Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, May 05, 2008

Viðburðaríkur dagur

Þetta leit út fyrir að verða nokkuð venjulegur mánudagur. Töskurnar voru tilbúnar við hurðina, nestið á húninum sjálfum, matur fyrir kisu í dallinum og kattasandurinn tilbúin fyrir heilan dag heima hjá frú Sigríði.

Annað kom á daginn því nokkrum klukkutímum seinna hafði húsfreyjan dvalið langdvölum á klósettinu. Hef sennilegast nælt í þessa slæmu uppgangspest frá mági mínum sem engdist af því sama um helgina. Klukkan rúmlega tíu rankaði ég svo við mér í sólskininu í rúminu mínu við einhver undarleg hljóð. Og hvað haldið þið? Þarna við hliðina á mér stóð frú Sigríður og gubbaði grasi....ég rétt náið að forða sænginni undan gusunni. Vissi ekki að mannfólk gæti smitað ketti af Gullfoss pest. Því var ekkert annað að gera en að henda öllu í þvottavél klukkan tíu og lofta duglega út.

Um hádegið ruddist inn til mín hrikalega stór og ljót og feit hunangsfluga sem ég var lengi að narra í glas og þaðan í klósettið. Hún var svo stór að meira að segja kisa var smeyk, hefði þurft smá andlegan stuðning við þessar aðgerðir.

Ég druslaðist svo á fund eftir hádegið, alveg ótrúlega spennandi dæmi þar sem ég má ekki tala um alveg strax.....segi ykkur og sýni seinna.

Ég sat svo allan eftirmiðdaginn yfir framhaldsskóla ensku með Rúnka frænda sem er að fara í próf.

0 comments:

Post a Comment

<< Home