Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, July 27, 2008

Lífveran

Ég er búin að kvelja lífveru í allt sumar. Ég hef ekki séð henni fyrir lífsnauðsynlegum þörfum og oft hefur lífveran legið flöt þegar ég hef komið að henni. Nú hefur lífveran verið án nokkurrar umhyggju í fjóra daga. Þegar ég kom að henni var næstum ekkert lífsmark með henni. Ég baðaði hana í umhyggju og nú aðeins fjórum tímum síðar er hún upprisin.

Undarlegt að mér hafi verið falið það hlutverk að hyggja um þessa fallegu plöntu. Næst mun ég ábyggilega ganga frá henni.

0 comments:

Post a Comment

<< Home