Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, January 17, 2008

Nýja árið

Finnst ykkur ekki geggjað þegar það er allt á kafi í snjó. Ég er að fara í bústað um helgina með stelpunum mínum og hlakka mikið til, það verður ábyggilega sjúklega gaman. Fór í ríkið áðan og keypti fyrir heilar 5000 krónur, held hreinlega að ég hafi aldrei keypt fyrir svo mikið. Nema kannski fyrir einstaka þjóðhátíð.

Haldið þið ekki að ég hafi hlaupið tíu kílómetra tvisvar sinnum í þessari viku. Í blíðskaparveðri síðasta laugardag og svo í brjáluðum snjó og ofankomu í gærkvöldi. Ég skal alveg viðurkenna að ég átti ekki mikið eftir á orkutanknum á seinni kílómetrunum í gær, sérstaklega eftir að hafa lyft um morguninn líka. Maður sér alveg fram á það að geta komist þennan 21 kílómeter sem stefnt er að í ágúst með þessu áframhaldi. Eða hvað?

Ég fékk glaðning í póstkassann minn í dag með þvílíku gylliboði, gott ef maður lætur sig ekki hafa það og gengur að þessu góða boði. Er maður spenntur, eða spenntur?

1 comments:

  • At 11:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gleðilegt ár frænka.
    Alltaf skemmtilegt að lesa bloggið þitt. Eitthvað svo einlægt. Finnst eins og ég heyri þig tala þegar ég les það ;)
    kv. Fridel frænka (hans Einars frænda)

     

Post a Comment

<< Home