Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, May 29, 2006

Dagurinn

Já það má með sanni segja að þessi dagur fari í sögubækurnar sem einn af þeim undurlegu.

Ég fór í inntökupróf fyrir skólann næsta vetur, það gekk bara vel fyrir utan það að Janus vafðist tunga um tönn og um stund leit út fyrir að hann gæti ekki talað ensku. Veit ekki hvernig á þessu stóð, alveg magnað skal ég ykkur segja. Hef verið altalandi á enska tungu frá að minnsta kosti átján ára aldri, en svona er þetta bara stundum.

Ég var frekar svekkt út í sjálfa mig þegar út var komið og ákvað að gera eitthvað til þess að dreifa huganum. Í þessum þungu þönkum ákvað ég að skella mér á línuskauta í Grafarvoginum. Fínustu stígar hér allt í kring sem ég hef ekki prófað nema á tveimur jafnfljótum. Alla vega þarna kem ég fleygiferð niður brekku og skelli mér undir brú og veit ekki fyrr en ég sleiki malbikið og oh my god.....það vantar nokkur grömm af holdi á mig eftir þessa flugferð. Þvíleikur aulaskapur. Ég tók hreinlega ekki eftir því að framundan væri kröpp beygja sem erfitt væri að ná á þessari ferð. Ég staulaðist á öðrum fæti heim til Guggu sem á heima þarna mjög nálægt...en því miður var engin Gugga á staðnum svo það var ekkert annað að gera en að renna sér heim og hætta þessu væli.

Þetta sannar það að hlífar á línuskautum gera ekkert gagn nema hægt sé að kaupa sérstakar rassahlífar :) En jæja..maður lærir af þessu eins og öðru. Þetta gerði alla vega útslagið með það að Hvannadalshnjúkur mun verða heimsóttur að ári en ekki á næstu dögum.

En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott...því Janus komst inn í skólann þrátt fyrir að tala ensku eins og fermingardrengur.......eða kannski ekki!!

Janus hálfrassi kveður að sinni.
Góðar stundir.

Saturday, May 27, 2006

Frændur mínir!!!!

Ég lá með litlu frændum mínum á gólfinu í dag og horfði á Bubba byggir. Skófli, Trausti, Moki, Valti, Loftur, Hringla, Hrappur, Snotra, Selma og Bubbi. Það er ótrúlegt hvað þessir þættir fanga athygli krakka. Þeir hafa náttúrulega upp á allt að bjóða, Loftur er hræðslupúki sem getur þó allt þegar hann einbeitir sér að því, Skófli er töffarinn í hópnum sem fer alltaf einu skrefi of langt, Hrappur er eins og nafnið gefur til kynna "vondi karlinn" í hópnum, hann er alltaf að stríða hinum vélunum sérstaklega Lofti hræðslupúka. Hrappur er samt góður inn við beinið og endar alltaf á því að taka um fugluhræðuhausinn sinn og segja sorgmæddur....ohhh þetta er allt mér að kenna, fyrirgefðu Loftur ég ætlaði ekki að hræða þig. Alla vega, eftir að hafa horft á nokkra þætti á Bubba fórum við í flugferð út í geim í rólunni úti á lóð. Heimsóttum bæði Plútó og Bandaríkinn sem er víst pláneta rétt hjá Satúrníus....! Fyrir svefninn lásum svo ótrúlega skemmtilega bók um dýr. Til að gera söguna spennandi fórum við herma eftir hljóðunum í dýrunum. Vorum býsna klár við þetta: kindin segir me, kýrin segir mu, uglan segir úúúú og krókódílinn hann ku víst segja krók, krók, krók!!!

Þeir eru skemmtilegir þessir litlu gaurar. Ætla að enda söguna á hápunkti síðasta hittings okkar. Þá keyrðum við niður Laugarveginn og ég skrúfaði rúðuna mína niður í góða veðrinu. Eitthvað fór það í taugarnar á Árna mínum og hann bað mig um loka glugganum. Ég sagði honum að ég yrði að hafa gluggann opinn svo ég gæti horft á strákana! Þá skellti hann upp úr og sagði stundarhátt: Jana þú ert svo mikill kjáni, við erum strákarnir þínir!!!

Ohhhh!

Thursday, May 25, 2006

Málfræði

Málfræðin er ekki svo galin og þá sérstaklega þegar kemur að því að flokka orð í kyn. Nokkrar misgóðar skýringar á því hvers vegna orð eru karlkyns eða kvenkyns:

Svissneskur vasahnífur: Karlkyns, því þó að hann virðist til margsnýtilegur, eyðir hann mestum tíma sínum í að opna flöskur.

