Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, December 13, 2007

Fimmtudagurinn 13.

Oft heyrir maður fólk tala um óhappadaga eða nota frasann þetta er bara ekki minn dagur. Ég ætla að byrja þennan pistil á því að segja að þetta var ekki minn dagur, hann var algert klúður. Þrátt fyrir að í dag hafi verið tekin skóflustunga að Sæmundarskóla þá mun ég ekki minnast dagsins fyrir það. Er þetta nóg drama í upphafi færslu??

Þegar ég kom fram í morgun eftir þetta viðbjóðslega veður mætti mér risastór pollur á parketinu. Óþéttur gluggi og parketið stórskemmt. Frábært að byrja daginn svona. Ég þurrkaði því gólfið og stillti ofninn á heitasta hitann og fór í ræktina. Ég náði góðum klukkutíma fyrir hálfátta. Fór svo í sturtu og það allt og fer svo fram og kemst af því mér til mikillar gleði að nýju skórnir sem ég hafði keypt í Boston voru horfnir úr skóhillunni. Ég meina hver stelur annarra manna notuðum skóm? Er ekki allt í lagi með fólk?

Vinnudagurinn gekk svo svona la, la en við ræðum það ekki hér. Svo endaði kvöldið á því að næstum kviknaði í íbúðinni hjá Gunnu systir. Hvað var það?

Á morgun væri því réttast ef ég myndi bara hrúga mér undir sæng og halda þar til.

ps. Hugmynd af jólagjöf.....NÝJIR SKÓR!!!!!

1 comments:

  • At 2:47 PM, Blogger Alla said…

    Svona dagar eru ekki annað en æfing í æðruleysi - að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt!
    En mikið rosalega taka þeir á!

     

Post a Comment

<< Home