Hvað meira?
Nú eru einungis 12 dagar þangað til ég fer út. Vona að það verði gaman, hræðilegt að eyða sumrinu í eitthvað sem verður kannski ekki gaman...nei, nei það verður gaman. Ennþá vofa yfir gleðifréttir, gleðifréttir, gleðifréttir. Ekki samt alveg tímabært. Læt ykkur vita. Fæ hjásvæfu í nótt, einn þriggja ára prins, sem kallar mig Nana, hinn prinsinn kallar mig elsku Jana. Er að hugsa um að fara og láta breyta nafninu mínu í Elsku Jana Pálsdóttir :) myndi hjá kenna 1.EJP á næsta ári....ekki slæmt.
Nú skal ekki bullað meira.....
Later.
Janus
0 comments:
Post a Comment
<< Home