Loftbelgur: Karlkyns, því til að koma honum þangað sem þú vilt, þarftu að kveikja undir honum... fyrir utan heita útblástursopið neðst á honum.

Vefsíða: Kvenkyns, því það er alltaf verið að fara á hana.

Skór: Karlkyns, því vanalega er hann ótilhafður með tunguna úti.

Ljósritunarvél: Kvenkyns, því þegar það er slökkt á henni, tekur heila eilífð að hita hana upp aftur. Og þegar hún er orðin heit, er hún gagnleg til fjölföldunar ef ýtt er á réttu takkana og vegna þess að allt fer í steik ef ýtt er á vitlausa takka.

Sjálflokandi pokar: Karlkyns, vegna þess að þeir geta haldið öllu inni, það sést alltaf í gegnum þá.

Strætó: Karlkyns, vegna þess að þeir nota alltaf sömu gömlu leiðina til að ná í fólk.

Hamar: Karlkyns, vegna þess að þrátt fyrir að hafa ekki þróast neitt í fjölda ára, þá er alltaf gagnlegt að hafa einn á heimilinu.

Fjarstýring: Kvenkyns, því hún veitir karlmönnum ánægju, hann er ómögulegur án hennar og þrátt fyrir að hann viti ekki hvaða takka eigi að ýta á, þá reynir hann alltaf áfram.

Hjólbarði: Karlkyns, því hann verður sköllóttur fyrir rest, oft er of mikið loft í honum og stundum verður hann vindlaus.

Stundaglas: Ætti að vera kvenkyns, því eftir því sem tíminn líður færist þyngdin neðar.

Nýru: Ættu að vera kvenkyns, því þau fara alltaf á salernið tvö / tvær saman.

Staðreyndir

Gosdrykkurinn 7-UP var fundinn upp árið 1929; "7" var valið því að upprunalegu umbúðirnar tóku 7 únsur. "UP" gaf til kynna í hvaða átt loftkúlurnar fóru.

Árlega deyr fleira fólk af völdum asna (dýrið) en flugslysa....svo er spurning hvar hugtakið asni hættir...ég get nefnt asna sem gerði heiðarlega tilraun að gera út af við mig.....!

William James Sidis hafði hæstu greindarvísitölu í heimi sem var áætluð á milli 250 og 300. Í dag ertu talinn snillingur er þú færð 132 eða ofar. Aðeins 18 mánaða gat hann lesið The New York Times, tveggja ára kenndi hann sjálfum sér latínu og aðeins þriggja ára lærði hann grísku. Þegar hann varð fullorðinn talaði hann yfir 40 tungumál og mállýskur. Hann eyddi mest allri ævinni í að fara úr einu láglaunastarfinu í annað....þá er nú bara betra að vera hálaunaður vitlaus kennari...eheheheeee!

..og dýrasta áhugamál í heimi er garðyrkja. Því meiri peningum er eytt í garðyrkju en öll önnur áhugamál....ekki eyði ég krónu í garðyrkju :)

Hvar eru bloggararnir?

Mér leiðist svo að sjá hversu margir vinir mínir eru hættir að blogga. Ég hef því ákveðið að setja nöfn hjá fleiri vinum mínum, kunningum og öðrum bloggurum sem link hjá mér, bara svona til að þið hafið eitthvað að skoða :)

Rússaland

Ég týndi Rússlandi! Var búin að bora mér niður í þvílíkt spennandi landfræðileik, átti örfá lönd eftir og þá týndi ég RÚSSLANDI. Það fer nú frekar mikið fyrir þeim klumpi á landakortinu en samt megnaði ég það að týna því, varð að lokum að gefast upp á landafræðileiknum því ekki var hægt að ljúka honum þegar það vantaði Rússland.

Að þessu tilefni samdi ég þessa vísu.
Ég var í leik,
Ég var í landafræðileik,
Ég tapaði leik,
Ég týndi Rússlandi í landafræðileik.

Hmm...ekki mikil skáldakona í mér í dag. Ég notaði þennan nýja vordag í að þrífa, með það í huga ætla ég að setja fram fullyrðingu...ÉG HATA FRESSKETTI!!! Ef ég næ einhvern tíma þessu kvikindi mun ég gera eitthvað ljótt!

Stelpudeildin: Beverly Hills 90210, Melrose place, One tree hill, OC, American next top model.....ég er hrædd um að ég sé hommi því mér finnst þessi þættir ekki spennandi (nema þá kannski OC) vildi miklu frekar eyða þessum kvöldum í að horfa á fótbolta...stinnari rassar og flott læri :) grrrrrrrrrrr!!!! enga stelpudeild á þessari deild!

