Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, October 09, 2008

Sjö undur veraldar

Skólabekk nokkrum var sett fyrir að skrifa upp hver væru sjö undur veraldar á okkar dögum. Þótt margar tillögur kæmu fram fengu eftirfarandi flest atkvæði:

1. Píramídar Egyptalands
2. Taj Mahal
3. Miklagljúfur
4. Panamaskurðurinn
5. Empire State byggingin
6. Péturskirkjan
7. Kínamúrinn

Þegar kennarinn var að safna saman atkvæðunum sá hann að ein stúlka meðal nemendanna hafði ekki klárað verkefnið. Hún leit afsakandi á kennarann og sagðist engan veginn geta takmarkað þetta við sjö. ,,Nú, lát heyra hvað þú ert komin með.” Stúlkan hikaði við en sagði svo: ,,Ég held að sjö undur veraldar séu þessi”:

1. Að sjá
2. Að heyra
3. Að snerta
4. Að finna bragð
5. Að finna til
6. Að hlæja
7. Að elska

Allt datt í dúnalogn í kennslustofunni. Það sem okkur yfirsést sem venjulegt og sjálfsagt er beinlínis undursamlegt! Og þetta minnir okkur á að hið dýrmætasta í lífinu verður ekki með höndum reist né verði keypt.

Vona að dagurinn ykkar hafi verið góður :)

1 comments:

  • At 1:48 PM, Anonymous Anonymous said…

    Vá hvað ég er sammála þessu :) læt þannan boðskap berast :)
    Helena

     

Post a Comment

<< Home