Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, July 27, 2005

Dagur eitthvað!

Það er naumast að þið eruð búin að geyma góða veðrið fyrir mig, bara bongóblíða um leið og Janus stígur á land. Alveg flábært. Það eru ekkert nema einhverjir skátar í Hrísholtinu í kvöld, hvað er málið með þessa búninga!! Aldrei skáti hér á ferð.

Það er greinilega sumar á Íslandi og Janus litli er búin að mála eins og maniac síðan hann kom heim. Búin að bera á húsið, bílskúrinn, pallinn að framan og pallinn að aftan. Allt búið nema gaflinn með geitungunum. Já það er geitungabú inni í veggnum. Á hverju kvöldi fer pabbi út með límband og límir fyrir götin, morgunin eftir hefst barátta þeirra geitunga sem urðu eftir úti að komast inn aftur. Seinnipartinn eru þeir búnir að bora sér út einhverja aðra leið út. Þá kemur kvöld og pabbi fer út með límið og nota bene götin sem um ræðir eru svona 20 mm breið í timbrinu. Jakk, ég er bara ánægð að þessi ógeð bora sér ekki inn í stofu þar sem ég sit og horfi á Friends.

Ég fór í fjölskyldu-picnic ferð í landinu okkar inni í Þrastarskógi í gærkvöldi. Þið ykkar sem hafið ekki komið þangað....þetta land er alger paradís á jörð. Ég man eftir þegar ég var að fara með afa þangað og planta plöntum út um allt, ég meira að segja man hvaða tvö tré ég gróðursetti í síðustu ferðinni okkar. Ég man meira að segja eftir síðustu ferðinni með ömmu minni þangað en hún dó árið 1983. Verkefni þessa kvölds var að klippa trén sem eru að éta upp stóru lautina í miðjunni, lautina þar sem aldrei verður rok. Mestur tími fór þó í að berja frá sér einhverjar fjandans flugur sem voru helst til of-aðgangsharðar. Fjölskyldan er að taka smá breytingum, alltaf erfitt þegar svoleiðis þarf að gerast en vonandi endar það á góðan hátt.

...og fjölskyldan stækkar, Einar Ingi stærsti frændi minn mömmumegin orðin pabbi í annað sinn, eignaðist litla sæta stelpu sem auðvitað fékk okkar fallega ættarsvip.....mont, mont. Til hamingju með það kæru foreldrar. Svo styttist í næstu þrjár bumbur...kannski þær grennist bara um helgina???

Undarlegt að lesa um þau mótmæli sem atvinnubílstjórar ætla að standa fyrir, eða öllu frekar að lesa hvað hinn almenni borgari hefur að segja um þessi fyrirhuguðu mótmæli. Svo virðist sem einhver hópur ætli að leggjast það lágt að henda eggjum í bílstjórana!!! Come on!! Á maður alltaf að leyfa stjórnvöldum að taka sig í rassinn. Það má ekki mótmæla eða fara í verkfall þá verður allt brjálað út í þá sem eru að mótmæla á meðan stjórnvöld velja næsta fórnarlamb...! Bloody hell, ef ég ætti stóran bíl myndi ég taka þátt í þessum mótmælum....komin tími til að landinn láti í sér heyra. Bakið frekar köku handa þeim sem eru að hefja fyrstu mótmælin því þú veist ekki hvenær þú þarft á stuðningi þeirra að halda.

Pffff....what to say...! Ég hlakka svo til að fá íbúðina mína. Hlakka til að mála hana í mínum litum, skipuleggja hana eins og ég vil og allt það. Hlakka til að sjá hvernig eldhúsið kemur út eftir breytingarnar sem ég ætla að gera og allt.

Framundan er versló, sennilega á Flúðum, afmæli og ættarmót helgina þar á eftir og annað ættarmót þar á eftir og ef ég reikna rétt þá ætti Menningarnótt að vera helgina þar á eftir. Passar það?

Aníhú-júhú.

Monday, July 25, 2005

Jæja, jæja komin heim...!

Sælir! Já það er liðinn heill mánuður síðan ég fór út. Hef ekki áður vitað til að dagirnir gætu liðið svona hratt. Ég gæti skrifað langan, langan pistil um allt það sem á daga mína dreif þarna í Ameríkunni en vá þið mynduð alls ekki nenna að lesa það allt og ég veit heldur ekki hvar ég ætti að byrja. Í staðinn koma svona high-lights.

Í búðunum voru saman komnir 61 einstaklingur frá 11 löndum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Spáni, USA, Canada, Braselíu, Þýskalandi, Filipseyjum, Indónesíu og Íslandi. Allt saman frábært fólk, allir með sinn stíl t.d. skil ekki hversu væmnir Ameríkanar eru....! Eða eru það kannski bara Íslendingar sem þola ekki svona væmni....hver veit?

Ég fékk þetta fína viðurnefni i búðunum, ég var alltaf kölluð "mom". Gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri búin ad planta mér í það hlutverk fyrr en eftir tvær vikur og þá var víst ekki aftur snúið. Svo sem ágætt, get greinlega verið sálusorgari fyrir börn og fullorðna. Fararstjórarnir voru alveg frábærir, sérstaklega náði ég góðu sambandi við stelpuna frá USA og strákinn frá Danmörku - enda vorum við þrjú elst af þeim sem þarna voru.

Mínir krakkar voru ágætir, náttúrulega misjöfn og áttu sína góðu og slæmu daga eins og aðrir. Ég hefði þurft að ítreka enn frekar fyrir þeim áður en við fórum út hvaða skyldum þau ættu að gegna. En yfirhöfuð gekk þetta ágætlega.

