Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, October 26, 2008

Sparnaðarráð í kreppunni!!




Það ríkir mikil kreppa ríkir á Íslandi í dag og eru allir að reyna að finna leiðir til sparnaðar. Ég missti mig svo sem ekki í góðærinu og hef því til hnífs og skeiðar en allur er varinn góður. Ég fór því á námskeið sem ber heitið "að lifa á því sem landið gefur".

Fyrsti kafli var um músaveiðar og auðvitað náði ég að veiða mús í minni fyrstu tilraun enda annnáluð aflakló. Í kvöldmat borðaði ég þess vegna músakássu. Hún var ekkert mjög bragðgóð og fékk frú Sigríður því að eiga fjaðrirnar sem ég náði ekki að kyngja.

Góðar stundir.

Tuesday, October 21, 2008

Brot af því besta :)

Ef ykkar langar að hlusta á spennandi fyrirlestur :)



Brot af því besta

Fag- og umræðufundur fyrir kennara:

Stöðvavinna
Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla og
Kristjana Pálsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir kennarar í Sæmundarskóla fjalla um stöðvavinnu.

Veitingar og umræður.


Fundurinn er fimmtudaginn 30. október 2008, kl. 14:30 – 16:00
Í sal Menntasviðs, Fríkirkjuvegi 1, gengið inn um Norðurport.
Bílstjórum er bent á bílageymsluhús miðborgarinnar.

Mikilvægt er að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 29. október í síma 411 7000 eða á namskeid.menntasvid@reykjavik.is

Spennandi :)

Saturday, October 18, 2008

Beverly hills 90210

Ég man þó alltaf eftir því þegar ég rakst á frægan mann í USA hérna um árið, í bókstaflegri merkingu rakst ég á hann. Ég var á fleygiferð á línuskautum eftir Bayshore í Tampa á Flórída. Það var ekki margt um manninn þarna á þeim tíma dags sem ég var vön að skella mér á skauta og því átti ég bara stíginn.

Í fjarska sá ég þó að maður nálgast mig. Svo kemur þetta undarlega hik, ég fer hægra megin og hann líka svo ég fer vinstra megin og hann ákveður að gera það líka og svo færðum við okkur báðir í miðjuna....og plaff!! Við klesstum saman, ég á línuskautum, hann gangandi.

Þetta var ekki þægilegasta bylta sem ég hef fengið, afrifinn á báðum hnjám og olnbogum lít ég upp og sé manninn bisa við að koma sér á fætur, þreifandi eftir gleraugunum sínum um leið. Svo mættust augu okkar og þá sá ég hver maðurinn var. Eins og þið sem þekkið mig vitið þá vantar þann kafla í hausinn á mér sem ætlaður er til að muna eftir og þekkja einhverja fræga.

Ég vissi því ekkert hvað ég átti að segja við manninn sem stóð þarna fyrir framan mig, ekki ánægður á svip og sagði því bara....Sorry Steve!! Við það skellti maðurinn upp úr, setti á sig gleraugun, hjálpaði mér á fætur og gekk svo hlægjandi í burtu.

En hver var maðurinn.

Jújú þetta var enginn annar en Steve sem var ein af persónunum í Beverly Hills 90210. Ég hef ennþá ekki hugmynd um hvað hann heitir en á þeim tíma sem ég brunaði á hann á línuskautunum var hann bara frægur.

...og dauði og djöfull Skjár einn ætlar að byrja að sína nýja seríu af Beverly Hills...ég er alveg ótrúlega, ótrúlega, Ó T R Ú L E G A spennt.

Hehehe...!

Friday, October 17, 2008

Stundum...?

Stundum...

þegar þú grætur.....

sér enginn tárin þín


Stundum.....

þegar þér er illt...

sér enginn að þér sé illt.



Stundum.....

þegar þú hefur áhyggjur...

sér enginn þín áhyggjefni.



Stundum...

þegar þú ert hamingjusamur....

sér enginn að þú brosir.


En REKTU VIÐ bara EINU sinni

Og allir vita það!!!!

Thursday, October 09, 2008

Sjö undur veraldar

Skólabekk nokkrum var sett fyrir að skrifa upp hver væru sjö undur veraldar á okkar dögum. Þótt margar tillögur kæmu fram fengu eftirfarandi flest atkvæði:

1. Píramídar Egyptalands
2. Taj Mahal
3. Miklagljúfur
4. Panamaskurðurinn
5. Empire State byggingin
6. Péturskirkjan
7. Kínamúrinn

Þegar kennarinn var að safna saman atkvæðunum sá hann að ein stúlka meðal nemendanna hafði ekki klárað verkefnið. Hún leit afsakandi á kennarann og sagðist engan veginn geta takmarkað þetta við sjö. ,,Nú, lát heyra hvað þú ert komin með.” Stúlkan hikaði við en sagði svo: ,,Ég held að sjö undur veraldar séu þessi”:

1. Að sjá
2. Að heyra
3. Að snerta
4. Að finna bragð
5. Að finna til
6. Að hlæja
7. Að elska

Allt datt í dúnalogn í kennslustofunni. Það sem okkur yfirsést sem venjulegt og sjálfsagt er beinlínis undursamlegt! Og þetta minnir okkur á að hið dýrmætasta í lífinu verður ekki með höndum reist né verði keypt.

Vona að dagurinn ykkar hafi verið góður :)

Thursday, October 02, 2008

Tíu jákvæðir hlutir í dag.

10. Í dag er veðrið nokkuð gott. Stillt, svolítið kalt en bjart.

9. Mér finnst gaman í vinnunni. Samstarfsfólk mitt er skemmtilegt og gott fólk.

8. Ég á mitt eigið húsnæði.

7. Ég fékk að mennta mig. Menntun mína tekur engin af mér.

6. Ég hef fengið að ferðast víða. Á þeim ferðum hef ég kynnst ólíku fólki með misjafnar og spennandi skoðanir.

5. Ég á góða og trausta vini sem ég vil allt hið besta. Og þeir mér.

4. Góð vinkona mín ætlar að eiga barn í febrúar, bara spennandi.

3. Ég átti mat í kvöld og gat borðað mig sadda.

2. Samband mitt við foreldra mína og systkini er gott. Ég elska þetta fólk út af lífinu.

1. Ég elska sjálfa mig.