Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, September 16, 2007

Jú jú ég er hér enn.

Þá í aðeins fölari litum en undanfarna mánuði. Ég skellti mér á Selfoss á föstudaginn, ætlaði reyndar alla leið upp í sveit þarna um kvöldið en dagaði uppi af þreytu á Selfossi. Ég var þó komin á fætur klukkan sjö morguninn eftir og lögð af sveitina upp úr hálf átta. Framundan var réttardagurinn, sá fyrsti í nokkur ár þar sem kindur voru með í gleðinni. Réttar-morgun-kaffið á Vatnsleysu rann ljúflega niður, stundum verður maður bara að njóta lífsins og borða marensköku og kakó með rjóma í morgunmat.

Svo var ekkert annað í stöðunni en að skella sér í regngallann og kíkja á þessar örfáu skjátur sem í réttunum voru og svo auðvitað heilsa öllu þessu góða fólki sem í Tungunum býr. Fyrst byrjaði að blása. Svo byrjaði að dropa. Svo byrjaði að rigna. Svo byrjaði að hellirigna og síðast en ekki síst þá byrjaði að slydda, stórum hvítum blautum flygsum. Hitastigið dansaði á núllinu og líkamshitinn féll ískyggilega mikið, sem var ekki það besta í stöðunni því kvefpest og hósti var búin að herja á mig síðan skólinn byrjaði.

Kjötsúpan í skemmunni var ágæt, en það var ekki nógur varmi í henni til að hita inn að beini. Mér hitnaði ekki fyrr en mörgum tímum seinna. Þá eftir að hafa keyrt aftur á Selfoss og legið uppi í rúmi með rafmagnshitapoka í botni í klukkutíma.

Síðan er ég búin að hósta upp brisinu og ég sver það að ég fann fyrir stóru tánna í hálsinum í einu hóstakastinu í gær.

Nokkrir dagar liðnir af skólaárinu og ég er komin með hor :(

1 comments:

  • At 9:38 PM, Anonymous Anonymous said…

    Farðu vel með þig mín kæra
    Kveðja Fríða

     

Post a Comment

<< Home