...Sú minning sem lifir helst í huga mér er kvöldið þegar fararstjórarnir fóru í leik sem heitir sálfræðingur (hef ekki hugmynd um hvernig á að stafa hann á ensku). Ætla ekki að segja ykkur frá honum því ég mun fara í hann með ykkur einhvern daginn. En oh my god hvað mér leið hræðilega og aldrei á ævinni minni verið eins clueless.....

....Önnur minning er rassabrunið. Þá fórum vid 7 fararstjórar á fríhelginni okkar á rassinum niður geðveika á. Það var geðveikt að leyfa strauminum að taka sig og hafa litla stjórn á því hvert hann tók þig. Ætla ekki að segja ykkur frá öllum marblettunum vegna þess að þetta var algjörlega þess virði.

....Þriðja minningin var þegar yngsta stelpan mín kom til mín í morgunmatnum með skelfingarsvip á andlitinu og sagði mér að eyrnatappinn sem hún svaf með hefði farið lengst inn í eyrað. Já! Lengst inni í eyranu sá ég í rassinn á tappanum. Læknirinn var kallaður út og hún kom og dró tappann sem var ekki lítill út úr eyranu, Oj bara! Vá hvað ég var smeyk við þetta, hefði verið laglegt ef tappinn hefði skemmt eitthvað.

....Frídagurinn minn/verslunardagurinn minn. Ég fór í búð sem töluvert stærri en Nóatún á Selfossi og í þessari búð var hægt að kaupa "kennsludót" fyrir fyrsta til sjötta bekk, OH MY GOD! Hefði getað flutt heila þotu heim af dóti úr þessari búð.....ég elska að versla í Ameríku :) og já ég þurfti að kaupa aðra tösku fyrir allt dótið sem ég keypti.

....Hræðilegur hiti og raki. Það var ekki hægt að vera úti eftir hádegi og varla líft á morgnana. Mér er það algerlega óskiljanlegt hvers vegna fólk leggur það á sig að búa á svona stað, á sumrin í sumarfríinu verður þú að vera inni. Annars grillast þú og verður étin lifandi af alls kyns pöddum og flugum og þetta var ekki bara ég! Jamm, þá er nú betra að vera í hita á Íslandi.

....Kvöldið sem fararstjórarnir gáfu mér kærasta. Jamm, þeim var alveg óskiljanlegt af hverju ég ætti ekki kærasta því ég væri svo góð og amazing! Já ég bara skil það ekki heldur. Ekki að ég hafi neitt verið kvarta undan kærastaleysi og þurfti að láta rifja upp fyrir mér hvenær ég sagði einhverjum frá því að ég ætti ekki kærasta. En anyways...jamm og hvað gerðu þau? Þau keyptu fyrir mig kærasta! Kærastinn er rauður og um það bil 20 sentimetra hár. Hann er þeim eiginleikum gæddur að þegar hann er settur í vatn þá stækkar hann um 600%. Samkvæmt mínum útreikningum ætti hann að stækka upp í um það bil 1 meter......! plús mínus eitthvað. Kærastanum var gefið nafn, hann heitir Tito sem þýðir "frændi" á Filipseyjum. Mér ber að taka myndir af stækkunarferlinu og senda reglulega fréttir af honum. Bara gaman af þessu. Ætla að fremja verknaðinn á næstu dögum!

....Úrhellisrigning eftir þrumuveður þýddi að allir ruku út á sokkunum og hoppuðu í pollunum og skvettu, og jafnvel lögðust í grasið. Tónlist þýddi dans og hlátur þýddi meiri hlátur, að kitla þýddi að þú fékkst margfalt til baka.

....Kveðjustundin var hræðileg, algerlega hræðileg. 40 ellefu ára börn, hágrátandi og fararstjórar sem ekki gátu af því gert að gráta með þeim. Vá hvað það var hrikalega erfitt. Ég með minn lága tilfinningaþröskuld var grenjandi eins og ungabarn í heilan sólarhring.

....Vona að ég eigi eftir að hitta eitthvað af þessu fólki eða börnum aftur, heimurinn er allt í einu svo lítill og vinir bíða manns um hann allan. Ég ætla að fara aftur næsta ár. Við eiginlega sammælust um það að næsta ár myndi ég fara sem Staff-member í búðirnar hjá danska fararstjóranum í Danmörku og nota bene....ég hefði getað valið úr mörgun staðsetningum því ég er víst svo frábær. Ákvað samt eiginlega eftir þessa reynslu að fara ekki aftur sem fararstjóri heldur sem staff member...minni ábyrgð á börnum þegar farið er á þann hátt. Og ég held ég láti Ameríku vera líka því sumar reglur þar eru bara fáránlegar. T.d. þegar það var rigning úti máttum við ekki fara út, því börnin verða veik ef þau leika sér úti í rigningu......WHAT. Rigning í 30 stiga hita.....WHAT!!!! Þetta yrðu laglegu innikreisturnar á Íslandi.

Anyways. Er ennþá að reyna að koma mér á íslenskan tíma, sem sagt sofa á nóttunni og vaka á daginn og ætla mér því að smella mér í bólið.

Hvert eigum við svo að fara um næstu helgi? Ég bara hreinlega verð að drekka tollinn :) kenna ykkur sálfræðing og spila póker með nýju fínu póker peningum mínum...ég var ókrýndur lúser í póker því ég kann ekki að ljúga :/ Er það kostur eða ókostur?

Later geiter....Kristjana og Tito hinn rauði!