Saman gerum við góðan bæ betri?? Hvenær varð Reykjavík bær?

Sunday, May 21, 2006

Spurning?

Svo er hér smá spuringarkeppni. Ég fann þessar fallegu setningar á netinu. Nú langar mig að athuga hvort þið getið gert ykkur í hugarlund hvar þessar málsfarsgölluðu setningar er að finna?

-Mér fynnst ég eigja skjylið hannklaði þvý jég bað um þetta.
-Með ógisslega illt í hjartanu!
-Þessi orð myssa bara gyldi.
-Það hefur bara aldrey kvarlað að mér.
-Eg er að fara að hreynsa tölvuna mína...hvar finn ég favories möppuna?
-Gaman að verlauna mig með að fá mér skindibita.
-Kanski finst veslings konunni bara flott að vera feit og finst kanski grant fólk eins líta illa út.
-Það er háreiðingakrem body krem sem mínkar og míkir hárin rollon sem mínkar svitun og hármyndun .
-Eini staðurinn sem ég get hlupið í til að kaupa eitthvað frá vinnunni er sjoppa
-Hjelt ég mundi deia!!!
-Hvar er aftur hæt að fynna allar sundlaujar á netinu?

Þetta var svo á öðrum miðli, aðeins virtari: Einn lögreglubíll skemmdist nokkuð í atganginum en lögregluþjónarnir munu allir ómeiddir efiir atburði þessarar óvengu æsilegu nætur á Hellu...!! Hvar haldið þið að þetta hafi fundist?

ps. ég ákvað að setja stóran staf fremst í setningarnar því þetta fór svo suddalega í taugarnar á mér.

..af því hugurinn er þunnur!!!

Tíu leiðir til að fá harðsperrur í fingurna.

- Skipta fartölvunni út fyrir gamaldags þunga og mikla ritvél þar sem þarf að hafa fyrir því að skrifa hvern einasta staf.
- Fara í þumlastríð í þrjá klukkutíma.
- Prjóna á puttunum í nokkra klukkutíma.
- Fara í blak.
- Keyra með vinstri baugfingri hægri handar.
- Ýta á alla takka á fjarstýringu hundrað sinnum, fjóra daga í röð.
- Ganga á fingrunum.
- Skrifa skáldsögu með blýi úr blýant.
- Halda á innkaupapokanum með einum fingri.
- Taka batteríin úr dótinu.

Góðar stundir.

Súrir fætur og sveittir krikar!!

Það var ólýsnlegur unaðshrollur sem hríslaðist um mig þegar gamlar júróvisíon stjörnur stigu á svið og rifu barkann. Núna ertu hjá mér Nína. Ef Nína hefur einhvern tíma verið á lífi var það í gær. Það var sem þakið ætlaði að kofanum, húsið raknaði á saumunum og gólfið dúaði. Hjörtu fólksins í salnum slógu í takt, þessar þrjár mínútur var öll athygli á sviðinu, Stebbi og Eyji sem fáir myndu horfa tvisvar á á venjulegum degi voru nú sjarmatröll.

Það var ólýsanlega skemmtilegt á Nasa í gær. Ansi langt síðan ég hef dansað svona mikið. Undir lokin gekk ég eins og belja með klaufaveiki því svo gríðarlegt var álagið á klaufirnar. Það var löngu komin nýr dagur þegar ég skreið heim í nótt, sólin komin upp og brosti sínu blíðasta.

Maður hefur svo verið með þynnra lagi í dag og gengur um með svamp undir fótunum.

Á þessum kvöldum eru aðeins tveir staðir sem maður ætti að vera á. Annaðhvort á keppninni sjálfri sem verður að ári í Helsinki nú eða á Nasa þar sem alltaf er gaman :)

Hard rock Halelúja!!
Janus

Thursday, May 18, 2006

Fös...fréttir

Þannig fór um Grikklandsferð þessa. Það er spurning hvort maður eigi að vera svekktur yfir þessu eða ekki svekktur! Eða kannski bara vekktur! Hvað sem öllu öðru líður mun ég mæta á Nasa á laugardaginn með dansskóna á fæti að hlusta á Nínu og Gleðibankann sem átti að vera "einu sinni" atburður í fyrra.

Já það stendur mikið til skal ég ykkur segja. Haldið þið bara ekki að Janus sé að skrá sig í skóla fyrir næsta vetur.....!! Sá lærir sem lifir, er það ekki? Eða var það kannski ...Sá lifir sem lærir?

