Frú Sigríður
Frú Sigríður sem nota bene er KÖTTUR situr sjaldan auðum höndum. Myndi líklega vera á ritalíni ef manneskja væri. Ýmis afrek hefur hún unnið, hefur satt að segja unnið nokkur þeirra síðustu daga.
Það fyrsta: Frú Sigríður ákvað að máta handtöskuna mína sem hékk ásamt nokkrum öðrum töskum á litlum sætum plastsnaga í fatahenginu. Snaginn var greinilega ekki gerður fyrir fjórar töskur og kött svo hann hrundi niður og töskurnar með köttinn innanborðs lentu í einni hrúgu á gólfinu. Hafa skal í huga að þessar æfingar framkvæmdi frú Sigríður um klukkan þrjú um nótt svo heimasætan vaknaði með andfælum.
Það næsta: Frú Sigríður brenndi sig á hægra framfæti þegar hún steig á heita hellu á eldavélinni. Auðvitað gerði hún það þegar hún ætlaði að lauma blautu trýninu í salatið sem ég var búin að útbúa mér í kvöldmat. Kannski mátulegt á hana.
Það þriðja: Frú Sigríður var að príla inni í þvottahúsi. Ég var frammi að hengja upp. Þegar ég lauk því henti ég þvottakörfunni á gólfið inni í þvottahúsi, slökkti ljósið og lokaði svo hurðinni. Ekki meðvituð um að frú Sigríður væri þar inni. Eftir smá stund heyrist þvílíkur skarkali og læti og svo dettur greinilega eitthvað í gólfið. Ég fer og opna hurðina og út kemurinn kötturinn skíthræddur. Ég kveiki ljósið og sé mér til mikillar hrellingar að þvottaefnispakkinn minn liggur á gólfinu og það er þvottaefni út um allt. Æðislegt.
Fleiri afrek súperkattarins frú Sigríðar munu verða skrásett síðar.
Góðar stundir.
Það fyrsta: Frú Sigríður ákvað að máta handtöskuna mína sem hékk ásamt nokkrum öðrum töskum á litlum sætum plastsnaga í fatahenginu. Snaginn var greinilega ekki gerður fyrir fjórar töskur og kött svo hann hrundi niður og töskurnar með köttinn innanborðs lentu í einni hrúgu á gólfinu. Hafa skal í huga að þessar æfingar framkvæmdi frú Sigríður um klukkan þrjú um nótt svo heimasætan vaknaði með andfælum.
Það næsta: Frú Sigríður brenndi sig á hægra framfæti þegar hún steig á heita hellu á eldavélinni. Auðvitað gerði hún það þegar hún ætlaði að lauma blautu trýninu í salatið sem ég var búin að útbúa mér í kvöldmat. Kannski mátulegt á hana.
Það þriðja: Frú Sigríður var að príla inni í þvottahúsi. Ég var frammi að hengja upp. Þegar ég lauk því henti ég þvottakörfunni á gólfið inni í þvottahúsi, slökkti ljósið og lokaði svo hurðinni. Ekki meðvituð um að frú Sigríður væri þar inni. Eftir smá stund heyrist þvílíkur skarkali og læti og svo dettur greinilega eitthvað í gólfið. Ég fer og opna hurðina og út kemurinn kötturinn skíthræddur. Ég kveiki ljósið og sé mér til mikillar hrellingar að þvottaefnispakkinn minn liggur á gólfinu og það er þvottaefni út um allt. Æðislegt.
Fleiri afrek súperkattarins frú Sigríðar munu verða skrásett síðar.
Góðar stundir.
7 comments:
At 3:48 PM, Gugga said…
Sigga er algjör snilldarköttur og örugglega hægt að skrifa heila bók um uppátæki hennar.
At 8:44 AM, Anonymous said…
Til hamingju með afmælið mín kæra
Gurrý
At 6:44 PM, Anonymous said…
Elsku Jana mín, innilega til hamingju með daginn sæta. Eigðu gott kvöld, knús, koss og kram.
Helena
At 9:19 PM, Anonymous said…
Elsku vinkona innilega til lukku með daginn. Vona að þú hafir borðað eitthvað gott :-) Bestu kveðjur Margrét Unnur
At 10:27 PM, Anonymous said…
Til lukku með daginn ljúfa! Kveðja, Margrét Harpa
At 1:33 AM, Anonymous said…
Til hamingju með daginn Jana mín. ég lifi alltaf á einhverju skrýtnu tímabelti þannig að ég er sko ekki of sein! kv Gróa
At 9:32 PM, Halla said…
Hæ krúsídúlla
Til hamingju með afmælið, ég reyndi að hringja í þig sko en þú svaraðir ekki:) en ímyndaðu þér bara að ég hafi gert það og sungið afmælissönginn hástöfum fyrir þig líka hihi.
Kötturinn þinn er náttúrulega bara dásamlegur:) og þú auðvitað líka sæta:)
Kveðja,
Halla
Post a Comment
<< Home