Barn sem getur barn
Ég get ekki hætt að hugsa um níu ára gömlu stúlkuna sem er komin fimm mánuði á leið þarna úti í Nigaraqua. Hvernig getur svona hræðileg staða verið réttlætt með því að þetta þóknist ekki trúarbrögðunum. Telur fólk þarna virkilega að það sé drottni þóknanlegt að barn sem rétt er farið að hafa vit á lífinu sé farið að bera annað barn í heiminn. Hvoru lífinu á að bjarga og hvoru á að fórna því augljóst er að líkami níu ára gamals barn getur ekki þolað þessa meðgöngu né fæðingu.
Hvað myndi gerast á Íslandi ef upp kæmist að níu ára gamalt barn væri með barni. Níu ára gamalt barn er í fjórða bekk....! Aumingja barnið.
Hvað myndi gerast á Íslandi ef upp kæmist að níu ára gamalt barn væri með barni. Níu ára gamalt barn er í fjórða bekk....! Aumingja barnið.
0 comments:
Post a Comment
<< Home