Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, February 16, 2008

Bloggleiði/leti/

...og einhver fleiri orð sem afsaka það að ég nenni ekki að blogga. Það er ekki eins og ég hafi frá nógu að segja. Ég er í vetrarfríi sem reyndar núna er orðið að helgarfríi.

Það er að fjölga um einn í bekknum mínum svo talsverður hluti af vetrarfríinu góða fór í skipuleggja það. Þá er ég aftur orðin með tuttugu orma.

Ég þarf að ganga frá öllum þvottinum sem ég er búin að þvo síðustu daga. Ég setti hann á rúmið mitt áðan þannig að ég get ekki farið að sofa í kvöld nema vera búin að ganga frá honum.

Ég þarf líka að koma mér úr náttfötunum og í ræktina. Ég er með hor í nös og er búin að telja mér trú að þegar slíkt hendir mann sé best að liggja bara undir teppi með dvd og tölvuna á hnjánum. Allt saman hinn mesti misskilningur.

...eftir lestur þessarar færslu munið þið einnig þjást af bloggleti eða leiða.

0 comments:

Post a Comment

<< Home