Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, April 07, 2008

Krónur

Íslenskur veruleiki. Það sem Geir ráðherra kallar lágkúru. Hvernig vogar almenningur sér að setja út á þetta einkaþotubras hjá þessum herrum. Hann talar um nokkur hundruð þúsund eins og klink. Þótt það taki hinn venjulega verkamann nokkra mánuði að vinna fyrir þessu klinki. Ég held að þessi ráðamenn hafi ekki grænan grun hvernig það er að vera venjulegur Íslendingur í dag. Ef þið hættið ekki að mótmæla gerum við ekkert fyrir ykkur! Hvar nákvæmlega liggur lágkúran í þessum aðgerðum! Hjá þeim sem ráða eða hjá þeim sem eru ráðalausir? Er krónan kannski bara glatað fyrirbæri sem þyrfti að endurhugsa. Að minnsta kosti er eitthvað að gerast hjá yngstu kynslóðinni. Hafið þetta í huga þegar þið lesið áfram.

Fyrir fáeinum dögum var ég að kenna stærðfræði. Peningar voru aðalatriði þessarar kennslustundar. Nemendur áttu á þessari stærðfræðiblaðsíðu að teikna 18 krónur í þar til gerða buddu og reyna að nota sem fæsta peninga. Ég bjó náttúrulega til að svona sögu...þið þurfið að fara út í búð fyrir mömmu og kaupa einn lauk. Laukurinn kostar 18 krónur, setjið nú átján krónur í budduna svo þið getið borgað laukinn. Flestir gerðu þetta rétt, teiknuðu einn tíkall, einn fimmkall og þrjár krónur. Ég sá þó út undan mér að ein daman mín var að gera eitthvað annað, hún vandaði sig mikið og rétti svo stolt upp hönd þegar hún var búin. Ég fer til hennar og segi: eru þetta átján krónur? Já svarar hún stolt. Ég horfi á budduna hennar og sé engan vegin átján krónur út úr teikningunni hennar. Ég segi því útskýrðu fyrir mér?

Hún horfir stóreyg á mig og segir svo með svona "ooohhh þú ert svo vitlaus rödd". ÞETTA ER DEBETKORT!

0 comments:

Post a Comment

<< Home