Sigling og Sálin.
Ég fór í siglinguna, ekki oft sem maður fær svona tækifæri upp í hendurnar. Bauð bara matargestunum Guggu og Ingu með, minni Guggu hér með á loforðið sitt....! Við áttum alveg geeeeðveikan dag, eða öllu frekar ég átti alveg geeeeðveikan dag og held að hinir hafi átt það líka. Við fórum frá Stykkishólmi á bátnum Baldri. Við sigldum eftir Breiðafirðinum og reyndum að telja allar eyjarnar og skerin sem fyrir augu bar. Við Flatey tókum við svo krappa hægra beygju og lögðum bátnum við eyjuna Hvallátur sem Gaui frændi á, ásamt fleirum. Þar var stoppað í smástund, eitt stykki grafa, dráttarvél og fleiri landbúnaðartæki skilin eftir og önnur tekin með í staðinn. Síðan var siglt til baka. Veðrið var náttúrulega geðveikt, báturinn hreyfðist varla á sléttum sjónum, sólin glampaði og umhverfið var bara geðveikt. Þetta var bara eins og í Karabíska hafinu ef frá er talið flíspeysan, húfan og vettlingarnir.
Úti í eyju er búið að byggja rosalega flott hús þar sem hvorki fleiri né færri en 23 geta sofið og það er fyrir utan gólfplássið. Fyrir utan íbúðarhúsið er á eyjunni vélageymsla og hlaða og svo náttúrlega nokkur hundruð fiðruð kvikindi sem heita gæsir. Á sumrin er slatti af fólki að vinna þarna, að týna dún (segir maður ekki týna?) og eitthvað er tekið af eggjum líka.
Í kringum eyjuna Hvallátur eru svo fullt af minni paradísareyjum sem auðveldlega væri hægt að gleyma sér á. Hef fullan hug á því að fara einhvern tíma þangað aftur með Gauja, jafnvel bara ein, tvö ef ég er ástfanginn. Með góða myndavél, blað og penna, og einhvern vökva sem örvar ímyndunaraflið.
Svo var siglt til baka, lagst í sólbað með það litla sem ekki var hulið fötum, smakkað á bjór, hlegið og dottað. Þegar í land var komið var brunað í bæinn, skipt um föt og kíkt á Sálarball á Nasa. Þar var náttúrulega algjör stappa, eins og túnfiskdós, en dagurinn var búin að vera þannig að ekkert gat farið í taugarnar á manni. Ekki einu sinni það að fá olnboga í eyrað. Sem sagt frábær dagur.
Í gær var ég svo á Selfossi, afmæliskaka hjá pabba, þvoði og bónaði bílinn minn sem er á sumum stöðum farin að ganga í bleika klúbbinn. Svo kvöldmatur og heim enda kisa greyið búin að vera ein heima frá laugardagsmorgni. Í dag var ég svo (s)kjúklingur heima og sá ekki annan möguleika í stöðunni en að leggja sjálfum mér ekki í meira en metersfjarlægð frá dollunni. Alveg búin að fá nóg af þessari vitleysu og er farin að hlakka alveg óheyrilega mikið til að þessu skólaári ljúki svo ég þurfi ekki að veltast meir í þessu öllu. Bull og þvæla.
Allt að gerast skal ég segja ykkur. Ég flutti matarboðið til fimmtudagsjúróvisíonskvöld (þetta er langt orð). Þú sem lest þetta ert velkomin til að heiðra mig (okkur) með nærveru þinni. Ennþá sæti laus.
Úti í eyju er búið að byggja rosalega flott hús þar sem hvorki fleiri né færri en 23 geta sofið og það er fyrir utan gólfplássið. Fyrir utan íbúðarhúsið er á eyjunni vélageymsla og hlaða og svo náttúrlega nokkur hundruð fiðruð kvikindi sem heita gæsir. Á sumrin er slatti af fólki að vinna þarna, að týna dún (segir maður ekki týna?) og eitthvað er tekið af eggjum líka.
Í kringum eyjuna Hvallátur eru svo fullt af minni paradísareyjum sem auðveldlega væri hægt að gleyma sér á. Hef fullan hug á því að fara einhvern tíma þangað aftur með Gauja, jafnvel bara ein, tvö ef ég er ástfanginn. Með góða myndavél, blað og penna, og einhvern vökva sem örvar ímyndunaraflið.
Svo var siglt til baka, lagst í sólbað með það litla sem ekki var hulið fötum, smakkað á bjór, hlegið og dottað. Þegar í land var komið var brunað í bæinn, skipt um föt og kíkt á Sálarball á Nasa. Þar var náttúrulega algjör stappa, eins og túnfiskdós, en dagurinn var búin að vera þannig að ekkert gat farið í taugarnar á manni. Ekki einu sinni það að fá olnboga í eyrað. Sem sagt frábær dagur.
Í gær var ég svo á Selfossi, afmæliskaka hjá pabba, þvoði og bónaði bílinn minn sem er á sumum stöðum farin að ganga í bleika klúbbinn. Svo kvöldmatur og heim enda kisa greyið búin að vera ein heima frá laugardagsmorgni. Í dag var ég svo (s)kjúklingur heima og sá ekki annan möguleika í stöðunni en að leggja sjálfum mér ekki í meira en metersfjarlægð frá dollunni. Alveg búin að fá nóg af þessari vitleysu og er farin að hlakka alveg óheyrilega mikið til að þessu skólaári ljúki svo ég þurfi ekki að veltast meir í þessu öllu. Bull og þvæla.
Allt að gerast skal ég segja ykkur. Ég flutti matarboðið til fimmtudagsjúróvisíonskvöld (þetta er langt orð). Þú sem lest þetta ert velkomin til að heiðra mig (okkur) með nærveru þinni. Ennþá sæti laus.
1 comments:
At 12:43 AM, Halla said…
Hæ kjútípæ, dótið þitt endaði í bílskúrnum:) Vá, hvað þessi eyja hlýtur að vera geggjuð...
Post a Comment
<< Home