Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, August 12, 2007

Að hugsa með hægri.

Þrátt fyrir að að mér leiðist alveg hrikalega að lesa svona aumingja ég og heilsan mín blogg, ákvað ég að setja þessa færslu hér.

Ég er búin að vera með hausverk í tvo daga. Var stödd í hrikalegu skemmtilegu þrítugsafmæli á föstudagskvöldið, var búin að drekka smá af jarðarberjum bleyttum í vodka og leggjast á beit yfir fóðrinu á veisluborðinu. Þar sem ég sit þarna finn ég allt í einu að ég er fá hausverk og það engan venjulegan hausverk, áran sagði mér til um að framundan væri massívt mígreniskast. Hvað var til ráða?

Ég henti mér heim á ljóshraða en allt kom fyrir ekki, kastið kom líka á ljóshraða. Eftir að hafa dvalið góða stund á baðherberginu hjá mömmu og skilað veisluföngunum gekk ég eftir ganginum og varð hreinlega að halda mér í veggina sem blöktu eins og lauf í vindi. Ég fann ekki mígrenislyf í Hrísholti og dældi því í mig panódíl sem sló aðeins, þó ekki mikið á sláttinn í hausnum.

Svo var þetta barátta við að halda sér í rúminu þar blakti nefnilega líka. Barátta við að halda hausnum á koddanum sem var harður eins og grjót, að mér fannst. Barátta við ljósið sem þrengdi sér inn á milli gluggatjaldanna þegar sólin kom á loft. Baráttan við ógleðina. Ojjj þetta var hræðileg nótt.

Þegar mamma vaknaði fann hún fyrir mig mígrenislyf. Eftir náladofann, rauðu blettina, hitan í andlitinu vinstra megin að sjálfsögðu, þetta eru alveg mögnuð mígrenislyf, náði ég að sofna og svaf í mest allan gærdag.

Í nótt fann ég svo aftur fyrir hausverk en náði að stoppa hann í fæðingu. Núna er ég með harðsperrur í heilanum vinstra megin. Ég mun því fara í gegnum þennan dag með hægra heilahvelinu.

Góðar stundir.

0 comments:

Post a Comment

<< Home