Áhyggjur.
Það er misjöfn vandamál sem fólk þarf að glíma við. Sumum finnst það vera stórt vandamál að geta ekki skroppið til útlanda nokkrum sinnum á ári, meðan öðrum finnst það að dröslast fram úr rúminu á morgnana vera stór áskorun. Öll vandamál eru stór í augum þess sem við það glímir og því ætti aldrei að gera lítið úr neinu vandamáli.
Einn lítill í bekknum mínum hafði miklar áhyggjur af því í dag að hann hefði gleymt að setja húfuna í ermina og hún væri bara á snaganum. Fyrir þessu barni var þetta það stórt vandamál að honum varð ekkert úr verki fyrr en hann fékk að fara fram á gang að setja húfuna í ermina á úlpunni. Svo lítið en samt svo stórt.
Á morgun á kötturinn minn frú Sigríður að fara í aðgerð á dýraspítalnum. þarf að skera burt "æxli" sem er í munninum hennar sem gerir henni mjög erfitt fyrir að borða. Frú Sigríður ofurköttur er komin á besta aldur, rétt rúmlega fimmtug, heldur en að hún sé kettlingur og er afskaplega skemmtilegur félagsskapur. Ég hef því áhyggjur að kisugreyinu og kýlinu sem stendur út úr munninum á henni.
Ég er því áhyggjufull á þessu annars fallega kvöldi.
Einn lítill í bekknum mínum hafði miklar áhyggjur af því í dag að hann hefði gleymt að setja húfuna í ermina og hún væri bara á snaganum. Fyrir þessu barni var þetta það stórt vandamál að honum varð ekkert úr verki fyrr en hann fékk að fara fram á gang að setja húfuna í ermina á úlpunni. Svo lítið en samt svo stórt.
Á morgun á kötturinn minn frú Sigríður að fara í aðgerð á dýraspítalnum. þarf að skera burt "æxli" sem er í munninum hennar sem gerir henni mjög erfitt fyrir að borða. Frú Sigríður ofurköttur er komin á besta aldur, rétt rúmlega fimmtug, heldur en að hún sé kettlingur og er afskaplega skemmtilegur félagsskapur. Ég hef því áhyggjur að kisugreyinu og kýlinu sem stendur út úr munninum á henni.
Ég er því áhyggjufull á þessu annars fallega kvöldi.
1 comments:
At 9:32 AM,
Gugga said…
Hvernig gekk Frú Sigríði í aðgerðinni?
Post a Comment
<< Home