Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, October 01, 2007

Í smáralind

Ég fór í verslunarferð í gær. Fór í Smáralind. Mér finnst það ekki skemmtilegt. Ég tölti náttúrulega rakleitt í uppáhaldsbúðina mína, Dóróthea klikkar aldrei :) Ég keypti líka svona geggjað flotta kóngabláa peysu. Ég er bara ánægð með hana. Ég fór svo í hina uppáhaldsbúðina mína í Smáralind en það er engin önnur verslun en Hagkaup, nánar tiltekið matarhlutinn í Hagkaup. Mér finnst geggjað að ganga þar eftir göngunum, finnst eins og ég sé komin hálfa leið til hennar Ameríku.

En það gerðist nefnilega dálítið áhugavert í þessum innkaupaleiðangri. Ég gekk og potaði og snerti á flestu sem fyrir varð, stundum er meira að segja hægt að þefa líka. Allt í einu veiti ég athygli myndarlegum manni sem virðist fara svona í humátt á eftir mér. Aftur og aftur mættust augu okkar og svei mér þá ef ég var ekki viss um að gaurinn væri að daðra. Ég keyrði fram og til baka alla gangana og á eftir mér kom hann. Ég fór inn í mjólkurkælinn og skildi körfuna eftir við innganginn. Hann gerði það líka og fór að skoða sömu hlutina og ég þar inni, meira að segja á sama tíma. Ég tók þarna nokkrar jógúrtdósir og smellti mér út úr kælinum og fór inn ganginn með búsáhöldunum og að basla við að skoða þar svona stóran plastdall fyrir allt salatið sem ég ætla að fara að borða í vinnunni og hvað haldið þið....eftir augnablik kemur gaurinn á eftir mér inn þennan gang og ég sé það á öllu hans látbragði að hann ætlar að koma að tala við. Ég set mig því í stellingar og.....(nú haldið þið að ég hafi lent í einhverju ævintýri þarna í búsáhaldadeildinni) en nokkrum sekúndum áður en gaurinn byrjar að tala við mig heyrist frá enda gangsins.....

....þarna ertu ég er búin að leita að þér um alla búð. Gaurinn frýs með körfuna verður kjánalegur á svipinn, snýr við og gengur burt með konunni sinni.

Fólk er fífl!

1 comments:

Post a Comment

<< Home