Hjúkk, hjúkk það er að koma helgi.

Sjáumst!!!

Tuesday, May 16, 2006

Tuborg

Fyrst er áríðandi tilkynning frá Sjálfstæðismönnum í Tuborg (áður Árborg)
Eins og flestir ef ekki allir íbúar Tuborgar vita þá hefur eitt af stóru
baráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Tuborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í
ár verið áhersla á að Hellisheiðin verði full-upplýst á næsta
kjörtímabili... Þetta baráttumál er ekki lengur á stefnuskrá flokksins þar
sem komið hefur í ljós að ljósastaurar geta hreinlega bara verið fyrir!!

Monday, May 15, 2006

Kaffistofuumræðan

Annar fjallatoppur í dag. Svei mér þá að Esjan hafi bara ekki minnkað síðan ég trampaði á henni síðast. Þetta var nú næstum eins og að ganga á Laugarveginum svo mikið þurfti kerlingin að þola í dag.

Og stóri kyssti Carrie og sagan er búin. Að vera búin að horfa á alla þessa þætti og það hlaut að koma að því að síðasti þátturinn rynni upp. Ég kveð því gamla félaga ekki með miklum harmi því nú get ég kannski vanið mig á það að fara fyrr að sofa...því ekki er í boði að fara seinna á fætur.

Hvað haldið þið að það hafi verið rætt um Eyþór og hið "óheppilega atvik sem henti hann" á mörgum kaffistofum í dag. Skrýtið hvernig svona hendir án þess að maður taki eftir því, eða hvað? Ég hlýt að drekka eitthvað vitlaust því um leið og ég er búin að fá mér einn hef ég ennþá vit til að setjast ekki undir stýri. Ég hef kannski ekki lent á þessu "henda" ennþá!!!

...og ef einhver er búin að gleyma þá eru aðeins þrír dagar í Júróvisíon og partýplönin eru öll að smella :)

Sunday, May 14, 2006

Til að brosa af????

Þetta var ein af mest spennandi helgum í langan tíma. Fór tvisvar á djammið og ekki oft hlegið eins mikið. Í stað þess að skella inn enn einni upptalningar á "ég gerði" koma hér nokkrir hápunktar og hlutir sem hlegið var af.

Strákur sem gekk framhjá: Ég veit alveg hvað er að þessari dömu, hún hefur bara aldrei fengið að ríða almennilega! (nota bene: það var ekki verið að tala um mig)....múhahahaha!

Þegar Janus hrasaði og fór næstum eins og fallbyssakúla ofan í heita pottinn í Laugardalslaug...múhahahahaha!!

Þegar flottasta gella borgarinnar sagði orðrétt: Ég vona ég verði ekki lamin fyrir að vera klæðskiptingur.....múhahahahahaha!!!!!

Þegar major plumber var sýnilegur á hægri hönd með hárum og öllu og á vinstri hönd ældi maður í kaffibollann sinn....múhahahahahaha!!!

Þegar jeppinn drap mig næstum því á leið minni niður í bæ, spurning hvort þetta var frambjóðandinn??? ...og flautan virkaði ekki.

Þegar Ingveldur varð næstum fyrir dekki á göngu sinni á Laugaveginum....oh my god hvað það var fyndið :) ..........múhahahahahhahahahahahahahaha!!! (ps. fyndið því hún slapp við dekkið)

Þegar leigubílstjórinn var fallegasti karlmaðurinn sem ég sá allt kvöldið...get svarið að á föstudaginn var Íslandsmeistarakeppnin í ljótur.

Þegar sólin gægðist upp fyrir Esjubrún klukkan rúmlega fimm í morgun með bleikum og rauðum tónum.........eins og í draumi.

Þegar ég stökk út á bílaplan í Grafarvoginum og áttaði mig á að bíllinn minn var niðri í miðbæ...úfffff....!

Þegar ég co. stofnaði útivistarklúbbinn Tæfurnar!!! Grrrr...flottasti klúbburinn sem ég þekki.

Þegar ég stóð á fjallstindi og horfði á landið brosa..............ahhhhhhhhhhh!

Þegar helgin var búin áður en hún byrjaði.......!!

Komments???

Wednesday, May 10, 2006

...

Til ykkar sem höfðuð hyggjur segi ég: Fröken Sigríður er komin aftur heim!!!

Monday, May 08, 2006

Punktar!!!

Ég á til með að segja ykkur að í dag hljóp ég 9,2 kílómetra. Það tók reyndar góðan klukkutíma, en ég hljóp 9,2 kílómetra í fyrsta útihlaupi sumarsins!!! JEI!

