Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, March 16, 2008

Kennara dæmdar bætur.

Það er hiti í bloggheimum vegna þess dóms sem féll fyrir helgi, þar sem forráðamönnum barns er gert að borga kennara tíu miljónir í skaðabætur fyrir skaða sem barnið olli kennaranum í kennslustofunni. Ég er að segja ykkur að á einni bloggsíðu var búið að setja fram þá hugmynd að foreldrar ættu að halda börnunum heima til að mótmæla dómnum, mótmæla því að barn þurfi að svara fyrir það að hafa valdið kennara örorku. Á mannamáli barnið mitt kemur ekki í skólann fyrr en það er á hreinu að það megi ganga í skrokk á kennaranum án þess að þurfa að taka ábyrgð á því.

Ég er mikið búin að velta þessu fyrir mér og finnst alveg með ólíkindum hvaða orð fólk getur notað um kennarann. Fólk er alveg brjálað út í kennarann fyrir að hafa vogað sér að leggja fram kæru. Á einni bloggsíðu segir: þessi kennari ætti aldrei að fá að umgangast börn framar! Á annarri segir; foreldrarnir ættu nú bara að kæra kennarann fyrir að hafa ekki haldið aga í bekknum!

Satt að segja er ég pínu skelkuð. Til að byrja með komst ég af því að ég er ekki tryggð í vinnunni minni. Ef ég myndi detta á ganginum í skólanum og meiða mig væri ég tryggð fyrir því en ef eitthvað barn í æðiskasti myndi valda mér skaða væri ég ótryggð. Hvernig í ósköpunum má það vera? Hvaða skilaboð sendir þetta nemendum og foreldrum? Hvernig endar þetta eiginlega, ætla foreldrar að fría sig allri ábyrgð á uppeldi barna sinna?

Eitt er víst að ég ætla að hringja í mitt tryggingafélag eftir helgi og forvitnast um það hversu mikið það kostar mig að tryggja mig fyrir nemendum mínum því aldrei myndi ég sætta mig við skaða jafnvel þótt barn eigi í hlut.

Mynduð þið sætta ykkur við það?

1 comments:

  • At 4:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ elsku frænka!

    Vow, ég varð bara skelkuð við að lesa þessa grein þína.

    Ætla sem minnst að segja um þetta, en sem foreldri......verð ég að segja....það eru tvær hliðar á öllum málum. Þetta mál er bara allt hið sorglegasta. Ég kenni til með öllum sem að því koma.

    Sjáumst hressar á fimmtudaginn,
    kveðja
    Anna frænka

     

Post a Comment

<< Home