Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, August 12, 2008

Sumri hallar, hausta fer....

Já sumri er farið að halla. Þegar ég kom út klukkan hálf sjö í morgun sást ekki út um eina einustu rúðu á "endurskoðaða" bílnum mínum. Það var sem sagt fyrsti vinnudagur í dag og ekkert annað að gera en byrja bara rútínuna strax og skella sér í leikfimi. Það var reyndar alveg hrikalega erfitt að vakna í morgun og baráttan við augnlokin í dag hefur verið krefjandi.

Sem betur fer eru olympíuleikar í sjónvarpinu svo ég næ að halda mér vakandi fram á kvöld. Á morgun er svo planað að ganga Leggjarbrjót með vinnufélögunum.

Það er þó ekki allt búið skal ég segja ykkur. Um síðustu helgi fór ég í brúðkaup hjá Bjarna Má frænda mínum og eiginkonu hans sem heitir Helena Herborg. Þetta var skemmtilegur dagur með því ofurskemmtilega fólki sem tilheyrir fjölskyldunni minni.

Svo er það aðalmálið um næstu helgi en þá ætlar hún Gugga mín og Siggi að gifta sig í Skálholti og halda veislu í Brautarholti. Flottur endapunktur á frábæru sumri.

Ég get þó engu lofað um frekari skrif hér, því nú byrjar ekki bara kennslan hjá mér, heldur sest ég sjálf á skólabekk eftir fimm ára fjarveru...alveg komin tími á að mennta sig eitthvað meira....eða hvað?

0 comments:

Post a Comment

<< Home