Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, October 02, 2008

Tíu jákvæðir hlutir í dag.

10. Í dag er veðrið nokkuð gott. Stillt, svolítið kalt en bjart.

9. Mér finnst gaman í vinnunni. Samstarfsfólk mitt er skemmtilegt og gott fólk.

8. Ég á mitt eigið húsnæði.

7. Ég fékk að mennta mig. Menntun mína tekur engin af mér.

6. Ég hef fengið að ferðast víða. Á þeim ferðum hef ég kynnst ólíku fólki með misjafnar og spennandi skoðanir.

5. Ég á góða og trausta vini sem ég vil allt hið besta. Og þeir mér.

4. Góð vinkona mín ætlar að eiga barn í febrúar, bara spennandi.

3. Ég átti mat í kvöld og gat borðað mig sadda.

2. Samband mitt við foreldra mína og systkini er gott. Ég elska þetta fólk út af lífinu.

1. Ég elska sjálfa mig.

1 comments:

  • At 11:52 AM, Blogger Alla said…

    Takk fyrir þarfa áminningu! Við megum vera þakklát fyrir svo margt - lítum á björtu hliðarnar og sjáum verkefni, ekki vandamál.
    Amen

     

Post a Comment

<< Home