Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, November 16, 2007

Hornstrandir

Á svona dimmum rigningardögum getur maður ekki annað en leitt hugann að sumrinu. Munið þið hvað síðasta sumar var geggjað? Munið þið frásögnina mína um dagana mína í Hornstrandar-paradísinni? Í dag fékk ég þennan póst og vá hvað ég hlakka sjúklega mikið til að henda mér af stað í enn eitt sumarið á Hornströndum.

Svona verður ferðin mín næsta sumar.

Í þessari ferð verður gengið um eyðifirði og víkur austan Drangajökuls.
Farþegar koma á eigin vegum til Norðurfjarðar í Árneshreppi laugardaginn 28. júní og gista í húsi F.Í á Valgeirsstöðum. Farangur verður fluttur á milli gististaða. Gist í tjöldum næstu þrjár næturnar og síðan í húsi í Reykjarfirði. Sameiginlegur matur í Reykjarfirði sem ekki er innifalinn í verði ferðarinnar.
1. d. Gengið til Ingólfsfjarðar sunnudaginn 29. júní og staldrað við á Eyri þar sem skoðaðar verða minjar um síldarvinnslu á fyrri hluta síðustu aldar. Gengið um Brekkuskarð til Ófeigsfjarðar, þar sem kaffihlaðborð bíður ferðalanga. Litast um í Ófeigsfirði, kvöldganga að Húsárfossi.
2. d. Gengið um Eyvindarfjörð í Drangavík og tjaldað við Drangavíkurá.
3. d. Gengið um hin stórbrotnu Drangaskörð í Bjarnarfjörð.
4. d. Gengið í Skjaldarbjarnarvík. Ef veður leyfir verður farið á Geirólfsnúp til að njóta útsýnis áður en haldið er í Reykjarfjörð.
5.-6. d. Dvalið í Reykjarfirði, þar sem m.a. verður hægt að velja um göngur í Þaralátursfjörð, að Drangajökli og á Miðmundarhorn. Einnig verður á dagskrá sund, glens og gaman í bland við sögulegan fróðleik frá heimamönnum.
7. d. Siglt til Norðurfjarðar laugardaginn 5. júlí.

Ó boy ó boy.....!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home