Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, October 07, 2007

Helgin búin

Það er svo gaman þegar helgarnar eru svona hrikalega mikið planaðar. Ég er að segja ykkur það, ég hafði frítíma á milli klukkan átta og tíu á laugardaginn og síðan ekki meir.

Helgin byrjaði reyndar á starfsmannapartýi sem var skemmtilegt en frá því varð helgin bara skemmtilegri. Ég byrjaði á ræktinni á laugardagsmorgunin, tók tuttugu mínútur á þremur tækjum og keyrði mig gersamlega út á því síðasta. Sem sagt mínúta 57-60 voru endanlega til að ganga fram af orkubirðunum. Ég var svo mætt á fótboltaleik rúmlega eitt. Hafði aldrei farið á slíka skemmtun og þetta var langt frá því að vera leiðinlegt. Reyndar tapaði liðið sem ég hélt með en það var bara aukaatriði. Það var reyndar alveg hrikalega kalt á vellinum og það hefði verið næsta nauðsynlegt að hafa haft einhvern góðan til að hlýja sér eftir leikinn.....en það er líka allt önnur saga.

Ég fór svo út með Söndru, Soffíu og tveimur öðrum. Við vorum alveg hrikalega hressar. Ég spilaði lagið um njálginn fyrir gesti og vakti það mikla lukku, ekki skal þó segja hvort það hafi vakið áhuga :) Við eyddum svo meirihluta seinnihluta kvöldsins inni á Rex sem ég mun framvegis þekkja undir nafninu stelpa í flegnum bol og útlenskir karlmenn. Mun framvegis leita heppilegri skemmtistaða.

Nú fer af stað vika númer þrjú í heilsuræktar - einkaþjálfuninni. Ég fór út áðan nota bene með smá þynnkuverk og ákvað að hlaupa hringinn minn hérna í Grafarvoginum. Þegar ég var búin með hringinn og aftur komin að kirkjunni fann ég að ég átti ennþá slatta eftir að orku og ákvað því að hlaupa áfram og áður en ég vissi eða fann fyrir var ég búin að hlaupa annan hring. Sem sagt ég hljóp tæpa níu kílómetra í kvöld....JÚBBÍ JEI!!!

...og fyrir þá sem vita...I think I go to Boston :)

0 comments:

Post a Comment

<< Home