Euro-trip!
Já, svona fór með Selmu. Ég hugsaði nú samt þegar hún var búin að hún myndi ekki komast áfram en...Leyfði náttúrulega ekki þeirri hugsun að staldra lengi í huganum og lét þjóðarstoltið ráða ferðinni, eins og Kani í boxer sem saumaðar voru upp úr fánanum. Við erum náttúrulega best og engin kýs okkur því við erum svo lítil og einmanna lengst út í sjó. Fólkið í Austur-Evrópu veit ekki einu sinni hvar Ísland er....! Af hverju gerum við alltaf sömu mistökin ár eftir ár og teljum okkur trú um að við munum vinna? Finnst reyndar bara fyndið að fólk sé hætt við að halda Euro partý út af því að Selma komst ekki áfram. Hreinn heimsendir! Hefði viljað sjá gull-gelluna frá Hvíta Rússlandi sem ætlaði að slást inn í aðalkeppnina eftir úrslitin í gær. Það hljóta að vera mistök að hún komst ekki áfram.....múhahahahaha - greyið.
Horfði á Kastljósið áðan þar sem gleðibanka-tríóið var og fannst brilliant hvað Eiríkur rauði lagði til. Íslendingar eiga að vera íslenskir. Það er náttúrulega staðreynd að þau lög sem eru að vinna Euro eru á einhvern hátt spes - skera sig úr. Ruslana náttúrulega sló í gegn með þessum trommum, eldum og látum í fyrra (soldið hallærislegt að það eru allir með trommur í ár). Þar á undan var tyrkneska gellan sem var í mjög litlum fötum með svona "gyðju" tónlist. Olsen bræður, fóru að hlægja í miðju lagi. Sandra Kim var ennþá með bleyju. Dana International - do I have to say more! Ég meina lagið með gömlu konunni í ruggustólnum komst áfram í ár og gæjarnir með táknmálið...! Allt spes! Ég þori næstum að veðja um það að Norðmennirnir vinna keppnina í ár....sem er geðveikt kúl því þá ætlum við Gugga og fleiri að fara á Eurovision. Því segir maður bara heija Norge!
Alla vega næsta ár. Þá ættum við að senda einhvern þjóðlagasöngvara í lopapeysu og lopasokkum, með víkingahjálma og spjót, syngjandi rímur í fimmundarsöngi. Í pakkanum til blaðamanna yrðu ekki settir smokkar (hvað var það) heldur harðfiskur og sláturkeppur sem búin er að liggja í sólinni í Osló í nokkra daga fyrir keppni. Svo getum við náttúrulega sent hina eina sönnu stjörnu sem hlýtur að vinna..."svaraðu kallinu" Herbert spesbert. Pæling, hann getur alla vega ekki farið í hallærislegri náttföt en Selma.
Það flaug klósettpappír um loftið áðan. Það myndast einhvern vegin svo vind-hringiða í garðinum hérna við íbúðina mína. Oft hafa plastpokar stundað listflug í garðinum en nú var það klósettpappír, hefur sennilega dottið af snúrunni hjá nískum þjóðverja, pappírinn dansaði hérna í loftinu með ótrúlegum sveiflum. Kisa reyndi að veiða pappírinn og úr þessu varð hin mesta skemmtun. Man eftir svona atriði í bíómynd, þá með einhverju öðru en klósettpappír og ketti.
Ég fer í sveitaferð á morgun með litla frænda, skoðum kusur. Ég á miða á Nasa á morgun, fæ heila íbúð fyrir mig til undirbúnings og svefns. Það verður gaman á morgun þrátt fyrir að allir hafi svindlað á aumingja litla Íslandi.
Heija Norge!
Horfði á Kastljósið áðan þar sem gleðibanka-tríóið var og fannst brilliant hvað Eiríkur rauði lagði til. Íslendingar eiga að vera íslenskir. Það er náttúrulega staðreynd að þau lög sem eru að vinna Euro eru á einhvern hátt spes - skera sig úr. Ruslana náttúrulega sló í gegn með þessum trommum, eldum og látum í fyrra (soldið hallærislegt að það eru allir með trommur í ár). Þar á undan var tyrkneska gellan sem var í mjög litlum fötum með svona "gyðju" tónlist. Olsen bræður, fóru að hlægja í miðju lagi. Sandra Kim var ennþá með bleyju. Dana International - do I have to say more! Ég meina lagið með gömlu konunni í ruggustólnum komst áfram í ár og gæjarnir með táknmálið...! Allt spes! Ég þori næstum að veðja um það að Norðmennirnir vinna keppnina í ár....sem er geðveikt kúl því þá ætlum við Gugga og fleiri að fara á Eurovision. Því segir maður bara heija Norge!
Alla vega næsta ár. Þá ættum við að senda einhvern þjóðlagasöngvara í lopapeysu og lopasokkum, með víkingahjálma og spjót, syngjandi rímur í fimmundarsöngi. Í pakkanum til blaðamanna yrðu ekki settir smokkar (hvað var það) heldur harðfiskur og sláturkeppur sem búin er að liggja í sólinni í Osló í nokkra daga fyrir keppni. Svo getum við náttúrulega sent hina eina sönnu stjörnu sem hlýtur að vinna..."svaraðu kallinu" Herbert spesbert. Pæling, hann getur alla vega ekki farið í hallærislegri náttföt en Selma.
Það flaug klósettpappír um loftið áðan. Það myndast einhvern vegin svo vind-hringiða í garðinum hérna við íbúðina mína. Oft hafa plastpokar stundað listflug í garðinum en nú var það klósettpappír, hefur sennilega dottið af snúrunni hjá nískum þjóðverja, pappírinn dansaði hérna í loftinu með ótrúlegum sveiflum. Kisa reyndi að veiða pappírinn og úr þessu varð hin mesta skemmtun. Man eftir svona atriði í bíómynd, þá með einhverju öðru en klósettpappír og ketti.
Ég fer í sveitaferð á morgun með litla frænda, skoðum kusur. Ég á miða á Nasa á morgun, fæ heila íbúð fyrir mig til undirbúnings og svefns. Það verður gaman á morgun þrátt fyrir að allir hafi svindlað á aumingja litla Íslandi.
Heija Norge!
1 comments:
At 1:14 AM, veldurvandræðum said…
heyr heyr!!!!!!!!!!
Post a Comment
<< Home