Gula graftarkýlið.
Ég var að bæta nýrri búð á uppáhaldslistann minn. Búðin Bryggjan eða Pier er alveg ótrúlega spennandi búð með ótrúlega miklu magni af t.d. kertum sem hægt er að þukla á og þefa. Ég endaði svo á að kaupa mér þrjú kerti, eitt blátt, eitt bleikt og eitt kerti sem er hvítt og grænt. Þetta hvíta og græna tók ég upp úr skúffunni í veikindatörninni í síðustu viku og setti í gluggann hjá mér. Það er alveg hrikalega góð lykt af kertinu. Einhver svona ávaxta, nammilykt sem ég fann rétt keiminn af í gegnum allt horið.
En sem betur fer er eitthvað farið að létta til í nefinu því þegar ég kom heim í morgun eftir nætur pössunnina angaði íbúðin af þessum eðalilmi og það var ekki einu sinni kveikt á kertinu. Mmmmm nammi nammi.
Ég fór svo að versla áðan. Rúntaði svolítið, bara svona til að halda upp á það hvað bensínið er ódýrt og kom heim rétt rúmlega fjögur. Ennþá var þessi ilmur, mér finnst svo frábært þegar ilmurinn af kisu er ekki í meirihluta í húsinu mínu.
Alla vega finnst mér þetta alveg rétti tíminn til að kveikja á kertinu. Þar fékk ég skýringu á því hvers vegna lyktin af kertinu var svona megn. Gula graftarkýlið þarna á himninum var búin að vinna af því í allan dag að bræða kertið mitt fallega yfir alla gluggakistuna, eins og grænt hor liðaðist það um sólbekkinn. Ekki að lyktin hafi verið neitt verri fyrir vikið, bara óþarfa sóun á góðu kerti. Nú hallar það ískyggilega mikið út á hægri hliðina, soldið töff!
Sendi bestu kveðjur úr vel lyktandi íbúðinni við Hverafold!
En sem betur fer er eitthvað farið að létta til í nefinu því þegar ég kom heim í morgun eftir nætur pössunnina angaði íbúðin af þessum eðalilmi og það var ekki einu sinni kveikt á kertinu. Mmmmm nammi nammi.
Ég fór svo að versla áðan. Rúntaði svolítið, bara svona til að halda upp á það hvað bensínið er ódýrt og kom heim rétt rúmlega fjögur. Ennþá var þessi ilmur, mér finnst svo frábært þegar ilmurinn af kisu er ekki í meirihluta í húsinu mínu.
Alla vega finnst mér þetta alveg rétti tíminn til að kveikja á kertinu. Þar fékk ég skýringu á því hvers vegna lyktin af kertinu var svona megn. Gula graftarkýlið þarna á himninum var búin að vinna af því í allan dag að bræða kertið mitt fallega yfir alla gluggakistuna, eins og grænt hor liðaðist það um sólbekkinn. Ekki að lyktin hafi verið neitt verri fyrir vikið, bara óþarfa sóun á góðu kerti. Nú hallar það ískyggilega mikið út á hægri hliðina, soldið töff!
Sendi bestu kveðjur úr vel lyktandi íbúðinni við Hverafold!
1 comments:
At 12:51 PM, Anonymous said…
hahahaha bara fyndið blogg hjá þér frænka. Já, þessi gula á himnum er ekki eins saklaus og hún lítur út fyrir að vera
kveðjur úr sveitinni
Anna
Post a Comment
<< Home