Í gær fór ég í gönguferð með Guggunni að Fjárborginni við Voga á Vatnleysuströnd. Fórum í massa sólbað í skjóli borgarinnar og Janus greyið fékk fyrsta sólarkoss þessa sumars.

Ég keypti mér miða á Bubba tónleika 06.06.06. það verður vafalaust skemmtileg skemmtun.

Ég kenndi börnunum mínum úti í dag, því það var ekki kennsluhæft í sumarbústaðnum mínum það var bara skemmtilegt!!!

Thursday, May 04, 2006

Skrýtin detta

Mér finnst það alveg magnað að það skuli vera meiri eplalykt af uppþvottaleginum mínum heldur en af eplasafanum sem ég drakk með Fréttablaðinu. Það er notuð ekta lykt í sápuna en ekki safann!

..og annað til að kóróna furðulegan hugsanahátt í dag:
......Ef ólívuolía er búin til úr ólívum úr hverju er þá barnaolía búin til?

Wednesday, May 03, 2006

Georg

Vil bara koma því til skila að ég er alvarlega hrifinn af honum Georg Formannssyni og hvet ykkur öll til að komast í ból með honum.

Tuesday, May 02, 2006

Guð hjálpi þér

Ég fór í Bónus í dag. Það var mikið að gera í Bónus í dag. Ég var eitthvað sérstaklega þung í skapinu í dag í Bónus. En mér ofbauð eftir smá tíma yfir stressinu og geðvonskunni í hinu fólkinu. Ég ákvað því að taka þetta bara rólega og slaka á stressteygjunni.

Alla vega. Það hnerraði maður rétt hjá mér og svona ósjálfrátt í bland við kurteisi sagði ég: Guð hjálpi þér! Maðurinn snarstoppaði og glápti á mig, þannig að ég varð eins og kjáni og skrölti í burtu með körfuna mína!

Kannski var hann bara guðleysingi og vildi ekki heyra svona kurteist hjal. Kannski hefði ég átt að segja gesundheit og svara svo bara á þýsku ef hann reyndi að tala við mig.

Stóra spurningin er: er dónalegt að segja Guð hjálpi þér við ókunnugann mann í Bónus?

Monday, May 01, 2006

Síðustu dagar.

Það þarf að fara langt aftur í tímann fyrir þessa færslu. Við byrjum á fimmtudegi. Á fimmtudagskvöldið fór ég á tónleika á Nasa. Í boði voru tvær hljómsveitir, önnur braselísk og hin íslensk nánar tiltekið Mezzoforte. Ég hef ekki haft mikla reynslu af þeirri tónlist sem Mezzoforte spilar en eftir þessa tónleika er ég orðin einn af þeirra heitustu aðdáendum. Þeir voru ekkert smá skemmtilegir og ekkert smá myndarlegir. Ég hef nú þegar prentað út mynd af trommuleikaranum og smella honum á koddann minn....oooooooohhhh svo fallegur maður.

Jæja föstudagur. Afmæli hjá Guggunni, enn ein Sínan orðin 29 ára. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með öllum skemmtilegu konunum mínum og alveg þremur köllum. Fórum svo á Ölstofuna og skoðuðum fólkið, þó ekki Soffíu í þetta sinnið, hélt hún væri eitt af húsgögnunum þar eins og við hinar. Gott ef daðrið skilaði ekki árangri þetta kvöld.....blikk, blikk.

Jæja laugardagur. Svolítið ryðgaður. Brunaði upp í bústað til Rebekku frænku og Sigrúnar og átti þar skemmtilegt kvöld. Enda alveg eðal dömur þar á ferð. Eftir smá rauðvín og smá lærdóm úr Trival fórum við í pottinn og svo að sofa undir fuglasöng Kiðjabergs.

Jæja Sunnudagur. Fermingarveisla númer tvö þetta árið. Arnar Freyr frændi minn komin í fullorðinna manna tölu. Fyrsta barna, barna, barn ömmu og afa í Rauðholtinu. Gaman að hitta fjölskylduna, enda alveg eðalhópur þar á ferð. Eyddi svo kvöldinu í Sequnce og vann alltaf nema tvisvar. Það var ekki mikil kæti í bróður mínum eftir þessa aðför.

Jæja mánudagur. Vaknaði í hörku stuði og dreif gamla settið með mér upp á Ingólfsfjall. Formið skal ég segja ykkur er allt að koma og farið að kræla á draum um Hvannadalshnjúk...hmmmm!! Spennandi.

Jæja mánudagskvöld. Eina fasta sjónvarpskvöld vikunnar. Góðar stundir.