Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, August 02, 2007

Njóttu lífsins

Haltu. Haltu eingöngu í glaðlynda vini. Fýlupúkarnir gera ekkert nema að draga þig niður.

Hentu. Hentu út öllum ómerkilegum tölum. Þar með talið aldur, þyngd og hæð.

Lærðu. Lærðu meira um tölvuna, galdra, garðyrkju eða hvað sem er. Láttu hugann aldrei staðna. Staðnaður hugur býður Alzheimers heim.

Njóttu. Njóttu þess einfalda í lífinu.

Hlæðu. Hlæðu oft, lengi og hátt. Hlæðu þar til þú stendur á öndinni.

Tárastu. Stöku tár eru óhjákvæmileg. Taktu á móti, syrgðu og haltu svo áfram. Eina manneskjan sem þú ert með alla þína ævi ert þú sjálf. Vertu lifandi á meðan þú lifir.

Elskaðu. Láttu það sem þú elskar umkringja þig. Hvort sem það er fjölskyldan, gæludýr, munir, tónlist, plöntur. Heimilið þitt er það sem þú gerir það að.

Talaðu. Segðu fólkinu sem þú elskar að þú elskir það, við hvert tækifæri.

Gefðu gaum að heilsunni. Ef hún er góð, fagnaðu henni. Ef hún er misgóð, gerðu þitt til að bæta hana. Ef hún er slæm, fáðu hjálp.

Ekki taka samviskubitsköst. Taktu hlátursköst og eyðsluköst. Þau eru svo mikið skemmtilegri.

2 comments:

  • At 12:31 AM, Blogger Alla said…

    Eyðsluköst í mínum huga eru ávísun á samviskubitsköst en hlátursköst er góð, betri best ... svona eins og þú elsku vinkona :o)

     
  • At 1:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    heyr heyr frænka
    kveðja Fríða

     

Post a Comment

<< Home