Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, October 26, 2007

Ákafinn í ræktinni

Eins og sumir vita er ég búin að setja það inn í prógrammið mitt að dröslast á fætur klukkan sex á morgnana til að sprikla af mér aukafarangurinn. Það var eins og morgun og alla hina morgnana, klukkan hringdi klukkan 5:50, ég snozzaði í tíu mínútur en hrökk svo upp með andfælum og sá að klukkan var orðin 6:05, ég næstum orðin of sein rýk á fætur, klæði mig i fötin, stekk með töskurnar út í bíl og bruna sem leið liggur að World Class í Spönginni.

Þetta var ekkert frábrugðið öðrum morgun, fáir ef einhver á ferli, hvergi ljós nema á Yoko súlunni, rigning eins og alltaf. Þegar ég kem að ræktinni sé ég mér til mikillar furðu að allt er slökkt og engir bílar á bílastæðinu. Þetta er mjög óvenjulegt því venjulega er allt fullt þarna á þessum tíma. Ég hafði ekki farið í ræktina í gærmorgun og var því alveg viss um að einhverja hluta vegna væri lokað þarna þennna morguninn. Ég ákvað því að keyra að hurðinni og athuga hvort það væri ekki miði á hurðinni. Enginn var miðinn og það fannst skrýtið. Ég fer því aðeins að hugsa og hafði greinilega ekki gert það fyrr en á þessum tímapunkti.

Ég lít á klukkuna í bílnum og fæ svo mesta hláturskast í heimi því þarna á planinu fyrir utan World class, tilbúin í gallanum sé ég mér mikillar undrunar að klukkan er 4:15. Það var sem sagt bara mið nótt. Vekjaraklukkan hafði ekkert hringt, nema í ímyndun í hausnum á mér. Hún hringdi klukkan 5:50 eins og hún átti að gera.

Ég fór því bara aftur heim og svaf í einn og hálfan tíma í viðbót og mætti svo eldhress klukkan sex. Það ætti ekki að leyfa mér að keyra á morgnana því ég er svo utan við mig....!!

Góðar stundir.

1 comments:

  • At 2:08 AM, Anonymous Anonymous said…

    Svona gera bara snillingar. Minnir mig á þegar ein ónefnd sunddrotting vaknaði klukkutíma of snemma fyrir morgunæfingu í denn og rak allt gengið af stað með sinni alkunnu snilld það er sem ég segi svona lagað er bara á færi snillinga.
    Kveðja
    Fríða

     

Post a Comment

<< Home