Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, November 10, 2007

Sættu þig bara við þetta.

Ekki fyrir löngu voru þessi orð sögð við mig. Sættu þig bara við að vera í láglaunastétt því það mun aldrei breytast. Það er hiti í minni kennarastétt skal ég segja ykkur og það skelfur í stoðunum. Mér hrís hugur að hugsa til þess hvernig ganga muni að manna skólana ef ekki verður gerð almennileg bragarbót í komandi samningum. Þrátt fyrir að nú sé árið 2007 og menntaðir einstaklingar fylli hverja stöðu þá eru samt ennþá alltof margir sem telja að laun kennara séu bara nógu há og láta út úr sér frasa eins og þessa...Sættu þig bara við það að vera í láglaunastétt, eða jafnvel ....ef þetta er svona ömurlegt hættu þá bara að kenna. Á sama tíma setja aðrir út á gæði þess náms sem íslenska skólakerfið veitir börnunum. Hvernig skyldi hljóðið verða í þessu sama fólki þegar allir menntuðu kennararnir eru hættir og farnir að starfa á Mcdonalds með hærri laun og betri vinnutíma en þeir hafa áður kynnst.

Pffff....sumir eru bara sauðir.

En jæja á þessum laugardegi sem kvefið hafði vinninginn. Ég er búin að þrjóskast við alla vikuna því ég vare búin að gera samning þess efnis að þetta skólaár myndi ég ekki verða lasin. En um leið og vinnustressið fór af herðunum á föstudagseftirmiðdegi hafði kvefið betur í baráttunni. Ég ligg því bara ógó kósý upp í sófa með kertaljós og kók í dós og nýt þess að eiga bara heimastund ein með sjálfri mér. Það hefur verið alveg hrikalega mikið að gera síðasta mánuðinn og sér ekki svo sem ekki alveg fyrir endann á því. Næsta helgi er barasta orðin uppbókuð með partýum og kaffiboðum. Gaman af því.

Stjörnuspá dagsins í dag er eftirfarandi: Undanfarið virðist bara annað hvort einkalífið eða vinnan geta virkað. En það þarf ekki að vera þannig. Gerðu bara minni kröfur til þín á báðum stöðum. Rokk og ról! Segir meira en þúsund orð?

1 comments:

  • At 10:43 AM, Blogger Soffía said…

    Arrrgg... verð bara reið að lesa þetta!! Veit fólk ekki hvað menntur er mikilvæg? Hornsteinn samfélagsins!!!

    Þau kjör sem grunnskólakennarar (og leikskólakennarar) eru skammarleg!!

    Soffía

     

Post a Comment

<< Home